20.12.2007 | 12:33
Rólegheit og frið
Eins og sagði í síðustu færslu eru rólegheitin alls ráðandi nú um stundir, reyndar sjaldan eins og akkúrat núna, þegar klukkan er hálf átta að morgni, fjölskylda bróður míns farin í golf og mín sefur ennþá á þeirra grænu.
Ég sit í eldhúsinu, drekk kaffi, hamra á tölvuna og nýt milds loftlagsins hér í Florida. Gærdagurinn var ljúfur, þvælst um á ströndinni, verslunum, etið og drukkið.
Krakkarnir kunna vel að meta að vera komin úr snjónum í Toronto og geta aftur gengið um í sandölum og stuttbuxum, sérstaklega Jóhanna litla sem var aldrei sérstaklega gefið um snjóinn.
En lífið er ljúft, er ekki rólegheit og friður það sem allir eru að leita að um jólin? Hér er nóg af báðu, í það minnsta svona snemma á morgnana.
Það er þó aldrei að vita nema að ég hafi mig í það að nöldra yfir einhverju hér á blogginu þegar líða fer á daginn.
En þangað til ...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.