Sótt um skólavist - Þorrablót

Nokkurt annríki hefur ríkt að Bjórá undanfarna daga, ef frá er talinn gærdagurinn sem fór í allsherjar afslöppun og tal um hvað allir væru þreyttir, en annars hefur þetta allt gengið sinn vanagangs, þó ef til vill heldur hraðari en venjulega.

En á föstudagsmorgunin fór öll Bjórárfjölskyldan af stað gangandi í skólann.  Það er að segja nú ætti að sækja um skólavist fyrir Foringjann, en þar sem hann náði þeim merka áfanga að verða 4. ára nú í janúar, er hægt að sækja um skólavist fyrir drenginn.

4. og 5. ára börn eru þó ekki skólaskyld, en skólaskyldan byrjar við 6. ára aldur.  En við ákváðum nú að senda drenginn í skóla, enda hann fróðleiksfús.  Ekki leist honum þó allskostar á þetta ferðalag og talaði um það á leiðinni að hann vildi ekki fara í skóla, ekki strax.  En áfram var þó haldið.

Síðan þegar í skólann var komið var drengurinn þögull, togaðist ekki upp úr honum orð á meðan við unnum baki brotnu við það að fylla út pappíra.  Jóhanna fór hins vegar um gangana og heilsaði upp á þá nemendur sem hún sá þar og virtist kunna ákaflega vel við sig.

Síðan kom skólastjórinn og heilsaði upp á okkur, en þá hýrnaði heldur yfir snáða, því að í ljós kom að hún er af Eistneskum uppruna og talaði reiprennandi Eistnesku.  Runnu þá orðin út úr drengnum og skólinn virtista taka á sig annan blæ.  Alla vegna talaði hann um það um leið og við vorum komin út að þetta væri góður skóli.

Þorrablót ICCTEn nú þarf bara að bíða eftir haustinu, og svo þurfum við að ákveða áður en hann sest í 5. ára bekk, hvort við viljum að honum verði jafnframt kennt á Frönsku.

Á laugardagsmorgunin var svo haldið í Eistneska leikskólann, þar sem drengurinn skemmti sér vel og um kvöldið var svo "Þorrablótið" hjá "Íslendingaklúbbnum" hér í Toronto.  Þó að ekki sé um eiginlegt þorrablót að ræða, hvað matföng varðar hefur þetta nafn allt af fylgt þessari samkomu.  En á boðstólum var hangikjöt, harðfiskur, ásamt óteljandi öðrum réttum og boðið upp á hákarl og brennivín.  Þetta er ákaflega sakleysisleg samkoma, samanborið við Íslensk þorrablót.  Ekki sést vín á nokkrum manni þannig að gagn sé að og flestir halda heim á leið um 10. leytið.  Blautasti maðurinn þetta kvöldið var Leifur, og það svo að við þurftum að klæða hann úr peysu og bol, en það var þó vegna drykkjarfontsins í anddyrinu og átt sér nokkuð eðlilegar skýringar í leik þeirra barna sem þarna voru saman komin.

En þetta var fín samkoma, afhentir voru skólastyrkir, sungið og étið og allir fóru heim glaðir að ég best veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband