28.11.2007 | 02:21
Hvað er svona merkilegt við það...
Ég er einn af "karlhlunkunum" sem horfi því sem næst alltaf á Silfur Egils. Ég verð eiginlega að láta það koma fram að ég læt mér það í léttu rúmi liggja þó að einhverjar "femmur" ætli sér að "sniðganga" "Silfrið".
Ekki þar fyrir að oft hefur framkoma þeirra þar haft ákveðið skemmtanagildi. Það hefur mátt hlægja eða dæsa yfir málflutningi þeirra. En "lífið heldur áfram", hvort sem að "femmur" eru í Silfri Egils eður ei.
Það vekur hins vegar alltaf nokkra athygli þegar einstaklingar af einhverjum ástæðum kjósa að neita tækifærum til að vekja athygli á málstað sínum.
Skyldi það vera vegna þess að stuðningur við hann minnkar gjarna þegar þeir koma fram?
Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kannski yrði það góðum málstaði til framdráttar ef þær sniðgengju fleira.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.