8.4.2006 | 03:54
Föstudagur að kveldi kominn
Einu sinni hlakkaði ég alltaf til föstudaga, það er jafnvel ekki örgrannt um að svo geri ég enn, en þá er það líklega mest af gömlum vana.
Það er nefnilega ekkert svo sérstakt við föstudagana. Ég er orðinn það gamall, að langt er síðan ég hef farið á djammið á föstudegi, konan vinnur yfirleitt á laugardögum, og foringinn er ekki orðinn nógu gamall til þess að vita hve mikilvægir föstudagar - nú eða þá laugardagsmorgnar - þannig að hann vaknar jafn snemma á laugardögum sem aðra daga.
Þó togar einhver skemmtileg fortíðarhyggja í. Þess vegna er meira freistandi en aðra daga að stinga korktappa úr flösku og bergja á góðu víni, föstudaga en aðra daga. Rétt eins og ég gerði í dag. Eftir erfiðan dag, heimsóknir í jafnoka BT í Kanada (sjái hvað merkin eru lík hér: http://www.bestbuy.ca/home.asp?newlang=EN&logon=&langid=EN), rölt um bókabúð, þar sem ég fann enga bók á skaplegu verði sem mig langaði til að kaupa, heimsókn í matvörubúð, þar sem keypt var mjólk, ostur, ananas ásamt nokkrum öðrum nauðsynjum, þá gerðist eitthvað þegar ég kom heim og var að lyfta foringjanum upp á skiptiborðið og einhver vöðvi í bakinu ákvað að nóg væri komið og gaf sig. Líklega er þetta ábending um að við höfum ekki gengið nógu einarðlega fram í því að kenna drengnum að nota koppinn, og þetta geti ekki gengi lengur. Þegar á þriðja árið sé komið verði foreldrarnir að axla ábyrgð og kenna börnunum að nota náttgögnin, jafnt nætur sem daga.
En til að reyna að slaka á fyrrgreindum vöðvum, dróg ég kork úr skemmtilega útlítandi rauðvínsflösku frá Chile og reyndi að slaka á. Er meira gefin fyrir náttúruleg slökunarefni, heldur en þau sem koma í hvitu pilluformi.
En nú er kominn tími til að halla sér, næstum komið miðnætti hér Westanhafs.......
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.