27.11.2007 | 21:22
Vændiskonur safna fyrir forsetaframbjóðanda
Ég man ekki eftir því í fljótu bragði að vændishús eða vændiskonur hafi verið atkvæðamikil í stjórnmálum, ja nema auðvitað þegar slíkt hefur stuðlað að falli einhvers stjórnmálmannsins, sem ekki hefur mátt vamm sitt vita.
Það var ekki laust við að ég glotti út í annað þegar ég sá myndskeið á vef Globe and Mail þar sem vændiskonur sem starfa á vændishúsi í Nevada, eru ekki að reyna að koma stjórnmálamanni í vandræði, heldur þvert á móti eru að reyna að fá hann kjörinn.
Þar er um að ræða Ron Paul, sem tekur þátt í forkosningum hjá repúblikunum og má sjá í myndbandinu stúlkurnar biðja viðskiptavini um fé til stuðnings Ron Paul og segjast ætla að hvetja viðskiptavini sína til að kjósa hann.
Það er óhætt að segja að pólítíkin getur tekið á sig skrýtnar myndir og farið undarlegar leiðir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.