Hollt og heilsubætandi

Það var hollt og heilsubætandi, svona í morgunsárið, að horfa á Kimi vinna sætan sigur í Breska kappakstrinum.  Ekki veitti heldur af, því heilsan hefur verið með daprasta móti undanfarna daga, hiti, beinverkir, bólginn háls og hor lekandi úr nefi.  Foringinn hefur þjáðst af sama kvilla og heimasætan fékk nefrennsli.  Aðrir hafa sloppið.

En aftur að kappakstrinum.  Ég hafði þetta sterkt á tilfinningunni, rétt eins og ég sagði í pistli hér í gær, enda held ég að Ferrari sé að "rísa" aftur.  Það hefur líklega hjálpað að vindgöngin í Maranello eru komin í gagnið aftur eftir að hafa verið óstarfhæf um nokkurt skeið.

Svo er það auðvitað umhugsunarvert, að þegar Ferrari hefur tekist að stoppa upplýsingaflæðið frá liðinu vinnast 2. sigrar.  En vissulega gæti verið um tilviljun að ræða.

En kappaksturinn í dag var skemmtilegur á að horfa, Kimi ók vel, sömuleiðis Alonso, Hamilton átti ágætis dag þrátt fyrir mistök, enda líklega enginn nýliði sem væri óánægður með að vera í þriðja sæti og á verðlaunapalli 9. mótið í röð.

En Massa sýndi líka framúrskarandi akstur, stórkostlegt að enda í 5. sæti eftir að hafa þurft að ræsa frá bílskúrsaðreininni.

En vonandi tákna Enski og Franski kappaksturinn að Ferrari eru komnir á beinu brautina og við náum að sýna Mclaren í tvo heimana það sem eftir lifir Formúluársins.


mbl.is Räikkönen hafði betur í taktískri rimmu við Alonso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband