Lyfjaþróun er sýnd veiði en ekki gefin

Það hefur oft verið talað um "óhóflegan hagnað" lyfjafyrirtækja, en minna um þau lyf sem fyrirtæki eyða jafnvel milljörðum og gríðarlegum fjölda vinnustunda í þróun á, en kemst aldrei á markað.

Ég rakst einmitt á frétt um eitt slíkt tilfelli á vef Vísis í dag.

Þar er fjallað um bóluefni gegn "Kórónuveirunni", þar sem rannsóknir virðast ætla að skila litlum eða engum árangri.

Samt er búið að eyða tugum milljarða af bæði "einka" og opinberu fé til að þróa bóluefnið.

Þannig gerast kaupin oft á þeirri eyri.

Þess vegna er það svo hættulegt að taka "einkaleyfin" af þeim sem ná árangri, og um leið svifta þau fyrirtæki möguleika á því að ná fjárfestingunni til baka.

Rétt eins og sósíalistar eins og Biden hafa lagt til.

Hver vill festa fé sitt í rannsókn sem ef hún bregst þá tapast allt, en ef hún skilar árangri, þá er einkaleyfið tekið af, og allir mega framleiða lyfið?

Ég bloggaði um þetta áður, í færslu sem má finna hér.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það væri óskandi að málið væri svona einfalt. Tilfellið er að lyfjafyrirtæki eyða gríðarlegum fjármunum í markaðssetningu og lobbíisma, í sumum tilvikum meiru en í rannsóknir og þróun. Ef ekki þyrfti að verja svona miklum peningum í að vera í samkeppni við aðra mætti setja meira af fé í rannsóknir og þróun, og þá væntanlega með meiri árangri.

Sum fyrirtækin hafa líka framleitt og selt lyf sem hafa orðið ótölulegum fjölda fólks að aldurtila og kosta gífurlegar þjáningar, sbr. "verkjalyfin" sem hafa drepið fleira fólk í Kanada og USA en skotvopn.

Sum lyfjafyrirtæki eru vel og siðlega rekin, önnur eru alveg eins og sígarettufyrirtækin, reyna að næla í "viðskiptavini" meðal barna og annarra sem erfitt eiga með að taka upplýstar, skynsamlegar ákvarðanir vegna aldurs eða annarra ástæðna.

Þess vegna er full ástæða til að hafa bönd á lyfjaiðnaðinum og engin ástæða til að treysta lyfjafyrirtækjum til að hafa eftirlit með sjálfum sér. Og markaðurinn virðist ekki duga til að þess heldur.

Kristján G. Arngrímsson, 20.6.2021 kl. 12:14

2 identicon

Skil nú ekki alveg hugsunina í því að kalla Biden "sósíalista". Angela Merkel lagðist strax gegn því að þessi leyfi yrðu gerð að almenningseign og Biden virðist vera orðinn fráhverfur hugmyndinni. Ástæðan er auðvitað sú að þetta myndi ekkert hjálpa til í viðureigninni við Covid-faraldurinn.

Þegar Biden tók við forsetaembættinu voru uppi einhver áform um að reisa fleiri verksmiðjur í BNA til að framleiða bóluefni, menn voru svo hræddir um að framboðið yrði ekki nóg. En það var fallið frá því. Meðal annars vegna þess að það tekur 3-4 mánuði að koma upp slíkum verksmiðjum frá grunni. Það var mat manna að það væri gagnlegra að verja opinberu fé í að greiða fyrir framleiðslunni sem þegar er komin í gang, t.d. í samb. við útvegun á hráefnum. 

Anna (IP-tala skráð) 20.6.2021 kl. 21:20

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég efast í sjálfu sér ekkert um að í flestum starfsgreinum megi finna svarta sauði og lyfjageirinn þar ekki undanskilin.

Hvernig markaðssetja fyrirtæki lyfseðilskyld lyf?  Jú, að stærstum hluta með "aðstoð" lækna og annara "vísindamanna" sem æði margir telja að fylgja þurfi "í blindni" nú um stundir, en það er í sjálfu sér önnur saga.

En "börn aðrir sem erfitt eiga með að taka upplýstar, skynsamlegar ákvarðanir vegna aldurs eða annarra ástæðna", eru einmitt "háðari" læknum en flestir aðrir.

Reyndar eru mjög skiptar skoðanir um hve stórt hlutfall af opíóða lyfjum kemur frá "viðurkenndum" fyrirtækjum og hve mikið var smyglað inn frá Kína (ekki síst í gegnum Mexikó) og öðrum löndum.

Síðan koma til lyfjaverslanir í "slæmum höndu" o.s.frv.  Þar með er ég alls ekki að hvítþvo framleiðslufyrirtækin, en málin eru ekki svart/hvít hér frekar en annars staðar.

Það er ekki mörg starfsemi með umfangsmeiri lagabálka en lyfjaiðnaðurinn, né meira eftirlit (víða í heiminum).  En svo koma allir "vísindamennirnir" sem skrifa lyfseðlana, en þeir ku vera undir eftirliti líka, eða hvað?

@Anna, þakka þér fyrir þetta.  Það blasir við mér að Biden hefur lítið komið fram með annað en sósíalískar lausnir.  Því kalla ég hann sósíalista.  Ég get vel skilið að á slíku hafa einstaklingar skiptar skoðanir.

En tillögur um stórkostlegar skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki og "big government" lyktar af sósíalisma í mínum augum.

Sem dæmi er tekjuskattur fyrirtækja í Bandaríkjunum (alríkisskattur) nokkuð svipaður og í Svíþjóð.  Biden vill hækka hann um ca. 7%.

En, það verður að hafa það í huga að í mörgum (ekki öllum) ríkjum Bandaríkjanna bætist við skattur á fyrirtækin. Hæsti skattur á fyrirtæki er 11.5% Í NJ.  Ef alríkisskattur verður hækkaður um 7 %stig, verður skattur á fyrirtæki orðinn í ca. 19 %stigum hærri í NJ en í Svíþjóð.   En líklega verður seint talað um Svíþjóð sem "kapítalíska paradís", þó að Svíarnir leyni á sér.

Af sama brunni er hugmyndin að ekkert sé sjálfsagðara en að svipta fyrirtæki eigum sínum (sbr. einkaleyfi á bóluefnum).  Það væri hægt að tína fleira til, en ég læt þetta duga í bili.

"Sósíalíski" armur Demókrataflokksins virðist vera ráðandi nú um stundir, hvað sem síðar verður.

Staðreyndin er sú að það er ekki hægt að tala um skort á bóluefnum í Bandaríkjunum.

Hvað sem menn vilja segja um Trump, þá byggir árangur Bandaríkjanna í bólusetningum að stærstum hluta á ákvörðunum sem teknar voru í stjórnartíð hans.

https://en.wikipedia.org/wiki/Operation_Warp_Speed

En Biden stjórnin hélt vel á spöðunum eftir að hún tók við, en auðvitað hófst vinnan ekki í janúar síðastliðnum.

G. Tómas Gunnarsson, 22.6.2021 kl. 21:45

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þú grípur stundum til þess í skrifum þínum að gera lítið úr vísindum og vísindamönnum - t.d. hefurðu orðið innan gæsalappa (sem gefa til kynna að orðið hafi kannski ekki mikið innihald) hérna.

En þú útskýrir sjaldan ef nokkurntíma hvað er svona vafasamt við vísindi og vísindamenn - lætur nægja að gefa í skyn að þeir séu nú kannski ekki eins heilagir og alvitrir og viðmælandi þinni álíti.

En enginn álítur vísindamenn alvitra eða vísindi óskeikul. Það er bara með vísindin eins og lýðræðið, þetta er það besta, skv. fenginni reynslu, sem komið hefur fram hingað til. Og það sem meira er, sífelld endurskoðun viðtekinna sanninda er innbyggð í góð vísindi. Ég held að margir sem gagnrýna vísindi og vísindamenn nú í kringum covid og fleira viti ekki alveg hvað vísindi eru þannig að þeir eru að gagnrýna án forsendna.

Svo eitt: veistu hver skrifaði þessa wikipediugrein sem þú vitnar í?

Kristján G. Arngrímsson, 23.6.2021 kl. 11:08

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég setti "" utan um vísindamennina vegna þess að mér finnst margir af þeim sem skrifa út lyfseðlana ekki vera miklir "vísindamenn", en það er mörgum tamt að tala um þá sem slíka þessa dagana og er það að sjálfsögðu frjálst.

Það þýðir ekki að ekki séu til fjöldinn allur af góðum öflugum vísindamönnum, eða að það sé eitthvað vafasamt við þá alla, ekki einu sinni flesta.

Það er einnig, líklega sérstaklega upp á síðkastið, vaxandi tilhneyging til "ákveðinnar þöggunar" innan vísindaheimsins ef svo má að orði komast.

Umfjöllun (eða skortur á henni) um hvort að veiran sé manngerð eður ei, einungis nýjast dæmið um slíkt.  Þegar flestir "meginstraumsmiðlar" taka svo undir, eykst "þöggunarþunginn".  Hvers vegna t.d. þóttust margir hafa "factcheckað" þetta?  Sýnir þetta dæmi ekki t.d. hvað slíkt er lítils virði?

Hvað hafa margir vísindamenn fullyrt að þetta sé hafið yfir vafa?

https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Operation_Warp_Speed&offset=20210317132158%7C1012632301&limit=500&action=history

Hér má finna lista yfir þá sem hafa lagt til umræddrar Wikipediugreinar.  Ég veit að áreiðanleiki þeirra er umdeildur (réttilega), en það er til nóg af öðrum greinum um efnið.  Þessi er hins vegar aðgengileg öllum og á einföldu máli. 

Það sem ég vildi að kæmi fram (t.d. um hvenær verkefnið hófst) er nokkuð skýrt þar og ekki ástæða til að efast um.

G. Tómas Gunnarsson, 23.6.2021 kl. 11:58

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þekkirðu það vel til innan "vísindaheimsins" að þú getir sagt til um hvort þar er að breiðast út þöggunarhyggja?

En það sem þú almennt segir um vísindamenn, hvað þeir eru misjafnir og margir, held ég að breyti svo sem engu um áreiðanleika vísindanna sem slíkra, og flestir gætu sennilega tekið undir með þér. Misjafn sauður í mörgu vísindafé eins og öðru fé.

Staðreyndaathugun er svo auðvitað ekki endanleg frekar en annað í vísindum, það koma sífellt í ljós "nýjar staðreyndir", þ.e. staðreyndir sem ekki hafa verið þekktar fyrr en nú. Þannig að það sem var fullyrt á forsendum fyrirliggjandi staðreynda fyrir ári síðan er kannski úrelt því að fleiri staðreyndir hafa komið fram síðan. Það gæti vel átt við um uppruna veirunnar.

Kristján G. Arngrímsson, 23.6.2021 kl. 18:18

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Stærsti kosturinn við vísindalegar útskýringar, umfram td. Biblíulegar útskýringar, er að vísindin gera ráð fyrir þróun og breytingum, í vísindum er aldrei gert ráð fyrir endanlegum sannleika og óumbreytanleika. 

En það gerir Biblían aftur á móti. Frægast dæmið er jú að maðurinn var skapaður í eitt skiptið fyrir öll af Guði og eðli hans breytist ekki. En samkvæmt vísindalegum útskýringum er allt breytingum háð, líka mannlegt eðli. Og umfram allt mannleg þekking.

Kristján G. Arngrímsson, 23.6.2021 kl. 18:21

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það er að sjálfsögðu rétt að í vísindum (rétt eins og alls staðar annars staðar) eru "sauðirnir" í öllum litum og af mismunandi tegundum.

Bara nú þegar talað er um uppruna "veirunnar" þá hafa komið fram vísindamenn sem fengu "pappíra" sína ekki birta o.s.frv. Markvisst virðist hafa verið gengið fram til að skoðanir þeirra næðu ekki athygli.

"A months long Vanity Fair investigation, interviews with more than 40 people, and a review of hundreds of pages of U.S. government documents, including internal memos, meeting minutes, and email correspondence, found that conflicts of interest, stemming in part from large government grants supporting controversial virology research, hampered the U.S. investigation into COVID-19’s origin at every step. In one State Department meeting, officials seeking to demand transparency from the Chinese government say they were explicitly told by colleagues not to explore the Wuhan Institute of Virology’s gain-of-function research, because it would bring unwelcome attention to U.S. government funding of it."

Þetta er brot úr athyglisverðri grein sem birtist í Vanity Fair nýlega. 

https://www.vanityfair.com/news/2021/06/the-lab-leak-theory-inside-the-fight-to-uncover-covid-19s-origins

Ef eittvað er ekki endanlegt, er býsna langt gengið að segja það "staðreynd", þó að það sé ríkjandi tilgáta á einhverjum tíma.  Því er eðlilegt að geta annarra möguleika.  Þú varst nú stundum að skamma mig í "den" fyrir að geta ekki annarra sjónarmiða, en þetta er mitt blogg en ekki "staðreyndatjékk", á því er mikill munur.

Bíblían kemur málinu ekkert við að mínu mati, en þó má geta þess að "guðsorð" hefur vissulega tekið breytingum í gegnum tíðina og er enn að breytast ef ég hef skilið rétt.  Það koma jafnvel út endurskoðaðar útgáfur af bíblíunni.

En það gerir hana ekki að vísindum.

G. Tómas Gunnarsson, 23.6.2021 kl. 18:42

9 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Miðað við það sem þú vitnar til sýnist mér það aðallega vera bandarísk stjórnvöld sem eru að skipta sér af vísindunum - það er náttúrulega alveg ferlegt þegar pólitíkusar þykjast vera vísindamenn. 

Hitt er svo, að margir vísindamenn eru "falir" fyrir rétta upphæð, það er með þá eins og aðra, en það breytir í sjálfu sér engu um vísindin og vísindalega aðferð.

Svo má bæta við að það sem talið er vera staðreynd í dag getur reynst á morgun ekki vera staðreynd vegna þess að nýjar upplýsingar hafa komið fram. Gerir þetta að verkum að þeir vísindamenn sem komu fram með fyrri "staðreyndina" eru óvandaðir vísindamenn? Nei, að sjálfsögðu ekki. Ekki nema þeir hafi beitt óvönduðum vinnubrögðum, t.d. vegna þrýstings frá stjórnvöldum eða stórfyrirtækjum (t.d. lyfjafyrirtækjum).

Þess vegna er það misheppnuð gagnrýni að segja eitthvað hafa verið "fact checked" sem seinna reyndist ekki vera staðreynd. Það var á sínum tíma skv. ítrustu upplýsingum og þekkingu staðreynd. (Eða leit út fyrir að vera það).

Atlögur stjórnmálafólks, bæði af hægri og vinstri væng, að áreiðanleika vísindanna eru athyglisverður hluti nútímans. Gagnrýnin er að vísu ekki sú sama, en markmiðið er það sama: afneita möguleikanum á hlutlausri þekkingu.

Læt fylgja með hérna tengil á fína grein um þetta:

https://www.spectator.co.uk/article/the-insidious-attacks-on-scientific-truth

Gagnrýnin frá vinstri virðist aðallega vera á þá lund að vísindin viðhaldi feðraveldinu og hagsmunum hinna ráðandi aðila, en gagnrýnin frá hægri virðist aðallega vera á þá lund að vísindamenn séu hallir undir sósíalisma og þykist ætla að hafa vit fyrir öðru fólki. Vegi þannig gegn frelsi einstaklingsins.

Hvort tveggja á sér einfaldlega rót í vanþekkingu á vísindum, myndi ég halda.

Kristján G. Arngrímsson, 23.6.2021 kl. 19:10

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Greinin í Vanity Fair er bara ein af mörgum sem benda í svipaða átt. Bandarísk stjórnvöld (eða ættum við frekar að segja hluti stjórnkerfis þeirra), eru sannarlega ekki saklaus í þessum efnum, né heldur Kínversk og svo mætti áfram telja. 

En ég veit ekki hvort það er nokkuð annað en fé sem fær "vísindin" til að hlýða, í tilfelli Kínverja er líklega um að ræða harðara vald.

"Factcheck" er oft ekkert meira en ákveðið er hvor sá sem gerir "factcheckið" álítur trúverðugan.  Það er ekki eins og t.d. kenningar um uppruni veirunnar hafi verið á rannsóknarstofu hafi ekki verið til staðar.  Þær voru einfaldlega stimplaðar "fringe conspiracy", en síðan breyttist viðhorfið frekar en þekkingin.

Ég held að ég hafi áður vitnað í Kára Stefánsson í þessu sambandi: "Þess vegna er hnattræn hlýnun ekki kenning heldur staðreynd. Það er ósönnuð kenning að maðurinn leggi að mörkun til hlýnunarinnar með lífsháttum sínum. Það er hins vegar búið að leiða töluverðar líkur að því að sú kenning sé rétt. Það er líka ósönnuð kenning að maðurinn geti minnkað hlýnunina með því að breyta lífsháttum sínum. Það er einnig búið að leiða nokkrar líkur á því að sú kenning sé rétt hvort svo sem fyrri kenningin sé rétt eða röng. Það er hafið yfir allan vafa að ef hnötturinn heldur áfram að hitna eins hratt og hann gerir í dag er stutt í að það fari að skerða lífsskilyrði mannsins. Þess vegna er það skylda okkar við börn okkar, barnabörn og komandi kynslóðir að ganga út frá því sem vísu að seinni kenningin sé rétt af því að hitt væri óásættanleg uppgjöf."

Hvað oft hefur verið fullyrt að "kenningarnar" sem Kári nefnir séu "staðreyndir"?

En persónulega get ég tekið undir margt það sem Kári segir þarna, síðan eru auðvitað aðrar kenningar á sveimi.  Síðan spilar inn í mat á trúverðugleika o.s.frv.

En það þarf að gera skýran mun á "líklegum kenningum" og "staðreyndum".

G. Tómas Gunnarsson, 23.6.2021 kl. 19:28

11 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ef þú átt við með "staðreynd" óvéfengjanleg eilífðarsannindi á borð við 2+2=5 þá munu vísindin aldrei komast að slíkum staðreyndum. Einungis stærðfræðin getur það.

Þannig að það er ekki hægt að gagnrýna vísindamenn með því að segja þá ekki komast að jafn óvéfengjanlegum sannindum og stærðfræðinga. Eða öllu heldur, það er gagnrýni sem missir marks.

Kristján G. Arngrímsson, 23.6.2021 kl. 21:16

12 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Og ef það var viðhorfið sem breyttis fremur en þekkingin þá myndi ég segja að þar hafi ekki orðið breyting á vísindalegri afstöðu. Eða að minnsta kosti hafi breytingin ekki orðið á vísindalegum forsendum.

Hljómar frekar eins og hafi orðið pólitísk breyting. Ekkert athugavert við það.

Kristján G. Arngrímsson, 23.6.2021 kl. 21:20

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Enn og aftur virðist skilgreining hugtaka vera "kjarni" deilunnar.  Staðreynd er í mínum huga eitthvað sem hefur verið "staðreynt" og er óvéfengjanlegt.  Hvað er það í þínum huga?

"Peer review" er vissulega gott, en alls ekki það sama svo dæmi sé tekið.

Það er ástæðulaust að gera lítið úr vísindum og þau hafa einmitt staðreynt og staðfest margar kenningar í gegnum tíðina. Það er ekki bara stærðfræði sem getur það.  Aðrar vísindagreinar hafa staðið sig vel í slíku í gegnum tíðina.

Það er ekki þörf á því að gagnrýna vísindamenn fyrir að hafa ekki staðreynt það sem þeir setja fram.  Kenningar geta verið góðar, en það þarf ekki að taka þeim sem heilögum sannleik og sjálfsagt að hlusta á aðra sem hafa kenningar í aðrar áttir, eða svipaðar, en ekki þó eins.

En eftir sem áður er aðeins um "líklegar kenningar" að ræða.

Ef við ræðum til dæmis um kenningar um uppruna "veirunnar" er auðvitað ekki nema að hluta til um vísindi að ræða, heldur einnig "rannsóknarlögregluvinnu", en hún getur í sjálfu sér verið vísindi.

Komust við einhvern tímann að hinum endanlega sannleik í því máli?  Ég efast um það, en það er ekki útilokað.

En það getur verið að ég telji eina kenningu líklegri en aðra.  Þú aðhyllist ef til vill aðra kenningu.

Hvorug kenningin er staðreynd og við getum rifist lengi (ef ekki án enda) um hvor er líklegri.  Síðan kemur í ljós að kenningin sem ég aðhylltist getur ekki staðist.  Það gerir það ekki að verkum að kenningin sem þú valdir sé staðreynd.  Hafi hún ekki verið sönnuð, er hún enn bara kenning.

Ég höld að flest okkar (ef ekki öll) hafi á einum tíma eða öðrum gengið full frjálslega um hugtakið staðreynd.  Það gerir það ekki sjálfsagt eða rétt.

Svo sveiflast hins vegar skoðanir fjöldans (hvort sem er almennings eða vísindamanna) og þessi eða hin kenningin nýtur hylli.  Það gerir hana heldur ekki að staðreynd.

"Staðreyndatjékkarar" geta vissulega varpað betra ljósi á ýmis mál.  T.d. hvort að þessi eða hinn hafi sagt þetta eða hitt, því upptökur eru jú oftast til nú orðið.

En þeir eiga ekki, frekar en aðrir, að segja það sem er talið líklegt staðreynd.

Svo er hægt að setja fram skoðanir.  Það geri ég reglulega á blogginu mínu.  Ég vitna í skoðanir sem styðja skoðanir mínar.  Það má heldur ekki rugla því saman við staðreyndir.

Í nýjustu færslunni minni vitna ég í frétt, sem segir frá því að göturnar í Tallinn séu oft "þvegnar", en ég leyfi mér ekki að segja að það sé ástæðan fyrir því að loftgæðin séu betri í Tallinn en í Reykjavík.

En það getur vissulega verið hluti ástæðunnar.  En er ekki staðreynd.

G. Tómas Gunnarsson, 23.6.2021 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband