Halloween

Halloween 3Eins og flestir líklega vita var Halloween í gær (nú er komið fram yfir miðnætti hér) og mikil hátíð hjá krökkunum hér, sem fara hús úr húsi og fá sælgæti, og það aðeins fyrir að segja "trick or treat".  Enginn óþarfa söngur hér.

Framan af kvöldi vildi Foringinn þó ekki fara út og betla nammi, sagðist ekki vilja fara í búninginn og að honum langaði ekkert í nammi.  Síðan þegar krakkaskarana fór að bera heim að Bjórá og allir voru leystir út með sælgæti án þess að nokkuð Halloween 1kæmi í hans hlut fór að fara um hann.

Það var því laust fyrir klukkan 8 að hann tilkynnti að það væri tímabært að fara í bangsabúninginn og fara að herja á nágrennið.  Og auðvitað drifum við okkur af stað.  Það þurfti ekki að fara langt og ekki víða til að pokinn tútnaði út af gúmmelaði og brosið stækkaði á mínum manni og eftir u.þ.b. 10 eða 12 hús var ákveðið að nóg væri komið og haldið heim á leið.

Þá voru valinn 2. stykki til að borða og síðan burstað vel og lengi og farið í háttinn.

Halloween 2Pokinn er hins vegar að heita má sneisafullur af sælgæti, líklega verð ég að borða eitthvað af því, því sem ábyrgt foreldri get ég varla látið barnið borða öll þessi ósköp.

Það er misjafnt hvað menn leggja mikið á sig við undirbúning "hrekkjavökunnar", flestir láta sér nægja eitt eða tvö grasker, en aðrir leggja mikið á sig við skreytingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband