Rautt

Við höfðum það 1 - 2 í tímatökunum, betra getur það náttúrulega ekki orðið.  Nú þurfum við hins vegar að færa þennan árangur yfir í kappaksturinn á morgun.

Annars eru þetta "the usual suspects" að mestu leyti á topp 10.  Glock átti þó góðan dag og Alonso rétt náði að skjóta sér inn í lokamælinguna.

Svo er að sjá hvað gerist á morgun, hann var skratti þungbúinn núna í tímatökunni, en ég veit ekki hvernig spáin er fyrir keppnina á morgun, en það er víst að legið verður yfir veðurkortunum í kvöld og nótt (að Malasíu tíma).

En við þurfum að vinna þetta á morgun, 1 -2.  Það verður líka fróðlegt að fylgjast með baráttunni innan liðanna, kemur Raikkonen til með að komast fram úr Massa?  Sama má svo segja með McLaren, kemst Hamilton fram úr Kovalainen?

Það verður án ef skemmtileg keppni á morgun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og enn vænkaðist hagur okkar rauðu þegar McLaren voru færðir aftur um fimm sæti fyrir að þvælast fyrir Heidfeld í lokahringnum hans. 

Annars á ég ekki von á öðru en skemmtilegu móti á morgun og eflaust e-m sviptingum - má segja að maður vonist eftir nokkrum dropum? 

Arnfinnur (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 15:35

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Já, það hefði nú verið meira gaman að vinna "McSpy" "fair and square" heldur en svona, en við þurfum á sigri að halda í nótt.

Þetta kann að virðast nokkuð hörð refsing, en það verður auðvitað að taka hart á svona háttalagi og senda skýr skilaboð um að þetta sé ekki liðið.

Það er líka skrýtið að báðir ökumennirnir hjá þeim skuli haga sér svona, á nákvæmlega sama tíma. 

Það var nú varla ástæða til að hrekkja "Lonna" svona, en Heidfeld hefði getað orðið þeim skeinuhættur.

G. Tómas Gunnarsson, 22.3.2008 kl. 19:11

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég held með Finnunum í formúlunni, Kimi Räikkönen og Heikki Kovalainen.  Þar sem ég er að læra finnsku

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2008 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband