18.6.2021 | 16:36
Heiðarleiki eða hroki?
Ég hef séð umræður um þá yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar að hann muni ekki taka sæti neðar á lista en 1. sætið og eðlilega eru skiptar skoðanir á slíku.
Ég get í rauninni sagt að ég sjálfur hafi "klofnar" skoðanir til slíks.
Annars vegar lýtur það aldrei skemmtilega út að "hætta að leika", ef leikurinn fer ekki akkúrat í þá átt sem viðkomandi vill.
En hins vegar er það mun heiðarlegra að segja frá slíkum ákvörðunum fyrirfram en að hverfa á braut að prófkjöri loknu.
En hvort að Haraldur hafi ástæðu til þess að líta svo á að honum hafi verið hafnað, ef leikar enda svo að hann verði í öðru sæti, er líka annað mál.
En þátttakendur prófkjörinu vita þó að hverju þeir ganga hvað afstöðu Haraldar varðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.