11.4.2008 | 17:47
Hættur dihydrogen monoxide
Ég get ekki stillt mig um að birta hér tvö myndbönd sem fjalla um hættur sem eru fylgjandi notkun dihydrogen monoxide. Ég vil hvetja alla til að horfa á myndböndin, það tekur ekki nema nokkrar mínútur.
Það er rétt að taka það fram að bæði myndböndin fann ég er ég var að lesa blogsíðu Ágústs H. Bjarnasonar, en þar er margan fróðleik að finna og vil ég hvetja þá sem hafa áhuga á "hlýnunarumræðunni" að heimsækja síðuna. Þar er margur fróðleiksmolinn á borð borinn.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:54 | Facebook
Athugasemdir
Tvívetnissýra er stórhættuleg.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.4.2008 kl. 17:58
BWAAAHAHAHHAHAHAHAHAHA.....yes water is so dangerous. If anyone fell for this go to this link http://en.wikipedia.org/wiki/Dihydrogen_monoxide_hoax
pretty funnyyy
lilja (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 18:28
Það er nú svo, að það virðist duga að "flagga" hættulegu nafni, þannig að fólk sé reiðubúið að ljá nafn sitt við "gott málefni".
Annað efni og nafn sem stundum hefur verið notað í svipuðum tilgangi, er sodium chloride.
G. Tómas Gunnarsson, 11.4.2008 kl. 20:45
Skemmtilegt innlegg í þessa hlýnunarumræðu. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að þetta er að mestu pólitískur áróður sem á sér fáar stoðir í raunveruleikanum. Þessi herferð um hlýnun jarðar minnir mig þá múgsefjun sem átti sér stað þegar hvalveiðar voru bannaðar, þá var fólk platað með tilfinningalegum áróðri sem átti sér enga stoð.
kv
Bjössi
Bjössi (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.