Gott viðtal um umbrotatíma - Söngvabyltingin

Athygli mín var vakin á viðtalsþætti á Rás 1, þar sem rætt var við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra,  um fall járntjaldsins.  Viðtalið var sent út á Skírdagsmorgun og er aðgengilegt á netinu (sjá linkinn hér í fyrstu línu). 

Viðtalið er afar fróðlegt, og þó að vissulega sé þetta ekki hinn eini stóri sannleikur, frekar en annað, þá er mikill fengur í því að heyra frásagnir Jóns Baldvins frá þessum umbrotatímum, en hann var í hringiðunni miðri.

Ég vil því hvetja alla til þess að hlusta á þetta viðtal (það væri nú ekki úr vegi fyrir utanríkisráðuneytið að leggja við hlustir, því öllu sjálfstæðari hefur utanríkisstefna Íslands líklega ekki verið í aðra tíð), en vil um leið vekja athygli á því að eitthvað vantar á endann á viðtalinu eins og það er á netinu (því miður er það ekki einsdæmi með útvarps og sjónvarpsefni á netinu) og er það virkileg til vansa (tek fram að ég veit ekki hvað mikið vantar).

Það er líklega rétt að taka fram að mér er málið skylt, enda börnin mín hálf Eistnesk, konan fædd þar og uppalin og tengdafjölskyldan býr þar enn. 

Þegar ég heimsótti landið (2003) þá var þessi saga ennþá ljóslifandi á meðal því sem næst allra, og flestir mundu eftir Íslandi og þeim stuðningi sem þaðan hafði komið.

Hér fyrir neðan má svo sjá "trailer" fyrir heimildamyndina "The Singing Revolution", sem gerð var um baráttu Eistlendinga fyrir því að endurheimta sjálfstæði sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband