Betra seint en aldrei

Það ber auðvitað að fagna því þegar menn sjá að sér og viðurkenna sekt sína.  Betra er seint en aldrei.  Þetta ætti líklega að þagga niður í þeim sem töldu liðið vera miklum órétti beitt og að FIA ræki þetta mál eingöngu í þágu Ferrari.

En það er gott að Ron Dennis og félagar eru farnir að sýna einhverja iðrun og biðjast afsökunar.

Refsingin sem liðinu var gerð getur heldur ekki talist ósanngjörn þegar litið er til alvarleika málsins.

Tjónið sem liðið hefur valdi Formúlunni er gríðarlegt og líklega ekki útséð með það enn.  Hinu er ég svo sammála að það er best að loka málinu og horfa fram á veginn.

Ef vel tekst til getur næsta tímabil orðið æsispennandi og hjálpað til að byggja Formúluna upp að nýju.  Það er margt sem bendir til harðrar og vonandi heiðarlegrar keppni.

En þegar beðist er afsökunar með einlægum hætti, er sjálfsagt að fyrirgefa.

P.S. Nú heyrast sögur um að Kovalainen verði ökumaður hjá McLaren.  Það gæti verið gaman að sjá hann keyra einn af toppbílunum. 

 


mbl.is McLarenliðið biður FIA fortakslausrar afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband