23.1.2022 | 23:13
Veldur Euroið verðbólgu? Tveggja stafa verðbólgutölur á Eurosvæðinu
Nú er "heimsins forni fjandi", verðbólgan kominn aftur á kreik. Það er reyndar ekki langt síðan það mátti heyra sósíalista hér og þar fullyrða að ríkið gæti fjármagnað sig með peningaprentun án þess að nokkur yrði þess var.
En "faraldurinn" færði okkur þau gömlu sannindi að peningaprentun þýðir verðbólga. Skertar flutningalinur þyðir verðbólga. Sé peningamagn aukið án þess að framleiðsla eða framboð sé það sömuleiðis þýðir það verðbólga.
En desember hefur líka fært ökkur þá staðreynd að verðbólga á Íslandi í nýliðnum desember var lægri en á Eurosvæðinu (meðaltal) og í Bandaríkjunum.
Líklega hefa einhverjir ekki átt von á því að lifa slíka tíma.
Nu er reyndar svo komið að finna má tveggja stafa verðbólgutölur á Eurosvæðinu, því verðbólgan var 12% í Eistlandi og 10.7% í Litháen í desember.
Á Íslandi var hún (best er að nota samræmdar mælingar og ´því eru notaðr tölur frá "Hagstofu" Evrópusambandsins hér) 3.9%.
Lægst er verðbólgan á Eurosvæðinu hjá Möltu, 2.6%. Það er sem sé næstum 10 %stiga munur á hæstu og lægstu verðbólgu innan svæðisins.
Það ætti að kveða í kútinn í eitt skipti fyrr öll þá mýtu að verðbólga innan sama mynsvæðis verði áþekk, eða að verðbólg hlyti að minnka á Íslandi ef euro yrði tekið upp (það segir þó ekki að slikt væri ekki mögulegt).
En svo spurningunni í fyrirsögninni sé svarað, er það auðvitað ekki euroið sem veldur þessari verðbólgu, heldur efnahagsaðgerðir og efnahagskringumstæður í mismunandi löndum. Rétt eins og sambandið er á milli efnahagsmála og krónunnar Íslandi.
En það er mikill misskilningur að gjaldmiðill valdi verðbólgu.
En ef að Íslandi hefði tekið upp euro sem gjaldmiðill er auðvitað engin leið að segja hvort að verðbólga væri 12% eins og í Eistlandi, nú eða 5.7% eins og í Þýskalandi. Hún gæti jafnvel verið sú aama og hún er nú, 3.9%.
Nú spá margir því að vaxtahækkanir séu í farvatninu hjá Seðlabönkum heims (flestum) en ýmsir þeirra, þar á meðal Seðlabanki Eurosvæðisins og sá Bandaríski eiga erfiðar ákvarðanir fyrir höndum, sérstaklega Seðlabanki Eurosvæðisins, því vaxtahækkanir hans gætu sett ríki innan svæðisins svo gott sem á höfuðið.
Að ýmsu leiti eru Íslendingar því í öfundsverðri stöðu, vaxtahækkunarferli hafið og skuldastaða hins opinbera enn viðráðanleg.
Enn margt getur farið úrskeiðis.
En það er vissulega umhugsunarefni að upptaka euros skuli enn vera þungamiðja efnahagsstefnu tveggja Íslenskra stjórnmálaflokka.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt 24.1.2022 kl. 15:45 | Facebook
Athugasemdir
Grunnspurningar sem evrusinnar hafa aldrei svarað:
1. Hvar mynduð þið fá 16,3 milljarða evra?
2. Með hverju mynduð þið borga fyrir þær?
Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2022 kl. 19:23
@Guðmdundur, þakka þér fyrir þetta. Ég held nú að meirilhluta "eurosinna" vilji ekki einhliða upptöku, enda hafa margir litið á euroið sem "beituna" til að lokka Íslendinga inn í "Sambandið".
En það er í sjálfu sér ekki svo dýrt að taka upp annan gjaldmiðil. Ég held að seðla/mynt magn í umferð sé ríflega 80 milljarðar ISK. En hvað forðinn þyrfti að vera stór til að vera trúverðugur ætla ég ekki að fullyrða um.
En útflutningshagkerfi Íslands er vel í stakk búið til koma með gjaldmiðilinn inn í landið.
Það er vert að hafa í huga að Ísland yrði langt í frá fyrsta landið til að taka einhliða upp erlendan gjaldmiðil.
Það má líka hugsa sér að "frysta" gengið, sem er ekki ósvipuð aðgerð.
En hvað vinnst með því og hvað það kostar er önnur saga.
En það eru ekki margir stjórnmálamenn að bera saman verðbólguna á Íslandi við verðbólgutölur í Evrópu (sem ýmsir gerðu snemma árs í fyrra og árið 2020).
En slíkur málflutningur hentar ekki nú.
G. Tómas Gunnarsson, 25.1.2022 kl. 15:09
Hafið þið einhverntíma velt því fyrir ykkur hvers vegna sumir Íslendingar vilja taka upp evru og helst ganga í ESB?
Kristján G. Arngrímsson, 26.1.2022 kl. 17:42
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Þetta er eðlileg spurning sem er ekki einfalt að svara, enda næst víst að margar mismunandi skoðanir eru fyrir því að "sumir" Íslendingar vilja ganga í "Sambandið".
Ég reikna að það sama gildi um "suma Íslendinga" sem ekki vilja ganga í "SAmbandið".
Það er mikill misskilningur að mínu mati að um sé að ræða tvo samhennta hópa.
Það sama gilti t.d. um Brexit, hvorugur hópurinn var einsleitur, ef svo má að orði komast.
"Sumir Íslendingar" telja réttast að taka upp dollar. Allir hafa (að mínu mati) sitthvað til síns máls.
En það er hvernig málin eru "vigtuð" sem líklega skiptir ekki síst máli um hvernig afstaðan verður.
Hvernig er t.d. sú staða metin að verðbólga geti verið 12% eins og í Eistlandi en stýrivextir 0%?
Skiptir það einhverju máli hvort að innlend lög og stjórnarskrá séu rétthærri en "Sambandslög"? Um þetta er deilt víða.
Svo eru ótal önnur atriði sem "sumir Íslendingar" hafa mismunandi skoðanir á, eins og í sjálfu sér má telja eðlilegt.
G. Tómas Gunnarsson, 26.1.2022 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.