Sjálfstæð utanríkisstefna?

Felst hin "sjálfstæða" utanríkisstefna Íslendinga í því að "gerast aðili að yfirlýsingu" Sambands sem við eru ekki aðili að?

Hvað næst?

Ég verð segja að mér þykir þetta þunnur þrettándi.

Þegar þetta er skrifað er ekki einu sinni búið að snara þessu "þunnildi" yfir á ensku.  Skyldi þetta hafa verið sent út til helstu fjölmiðla heims?  Að nokkrum dögum eftir yfirlýsingu ESB um Tíbet, hafi Ísland ákveðið að gerast "aðili að henni"?  Hvílík reisn.

Skrýtið mál, en ef til vill er verið að venja Íslendinga við, hvernig það er að vera aðili að Sambandinu.  Þá er engin "sjálfstæð" utanríkisstefna... Þá er bara Brussel.


mbl.is Ísland lýsir áhyggjum af ástandinu í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband