Skop, teikningar og guðlast

Ég vil nú byrja á því að segja að ég stend 100% með Illuga Jökulsyni og frelsinu, þó að stundum hafi það ef til vill ekki átt samleið.

Auðvitað er prent og tjáningarfrelsi á Íslandi. 

Þó að múslimum kunni að þykja þetta vera guðlast, þá verða þeir auðvitað að aðlaga sig Íslenskum siðum, hefðum og ekki síst "lagarammanum".

En hitt vil ég benda þeim á sem eru sammála mér og hneykslast á hneykslun músmlima, að athuga hvenær síðast var ákært fyrir guðlast á Íslandi, hvenær síðast var kært guðlast á Íslandi (og viðkomandi teknir til yfirheyrslu) og hvenær síðast einhver var dæmdur fyrir guðlast á Íslandi.

Ef menn finna út hvernig þetta er, þá kemur ef til vill í ljós að múslimir eru langt í frá einu "öfgamennirnir" á Íslandi.

Eigum við að fordæma þá alla?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er sjálfsagt rétt að það er best að múslimar séu heima hjá sér.  En sumir þeirra eiga einfaldlega heima á Íslandi og ekkert út á það að setja.  Rétt eins og eitthvað um 50.000 Íslendingar eiga heima erlendis (þar á meðal ég) og ekkert út á það að setja að Íslendingar, múslimir eða aðrir velji sér búsetu þar sem þeim líkar.

Eftir því sem ég kemst næst (hef ekki séð blaðið) þá er ekki um að ræða skopmynd af Múhameð í Sögunni allri, heldur einfaldlega mynd.  Það er hins vegar andstætt trúarhugyndum margra múslima að birta myndir af guði.

En það er nú svo að gyðingar, múslimir og kristnir menn trúa allir á sama guðinn, þó með mismunandi hætti sé.  Ég man ekki eftir því að neinn hafi verið tekinn til yfirheyrslu hjá lögreglunni eða ákærður fyrir að móðga guð, frá múslímsku sjónarhorni.  Hins vegar man ég eftir að hópar og einstaklingar hafi verið kvaddir til yfirheyrslu og einstaklingur sætt refsingum fyrir að skopast að guði frá hinu kristna sjónarhorni.  Hér er ég að ræða um Ísland.

Persónulega finnst mér það út í hött, en ég geri þó ekki þá kröfu að kristnir menn haldi sig "heima hjá sér", en yrði glaður ef þeir reyndu ekki að þröngva skoðunum sínum og kennisetningum yfir allt þjóðfélagið.

Persónulega held ég að það færi betur ef allir þessir "trúuðu" menn einbeittu sér að því sem þeir sjálfir gera, og hefðu minni áhyggjur af framferði annarra.

G. Tómas Gunnarsson, 21.3.2008 kl. 04:04

2 Smámynd: Landfari

Já það er nú ekki langt síðan Spaugstofan var tekin til yfirheyrslu út af þessu efni. Hitt er annað að það hefur engum dittið í hug að setja fé til höfuðs þeim.

Held að innan allra trúarbragða séu til ofbeldishneigðir menn sem reyna að finna tilefni fyrir ofbeldisverk sín. Hef hvorki lesið Kóraninn eða Biblíuna en er sagt að það sé hvergi að finna fyrirmæli eða réttlætingu á þeim ofbeldisverkum sem sem framin eru í nafni Islam.

Það er til hellingur af auðtrúa fólki, sumt með brotna sjálfsímynd, sumt miður vel gefið, sem lætur glepjast af áróðri sterkra karaktera sem geta fengið fólk til að ganga í opinn dauðann því það bíði þeirra eitthvað betra hinu megin.

Landfari, 21.3.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir innleggin.  Það var fróðlegt að fá þennan link á myndir af Múhameð.

En já, það er ekki langt síðan Spaugstofan var boðuð til yfirheyrslu fyrir meint guðlast og útgefandi Spegilsins varð fyrir miklu fjárhagstjóni þegar hann var dæmdur fyrir guðlast.  Var það ekki 1983?

Það er nú svo að "öfgamennirnir" leynast víða og mörgum sem dugar ekki sitt eigið "fróma líferni", heldur telja sig þess umkomna að segja öðrum hvernig þeim beri að haga lífi sínu og vilja umbreyta trúarskoðunum sínum yfir í lög sem ná yfir allt þjóðfélagið.

Það er vissulega mismunandi frá landi til lands um hvaða hópa og trúarbrögð er að ræða, eða hvað ofstækið er mikið.

En að mínu mati er mál að linni.

G. Tómas Gunnarsson, 21.3.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband