Ólyginn enn á ferð

Þetta er nokkuð merkileg frétt, en lesa má hana á vef The Times hér.  Orðalagið er haft hæfilega loðið, samanber setninguna:

It is understood that customers have moved savings from Landsbanki and Kaupthing to British institutions that are also in the best-buy tables, such as Birmingham Midshires, an arm of Halifax Bank of Scotland.

Enginn heimildamaður að sjálfsögðu, enginn borin fyrir fréttinni en lesandanum gefið eitt og annað í skyn.  Meira að segja nafngreindir bankar sem verið er að flytja féð í.

Talsmaður Kaupþings ber fréttina til baka en The Times virðist ekki hafa haft fyrir því að hafa samband við Íslensku bankanna, það hefði líklega ekki þjónað tilgangi fréttarinnar.

Það vita líklega flestir hvaða afleiðingar það getur haft ef sparifjáreigendur missa trú á banka þeim sem þeir geyma fé sitt, og slíkar afleiðingar líklega engum ferskari í minni en Bretum.

Það er háalvarlegt mál þegar fjölmiðlar og sérstaklega stórir og virtir fjölmiðlar birta fregnir í þessa veru.  Það versta er að slíkar fréttir, hvort sem þær eru réttar eða rangar þegar þær eru skrifaðar, eiga verulega möguleika á því að verða "réttar" á skömmum tíma.

P.S.  Það var sömuleiðis nokkuð skrýtin fréttamennska, að lesa mátti á mbl.is, að Times hefði dregið fréttina af vefnum, en enn má lesa hana á vef The Times, en fréttin þar sem fréttin er dregin til baka, er horfin af vef mbl.is


mbl.is Bretar taka út af reikningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband