Fyrstu skrefin

Mér lýst afar vel á þetta, ef til vill getur þetta verið fyrsta skrefið til að leysa bændur úr þeim "álögum" sem þeir hafa verið í undanfarna áratugi.

Þetta getur líka tryggt þeim stærri bita af kökunni og skipt sköpum hvað varðar afkomu þeirra.  Sömuleiðis er líklegt að þetta auki gæði og vöruþróun, því þegar svona er staðið að drefingu stendur bóndinn með framleiðslunni alla leið, stendur og fellur með henni.

Sjálfur hef ég góða reynslu af því að kaupa "beint frá býli", þó að þau viðskipti hafi ekki öll verið lögleg þegar þau fóru fram.

Hér í Kanada er afar algent að bændur selji beint til neytenda, sumir jafnvel með litla söluskúra við endann á heimreiðinni.  Þar er algengast að boðið sé upp á ávexti, grænmeti, en sumir bjóða einnig upp á kjöt, bökur, kökur, brauð eða annað í þeim dúr.

Sjaldan hef ég verið svikinn af slíkum viðskiptum.


mbl.is Gæðamerki Beint frá býli: Heimaunnið sérmerkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband