Þrasgirni?

Ég get alvega viðurkennt að hafa gaman af góðum rökræðum, sumir hafa jafnvel sagt að ég eigi það til að vera þrasgjarn (sem er auðvitað ekki rétt).

En hvernig menn geta rifist fram og aftur um einhverjar breytingar á bíblíutexta er mér dulítil ráðgáta.  Ekki það að ég geti ekki skilið að menn séu ekki sammála um orðalag, heldur hitt, þegar látið er eins og textinn sé kominn beint frá "guði" og hafi aldrei áður tekið breytingum.  Að hingað til hafi þetta allt verið orðrétt frá yfirvaldinu ef svo má að orði komast.

En líklega er ekki rétt að gera of lítið úr þessu, því að í upphafi var orðið, eða hvað?

Alltaf þegar ég heyri það, kemur mér reyndar í hug þessi skemmtilega viðbót sem ættuð er frá Pétri Gunnarssyni:  "Andra fannst eins og það vantaði "S"".

(Ég man þetta nú ekki alveg orðrétt ennþá, en held að meiningin komist nokkuð óbreytt til skila).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband