Niagara

Það var skotist að Niagara fossunum með systrum mínum og Foringjanum í dag.  Siglt með Maid of the Mist, keyptir minjagripir og skyndifæði, ís og allar græjur.

Konan og heimasætan voru eftir heima.

Góður dagur hjá Foringjanum sem fannst dagurinn ákaflega skemmtilegur.

Fiðrildabúgarður heimsóttur og víngbúgarðar sömuleiðis.  Þar hefur vínið ótvírætt vinninginn, þó að fiðrildin séu litrík og vingjarnleg.

Komum heim klyfjuð víni og minjagripum.  Uppsveifla í efnahagnum í Niagara.

Fyrir þá sem hafa áhuga á umhverfismálum má svo nefna að eingöngu um helmingur af vatninu sem færi niður fossana fer þar niður nú, hitt er notað til raforkuframleiðslu, án þess að nokkur sé með hávaða, svo að ég hafi heyrt til.

Græn og góð orka, framleidd af bæði Kanada og Bandaríkjunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það sé erfitt að vera með hávaða við Niagara-fossana.

Andameríska fuglanefndin (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 10:57

2 Smámynd: Skarfurinn

Já það er gull fallegt á þessum slóðum, var þarna í fyrra og mér fannst tilkomumeira að sjá fossana Kanada megin, maður sér meira af þeim en USA megin, en mest þéum að komas með maid of the mist bátnum þar var all rosalegt, eins gott að mótorinn stöð'vast ekki í þessum mikla straumi.

Annars get ég ekki annað en brosað af því að við landinn erum alla jafna mjög stolt af honum  Gullfossi okkar sem er tignarlegur, en eftir þessa ferð þá er hann samt bara eins og smá spræna miðað við Niagara.

Skarfurinn, 17.7.2007 kl. 15:01

3 identicon

Það má náttúrlega allsekki bera saman Gullfoss og Niagara Falls. Það væri eins og að bera saman eppli og appelsínur. Gullfoss í fallegu íslensku náttúrinni, nær ósnertri, og Niagara Falls þar sem heilt efnahags battery hefur verið myndað bara í kringum ferðamannin. Það er magnað að koma á þessa staði, en á gjörólíkan hátt. En það koma víst fáir úr ferð á Gullfoss með byrgðir að víni. Í St. Catherines, sem liggur milli Lake Ontario og Niagara Falls, eru sumir bestu víngarðar/búskapur Kanada. Vínin þaðan eru mörg sérlega góð og eiginlega synd að ekki er hægt að fá þau á Íslandi. (Hef ekki séð nein á ferðum heim)

Kveðjur frá Prince Edward Island, Kanada

Sigga MacEachern (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband