Morgunstund gefur....

Það er óneitanlega góð byrjun á deginum að horfa á Ferrari sigra tvöfalt í Istanbul.  Kappaksturinn bauð þó ekki upp á mikil tilþrif, erfitt að fara fram úr í brautinni og staðan breyttist ekki mikið hvað efstu sætin varðaði, nema í þjónustuhléum.

En það dugði ekkert nema tvöfaldur sigur og sú er auðvitað krafan í þeim keppnum sem eftir eru, en þó ólíklegt að það náist.  Sigurinn í dag vannst fyrst og fremst á örlitlu hraðaforskoti sem Ferrari hafði.  Hversu stóran þátt dekkin áttu í því er ekki gott að segja, en Ferrari ók 2/3 á mýkri dekkjunum en McLaren á þeim harðari.

En það sem gaf þó aukna von var fyrst og fremst óhapp Hamiltons, hann var að vísu heppinn að ná að klára i 5. sæti og tapaði því eins litlu og hægt er þegar menn lenda í slíku óhappi, en það er lykillinn að velgengni hans og McLaren hvað þeir hafa verið stabílir.  Þeir ásamt Kovalainen eru þeir eina sem hafa klárað allar keppnir, ef ég man rétt.  Af þeim 12 keppnum sem lokið er hefur Hamilton staðið á verðlaunapalli í 10.  4. toppmennirnr hafa hins vegar allir unnið 3. keppnir, bróðurlegra verðu það varla.

En nú eru ekki nema 5 keppnir eftir.  Líklega ættu 4. af þeim brautum sem eftir er að keppa á að henta Ferrari nokkuð vel, líklega heldur betur en McLaren, en Monsa, Spa, Interlagos og Kína ættu ef eitthvað er að gefa Ferrari vel, en óvissa er með Fuji brautina í Japan, enda langt síðan hefur verið háð keppni þar.

 


mbl.is Öruggt hjá Massa og Ferrari fagnar tvennu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband