Fermingagjafirnar í ár?

Eins og ég minntis á fyrir nokkrum dögum, þá dreif ég í því að kaupa og lesa "The DaVinci Code" fyrir stuttu síðan, loksins.

 Þó að mér finndist bókin ágætis afþreying, þá sagði ég að mér þætti hún ekki standa undir öllu því írafári sem hún hefði valdið.

En efnið er heitt, kannski ekki síst af því að páskarnir eru rétt handan við hornið.   Því var það að ég las tvær greinar sem ég sá í tímaritinu Macleans, en þær má sjá hér:

http://www.macleans.ca/topstories/religion/article.jsp?content=20060403_124503_124503

http://www.macleans.ca/topstories/religion/article.jsp?content=20060403_124386_124386

Þetta er vissulega skemmtilegar vangaveltur og gætu breytt heimsmynd okkar verulega á næstu árum, alla vegna ef almenningur fer að taka þetta til athugunar, sérstaklega þeir sem telja sig kristna.

Rétt eins og segir í "The DaVinci Code", (ekki alveg orðrétt) " .. the biggest story ever told", should be rephrased into " ... the biggest story ever sold".

En verða þessar bækur ekki fermingagjafirnar í ár?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband