Bréf frá dómsmálaráðuneytinu

Í morgun fékk ég bréf frá dómsmálaráðuneytinu.  Ég verð að viðurkenna að fyrsta hugsunin sem flaug í gegnum hugann var:  Hvern andsk..... hef ég nú gert af mér. 

Ég fór í huganum yfir liðnar vikur, nei, ég var búinn að greiða stöðumælasektina, hafði ekki verið tekinn fyrir of hraðan akstur eða verið til vandræða nokkurs staðar, svo að ég gæti munað.

En þegar ég opnaði bréfið kom hið sanna í ljós.  Í bréfinu var spurninglisti sem ég hef 5. daga til að fylla út og skila til ráðuneytisins.  Listinn á að leiða í ljós hvort að ég sé gott og æskilegt "material" til að nota í dómskerfi landsins.  Með öðrum orðum hvort að hægt sé að nota mig í kviðdómi.

Með fylgir að skili ég ekki spurningalistanum, geti ég verið sektaður allt að 5000 dollurum eða lent í fangelsi í  6 mánuði eða svo.

Auðvitað sér maður strax fyrir sér kviðdóm lokaðan í reykfylltu bakherbergi, rökræðandi fram og aftur um hvort að einhver sé morðingi eður ei.

En þetta er ekki eftirsóknarvert, alla vegna get ég ekki sagt að þetta heilli mig, þó að sjálfsagt sé boðið upp á ágætis samlokur.

En líklega verð ég dæmdur ónothæfur.  Ég hef nefnilega ekki haft fyrir því að sækja um Kanadískan ríkisborgararétt og slepp því líklega á því "tækniatriði" frá því að lenda á lista yfir vænlega kviðdómendur.

Það er þó gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Þakka þér kveðjuna. Þú tekur bara sæti í íslenskum kviðdómi þegar þeir breyta réttarkerfinu á Fróni.

Bergur Thorberg, 11.9.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband