List, glæpur eða hrein og bein vitleysa

Það er óhætt að segja að "listræn sprengjuhótun" Íslenska listnemandans hafi vakið athygli hér í Kanada, eða alla vegna hér í Toronto.  Fréttirnar voru auðvitað um helgina og sjá þeir sem lesa þær að fjölmiðlar segja flestir ef ekki allir frá þjóðerni málsins, og það án þess að nokkur saki þá um "kynþáttahatur". 

Eins og eðlilegt má teljast hefur umræðan ekki síst snúist um hvað sé list, hvað sé glæpur og hvað sé hreinlega vitleysa.  Sjálfur hef ég fengið á mig nokkur skot, sem Íslendingur, og einn kunningi minn spurði mig hvort að ""islömsk list" sé í miklum metum á Íslandi"?

Persónulega hef ég ekki séð neinn í fjölmiðlum réttlæta verknaðinn sem list, nema lögfræðing gerandans og þá sem eru titlaðir vinir hans.  Hér má sjá umfjöllun CityNews og "exclusive" viðtal stöðvarinnar við gerandann hér.

Sjálfur er ég svoddan "ókúltiveraður barbari" að ég reikna með því að ef ég sæi eitthvað sem líktist sprengju í neðanjarðarlestinni, nú eða á flugvellinum hérna, eða hreinlega í verslunarmiðstöð, þá myndi ég reikna með því að væri um sprengju að ræða.  Mér dytti ekki fyrst í hug að þar væri á ferð sniðugur listamaður sem væri að reyna að fá mig til að velta fyrir mér "stöðu þjóðfélagsins", eða "stöðu mína í í samfélaginu".

Ég myndi því án efa reyna að forða mér í burtu og kalla til lögregluna.  Persónulega myndi ég ekki heldur ráðleggja lögreglunni að ef miði væri festur við hlutinn sem segði "þetta er ekki sprengja", að hún einfaldlega hefði sig á brott, og léti húsvörðinn um að fjarlægja hlutinn.

Hér að neðan er smá samtíningur af fréttum er varða þetta mál.

Umfjöllun Globe and Mail má sjá hér, og fréttir National Post hér og hér.

Toronto Star fjallar að sjálfsögðu um málið eins og sjá má hér og Toronto Sun, einnig hér.

The Torantoist, er með umfjöllun hér og skoðanakönnun, um hvort gjörðin sé list eður ei, þegar ég leit þar inn höfðu þó ekki margir tekið þátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband