6.2.2008 | 20:48
Mokað
Það hefur verið þónokkur vetur hér í Toronto það sem af er ári. Þónokkur snjór hefur fallið af himnum, gjarnan tekið upp aftur og fallið jafnharðan á ný. Kuldinn hefur sömuleiðis lætið kræla á sér, en þó aldrei orðið verulegur, mest hefur frostið náð 17 gráðum, sem hefur jafngilt nokkuð vel yfir 20 gráðu frost með vindkælingunni.
En snjómokstur er hin besta líkamsrækt og frískandi að moka í morgunsárið.
En Foringinn er sömuleiðis hrifinn af snjónum, en hefur þó verið fjarri góðu gamni nú undanfarna daga, þar sem nefrennsli hefur
verið að plaga hann. Sjálfur var ég því sem næst í rúminu um helgina, en allt horfir þetta til betri vegar. Jóhanna hefur hins vegar staðið keik og ekki nema einn og einn hormoli læðst fram.
Nú seinnipartinn í dag er svo spá frostregni og virðist sem hinni hnattrænu hlýnun hefur verið slegið á fre
st, allavegna fram á vorið.
En eftir að hafa hreinsað stéttina, tröppurnar og heimreiðina gekk ég örlítið um nágrennið og smellti af nokkrum myndum sem sjá má fjórar af hér.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.