13.9.2007 | 01:18
En hver er raunkostnaðurinn?
Mér er sagt að mjólk eigi eftir að hækka í verði víðast hvar um heiminn, vegna þess að nú vilja Kínverjar að börnin þeirra fari líka að drekka mjólk.
En það sem vantar í þessa frétt er hver raunkostnaðurinn er í hvoru landi um sig. Hvert er raunverulega verðið? Hvað nemur niðurgreiðsla á mjólk háum upphæðumá lítra á Íslandi og hvað í Bretlandi.
Á þeim grunni á að ræða málin.
Hitt er svo annað mál að mjólk er ekki sama og mjólk. Mér stendur til boða að kaupa "venjulega" mjólk hér á u.þ.b. 70 kr lítrann. En ég vel að kaupa mjólk sem kostar u.þ.b. 150 kr lítrinn.
"Venjuleg" mjólk hér í Kanada hefur aðeins 3.25% fituinnihald eða minna. Þess vegna vel ég að kaupa "lífræna" mjólk sem hefur 3.8% fituinnihald og bragðast mun betur.
Hlutirnir eru aldrei eins einfaldir og þeir sýnast.
Mjólk ódýrari hérlendis en í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Viðskipti | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.