Breski Íhaldsflokkurinn hlýtur umtalsverðan skell í aukakosningum

Aukakosningar voru haldnar í Breska kjördæminu Chesham and Amersham í gær.  Þingmaður kjördæmisins, Dame Cheryl Gillan sem hefur þjónað umdæminu síða 1992, lést nýverið.

Allir þingmenn kjördæmisins, allt frá stofnun þess 1974, hafa komið frá Íhaldsflokknum.

Þangað til nú.

Nú vann frambjóðandi Frjálslyndra demókrata, Sarah Green stórsigur, hlaut 56.7% atkvæða og jók atkvæðahlutfall flokksins (frá kosningum 2019) um 30.4 prósentustig.  Atkvæðahlutfall Íhaldsfloksins skrapp saman um 19.9 prósentustig, og hlaut flokkurinn 35,5% atkvæða.

Verkamannaflokkurinn galt einnig afhroð, hlaut einungis 622 atkvæð eða 1.6% atkvæða (samanborið við 12,9% 2019).  Það mun vera lakasta útkoma í aukakosningum í sögu flokksins.).

Niðurstaðan er auðvitað ákveðinn skellur fyrir Boris Johnson og ríkisstjórn Íhaldsflokksins, tap í aukakosningum sem þessum þykir benda til ákveðinnar óánægju.

En þó segir þessi niðurstaða ekki alla söguna, eins og stundum vill verða er kosningaþátttakan stórum minni en í kosningunum 2019, fellur úr 76,8% í 52,1%, eða um 24.7 prósentustig.

Það má lesa vangaveltur um að aukin áhersla Íhaldsflokksins í "norðrinu" hafi valdið því að kjósendum í "suðrinu" hafi þótt þeir afskiptir.

Einnig hefur verið í umræðunni að andstaða við lagningu hraðlestar (HS2) hafi valdið því að kjósendur Íhaldsflokksins hafi viljað koma óáægju sinni á framfæri og ýmist kosið Frjálslynda demókrata eða setið heima.  Þingmaður Íhaldsflokksins í umdæminu hafði barist hart gegn núverandi skipulagi hvað varðar teinalagningu.

Það hefur líka heyrst að frestum Johnson á "opnun" Bretlands sem tilkynnt var þann 14. júní, hafi hugsanlega haft sín áhrif.  Sú ákvörðun enda umdeild bæði innan Íhaldsflokksins sem utan.

Það ber að varast að lesa of mikið út úr niðurstöðum aukakosninga sem þessarar, en það má hæglega líta á þær sem viðvörun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Lockdown."

Já... Bretinn á eftr að muna þetta.

Það er alveg vitað hvað veldur því að verkamannaflokkurinn missir fylgi.  Nú er bara að sjá hvort nýir spilarar græða á þessu.

Þeir ættu að gera það.

Kjósendur þarna hafa val um kommúnista og barnageldara annars vegar, og menn sem vilja halda öllum innandyra að viðlagðri refsingu hinsvegar.

Það þarf bara einhver að bjóða betur.  Einfalt, sýnist mér.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.6.2021 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband