Hressandi í morgunsárið

Það gladdi mig vissulega í morgunsárið að sjá Massa taka Tyrklandspólinn.  Ég var reyndar svo syfjaður að það hálfa væri nóg, enda kl. 7 á laugardagsmorgni ótrúlega snemmt.  Ég var meira að segja kominn á fætur á undan ómegðinni, merkilegt nokk.

En það er auðvitað ekki tímatökurnar sem gilda og við þurfum sárlega á góðum úrslitum að halda á morgun, í raun dugar ekkert nema 1 - 2 til að seðja sigurhungrið.  Það þurfa báðir bílar að skila hámarksstigum.

En annars var ekki margt sem kom á óvart, Ferrari, McLaren og BMW í efstu sætunum.  Hamilton á undan Alonso eina ferðina enn, eitthvað sem kætir líklega ekki skapið hjá Spánverjanum.

Það sem líklega ræður úrslitum á morgun er hvað margir lítrar eru á tönkunum hjá köppunum.  Þeir taka ekki mikla sénsa og líklega verður helst reynt að "fram úr" á þjónustusvæðunum.

En það verður að rífa sig upp í fyrramálið líka.


mbl.is Massa hlutskarpastur í æsispennandi tímatöku í Istanbúl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband