Af náttúrufegurð Kringilsárrana

Þetta eru afar afskekkt svæði og fáfarin, nema helst af smalamönnum á haustin. Þangað er líka fremur fátt að sækja fyrir ferðamenn, nema þá til að skoða hreindýr og minjar um framrás Brúarjökuls. Hvort tveggja er þó aðgengilegt með auðveldari hætti annars staðar...

- Árbók Ferðafélags Íslands 1987, um Kringilsárrana.

Ég var að lesa hreint ágætis pistil á www.andriki.is sem mig langar til að vekja nokkra athygli á.  Þetta er vel skrifaður pistill og vekur athygli á mismunandi skoðunum fólks á náttúrufegurð og mikilvægi hvers svæðis.

Pistillinn vekur líka athygli á fréttamati og fréttaflutningi og fjölmiðlapistlum Ólafs Teits Guðnasonar, sem ég sé því miður ekki.

En þetta er góður pistill sem ég hvet alla til að lesa.

Sjálfur hef ég ekki komið á svæðið, og get því ekki sjálfur dæmt um málið, en er þó fylgjandi virkjunum og aframhaldandi nýtingu auðlinda íslendinga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi pistill andríkis nálgast málið frá nokkuð sérstöku sjónarhorni að mínu mati. Hví skyldi það skipta höfuðmáli hvort að "það sé eitthvað að sjá" á svæðinu fyrir túrista? Ég held að náttúran sé verðmæti í sjálfu sér óháð því hvort að það sé hægt að græða pening á henni eða ekki, það er fráleitt að mæla náttúruna bara útfrá brengluðu hagsmunamati Homo Sapiens sem telur sig hafa guðlegt umboð til þess að fara með þessa jörð eins og honum sýnist. Kringilsárrani er reyndar þess eðlis að víðtækur túrismi á svæðinu myndi sennilega fara verr með það en uppistöðulón Landsvirkjunar kemur til með að gera.

Á síðustu árum hefur orðið breyting til batnaðar í viðhorfi þorra fólks til umhverfisverndar. Fyrir einhverjum árum eða áratugum hefðu sjálfsagt fáir slegið hendinni á móti því að helmingi landsins væri sökkt undir uppistöðulón og hinn helmingurinn malbikaður svo lengi sem flottustu fossunum og jarðhitasvæðunum yrði þyrmt. Nú er sem betur fer viðhorfið að öll náttúra hafi eitthvert verðmæti en ekki bara sérvaldar "náttúruperlur" sem byggja stöðu sína á þröngsýnu fegurðarmati mannskepnunar. Breytt viðhorf Hjörleifs Guttormssonar og ný stefnuyfirlýsing Samfylkingarinnar endurspegla þessa breytingu

Á þessum tímapunkti get ég ekkert annað gert en vonað að Kárahnjúkaævintýri Landsvirkjunar verði fórnarinnar virði og samfélaginu á Austurlandi til góða. Sjáum til.

Bjarki (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 17:32

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég vil þakka fyrir athugasemdina hér að ofan, það er alltaf gaman að fá velskrifaðar og málefnalegar athugasemdir.

En ég held að pistillinn sem ég vitaði til á Andríki hafi alls ekki talið landið verðlaust, alla vegna ekki eins og ég skildi hann.

Pistillinn vitnaði til lýsingar á landsvæði í árbók Ferðafélagsins, frá árinu 1987, og velti því fyrir sér, hvers vegna svæði sem var ekkert merkilegt (að mati höfundar í árbókinni) árið 1987 hafði tæpum 20 árum síðar breyst í hinn magnaðasta stað, þrunginn lífi, kyngikrafti, og í flesta staði ólýsanlegur. Undir liggur að höfundur veltir því fyrir sér hvort að ásetningur Landsvirkjunar um uppistöðulón hafi haft þar áhrif á.

Ennfremur veltir höfundur (réttilega að mínu mati) því fyrir sér hvers vegna fjölmiðlar hafi ekki veitt þessu mati Hörleifs Guttormssonar (sem lesa má í árbók Ferðafélagsins)svipaða athygli og t.d. þeirri skoðun Valgerðar Sverrisdóttur að á svæðinu væri ekki að finna stórkostlega náttúru (eða eitthvað í þá áttina, þetta er ekki orðrétt).

Hins vegar er það alveg rétt hjá þeim sem segja að íslendingar séu fastir í "hér er fallegt þegar vel veiðist" "syndróminu". En auðvitað verða menn aldrei á eitt sáttir um náttúru, fegurð hennar og hvað teljist á henni spjöll. Rétt eins og margir telja stærsta umhverfisslysið á Íslandi vera Reykjavík og nágrenni.

En að lokum er ég þess nokkuð viss, að erfitt mun að finna þá sem eru færir um að meta náttúruna út frá öðru sjónarhorni en homo sapiens, alla vegna reikna ég með að viðkomandi ætti erfitt með að koma skoðun sinni til skila.

En ég tek undir lokaorðin, ég vona að Kárahnjúkavirkjun verði austlendingum og raunar íslendingum öllum til góða. Um það er ég frekar vongóður.

G. Tómas Gunnarsson, 15.9.2006 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband