Viðskiptaráðherra og forréttindi þeirra sem fara erlendis

Ég verð að segja að mér þykir það ákaflega merkilegt hve áfram viðskiptaráðherra er um að auka forréttindi þeirra sem fara erlendis, eins og það sé það sé svo aðkallandi.

Það sem er aðkallandi er að draga úr og helst fella niður alla tolla og vörugjöld, og gera þannig samkeppnisstöðu þeirra sem versla erlendis, þeirra sem panta á netinu og þeirra sem reka verslanir á Íslandi sem jafnasta.

Forréttindi handa þeim sem ferðast eru einfaldlega tímaskekkja.  Það getur enda varla talist sanngjarnt að þeir sem ferðist mest og oftast sleppi betur frá tollum og vörugjöldum en þeir sem versla heimafyrir, nú eða af netinu.

Auðvitað hljómar það vel að þeir sem fari erlendis geti haft meira með sér, af t.d. geisladískum, áfengi, iPodum og svo framvegis, en hvers eiga þeir að gjalda sem ekki ferðast?

Hvers eiga þeir að gjalda sem reka verslanir á Íslandi?

Ég hef áður sagt að mér þykir Björgvin áberandi slakasti ráðherrann í núverandi ríkisstjórn, og það þrátt fyrir "nætursaltaða" pistla Össurar

Það er stundum sagt að hver þjóð fái þá stjórnendur sem hún á skilið, ég velti því fyrir mér hvað Íslendingar hafi eiginlega gert af sér til þess að verðskulda að fá Björgvin G. Sigurðsson sem viðskiptaráðherra?  Ég finn fyrir því engin rök.

Hér og hér  eru fyrri blog mín um þetta mál.

Og hér má svo finna nýlega frétt af Vísi, um hvernig netviðskipti ganga fyrir sig á Íslandi.


mbl.is Telur tollafríðindin ekki í samræmi við veruleikann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Að hvaða leiti þykir þér Björgvin hafa staðið sig svo miklu verr en t.d. forveri hans Valgerður Sverrisdóttir eða þeir sem þar sátu á undan? Mér finnst hann hafa verið nokkuð röggsamur í sínum málflutningi og fyrirheitum um það sem hann vill sjá gerast í sinni ráðherratíð. En það hefur gjarnan viljað loða við að ríkisstjórnir hafa látið sín bestu verk koma til framkvæmda á síðasta ári valdatíma síns og eigum við ekki að bíða og sjá hvort ekki kemur eitthvað jákvætt frá honum á síðustu metrunum eins og frá mörgum fyrirrennurum hans og samherjum í stjórninni núna.

Gísli Sigurðsson, 27.2.2008 kl. 18:44

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það sem fer mest í mínar fínu taugar hvað Björgvin varðar er hvað hann virðist vera gjarn til lýðskrums og taka undir með því sem næst hvaða sértæku aðgerð sem er.

Gott dæmi er auðvitað það sem hér er til umfjöllunar, mál sem hann tekur upp öðru sinni, þó að það hafi reyndar marg komið fram að heyri undir fjármálaráðuneytið.  Að mínu mati er það líka óeðlilegt að viðskiptaráðherra vilji veikja stöðu Íslenskrar verslunar með þessum hætti.

Annað dæmi er auðvitað þegar hann tók undir þá kröfu að garðyrkjubændur ættu að fá orku á lægra verði, skrýtnar yfirlýsingar um uppgreiðslugjöld og fleira má til týna.

Hitt get ég tekið undir að það er óskandi að Björgvin komi einhverju góðu til leiðar á seinnihluta kjörtímabilsins og nái að hrista gamla "allaballann" af sér.

G. Tómas Gunnarsson, 28.2.2008 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband