7.7.2007 | 21:03
Landið græna
Þetta er nokkuð merkileg uppgötvun, þó að langt sé um liðið að menn hafi gert sér grein fyrir því að hitastig á jörðinni hefur sveiflast verulega til þegar til lengri tíma er litið. En virðist þó koma í ljós að enn heitara hefur verið á Grænlandi en til þessa hefur verið talið.
En þetta sýnir ef til vill fyrst og fremst hve lítið er vitað um hvernig hitastig á jörðinni hefur þróast og hvað hefur valdið öllum þessum hitabreytingum.
Með þessu vil ég alls ekki gera lítið úr allri umræðunni um "gróðurhúsalofttegundir", en er þó þeirrar skoðunar að áhrif þeirra séu langt í frá sönnuð og líklega ofmetin. Hitt er þó líka ljóst að full þörf er að draga úr loftmengun, enda slíkt andrúmsloft lítt eftirsóknarvert.
Skógar og fiðrildi voru á Grænlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Enda virðist þessi gróðurhúsafirring mest snúast um peninga og viðskiptatækifæri, t.d kolviður.is og önnur viðlíka fyrirbrigði, fá fólk til að trúa eninhverjum gríðarlegum vanda í uppsiglinu, en síðan nokkru seinna geta allir keypt sér frið og hugarró. Þessi uppgvötun verður öruglega gerð tortryggileg, eða afgreidd sem "eðlilegt frávik"
Anton Þór Harðarson, 8.7.2007 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.