18.5.2021 | 21:53
Ríki óttans?
Bókin "A State Of Fear" kom út í Bretlandi í gær, 17. maí. Þar fjallar höfundurinn Laura Dodsworth um hvernig stjórnvöld í Bretlandi hafi skipulega vakið ótta hjá þjóðinni til að fá hana til að sætta sig við harkalegar aðgerðir gegn "veirunni", svokallaðar "lockdowns".
Ég hef ekki lesið bókina, en hún virðist vekja all nokkra athygli.
Tilvitnanir í hana eru nokkuð sláandi, s.s.:
"Another said: Without a vaccine, psychology is your main weapon Psychology has had a really good epidemic, actually.
As well as overt warnings about the danger of the virus, the Government has been accused of feeding the public a non-stop diet of bad news, such as deaths and hospitalisations, without ever putting the figures in context with news of how many people have recovered, or whether daily death tolls are above or below seasonal averages.
Another member of SPI-B said they were "stunned by the weaponisation of behavioural psychology" during the pandemic, and that psychologists didnt seem to notice when it stopped being altruistic and became manipulative. They have too much power and it intoxicates them"."
Í þessu sambandi er t.d. fróðlegt að velta fyrir sér hvernig hugmyndir stór hluti almennings hefur um "veiruna" og hvernig hún hefur herjað á heimsbyggðina.
Hvað skyldu margir geta nefnt það lands sem hefur þurft að þola flest hlutfallsleg dauðsföll?
Hvar í þeirri röð skyldu t.d. Bandaríkin vera? En Bretland? Svíþjóð? Indland?
Hvað hefur stór hluti jarðarbúa látist úr þessum "bráðsmitandi sjúkdómi", á því rúmlega ári sem hann hefur "geysað"?
Hvað skyldu mörg af þeim löndum á "top 20" þar sem hlutfallslega flestir hafa látist vera í Evrópu? En N- og S-Ameríku? Í öðrum heimsálfum?
Hver verða "eftirköstin"? Hvernig er andlegi þátturinn? Sá efnahagslegi? Hvernig hefur yngri kynslóðin það? Þó nokkur hluti hennar víða um lönd hefur ekki stigið fæti inn í skóla í meira en ár.
Hvað margir hafa bugast af ótta og hræðslu?
Enn er auðvitað of snemmt að segja til um það.
Sumir eru hræddari en tali tekur við "veiruna", aðrir óttast ekkert meira en bólusetningar. Hvorugt er góð fylgd í lífinu.
Hræðilegar fréttir selja er oft sagt. Því mótmæli ég ekki. En þeir sem kaupa fá oft "köttinn í sekknum".
P.S. Bretland hefur ákveðið að skipa óháða nefnd til að yfirfara viðbrögð við "veirunni". Það verður fróðlegt að sjá hennar niðurstöðu.
Ég held að slíkrar nefndarskipunar sé þörf í fleiri löndum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Heilbrigðismál, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 22:04 | Facebook
Athugasemdir
Miðað við lýsinguna er bókin ekki merkilegur pappír. Spurningarnar gefa sér forsendur sem ekki eru réttar og lesendum ætlað að mynda sér skoðun útfrá spurningunum. En spurningarnar eru þróuð útgáfa af "ert þú hættur að lemja konuna þína?".
Það vill svo til að svörunum er auðvelt að fletta upp og aðgerðir stjórnvalda vel skrásettar. Svörin liggja á lausu og því spurningarnar óþarfar. En spurningaformið býður upp á að afvegleiða fólk á mikið áhrifaríkari hátt en að ljúga upp í opið geðið á þeim. Spurningin fær lesandann til að finnast hann hafa fundið eitthvað, að hann hafi uppgötvað eitthvað og komist að niðurstöðu við það eitt að lesa spurninguna. Það eru hans verðlaun. Og lesandinn er tregur til að viðurkenna að niðurstaða hans hafi verið röng og það sem hann fann alger þvæla. Og ekki vill hann að neinn taki af honum verðlaunin. Þetta áróðursbragð virkar mjög vel á fólk með litla menntun og greind undir meðallagi.
Vagn (IP-tala skráð) 19.5.2021 kl. 03:25
@Vagn, þakka þér fyrir þetta. Þú ert farinn að hljóma eins og útgáfa af "Bjarnfreðarsyni", þeim ágæta eltihrelli. Farinn að tala um fólk undir "meðalgreind" o.s.frv.
Merkilegt nokk, þá hafa flestar rannsóknir sýnt fram á að þó nokkur meirihluti einstaklinga telur sig yfir meðalgreind, en það er önnur saga.
Það er einfalt að fletta upp svörum við flestum þeim spurningum sem má finna hér að ofan.
Þó hafa þau ekki komið svo víða fram. Ef til vill vegna þess að þau þykja ekki merkileg, eða þau eru ekki talinn "henta í myndina", ef til vill út af einhverju sem ég hef ekki hugmynd um.
https://www.worldometers.info/coronavirus/ Þessi síða sem virkar eins og góður Excel veitir svör við þeim flestum, t.d. spurningu eins og hvað hátt hlutfall jarðarbúa hafa látist af völdum Covid-19.
(En það verður að hafa í huga að enginn töflureiknir er betri en þær upplýsingar sem rata inn í hann).
Þó hafa skoðanakannanir gjarna leitt í ljós að margir ímynda sér mun hærra hlutfall, einnig þegar rætt er um t.d. hlutfall þeirra sem látast af smituðum, meðalaldur þeirra sem látast o.s.frv.
Hér er ein þeirr (UK) frá nov. síðastliðinn ConservativeWoman_SavantaComRes_COVID-19-Poll_Tables_161120.pdf (netdna-ssl.com)
Þetta er ef til vill ekkert ósvipað og margir telja umhverfi sitt svo þjakað af glæpum að til algerra vandræða horfi. Vissulega á það við í sumum tilfellum en algengara er að "sýnin" hafi skekkst.
Persónulega tel ég ástæðu til að fagna ef spurningar eru settar fram og svara leitað.
En aðrir eru auðvitað þeirrar skoðunar að "pöpulnum" og "fólki undir meðalgreind" fari betur að hlýða.
G. Tómas Gunnarsson, 19.5.2021 kl. 12:01
Án þess að ég ætli að saka nokkurn mann um greindarskort er ég ekki viss um að það sé allskostar rétt að það hafi þurft stjórnvöld til að hræða bresku þjóðina.
Og jafnvel þótt allt hefði verið sett í tölulegt samhengi eru litlar líkur á að það hefði nokkru breytt. Lítum á það að flughræðsla er mjög útbreidd, og margfalt algengari en bílhræðsla, en samt gengur maður undir manns hönd við að útskýra fyrir flughræddum að það er tölfræðilega næstum ómögulegt að deyja í flugslysi. Aftur á móti eru líkurnar á að deyja í bílslysi margfalt meiri.
Þessar upplýsingar, sem beinlínis er haldið að fólki, breyta engu um hræðsluna.
Að óttinn hafi verið "weaponised" er náttúrulega bara hýperbóla til þess gerð að selja bækur. Hvað ætli hafi margir dáið úr hræðslu við Covid? Svona samanborið við hversu margir hafa dáið úr Covid?
Hvað ætli óttaáróður breskra stjórnvalda hafi bjargað mörgum mannslífum? Það verður auðvitað aldrei vitað, en má alveg spyrja að því vegna þess að það er alveg raunhæfur möguleiki að svo hafi verið.
Sem kunnugt er þá er óttinn sú hvöt manneskjunnar sem hefur haldið lífi í tegundinni. Þeir forfeður okkar sem voru ekki hræddir við neitt voru drepnir af því sem þeir óttuðust ekki.
Kristján G. Arngrímsson, 19.5.2021 kl. 16:04
Var að byrja á þessari bók í gærkvöldi. Virðist hún mjög áhugaverð, í það minnsta við fyrstu sýn.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.5.2021 kl. 16:49
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Flughræðsla er yfirleitt flokkuð sem "phobia" eða "disorder". Hún er auðvitað misalvarleg og líklega gildir það sömuleiðis um "veiruhræðslu" eða "sjúkdómahræðslu" almennt, sem er líklega nokkuð útbreidd.
Það er ómögulegt að segja til um hvað sóttvarnaraðgerðir kunna að hafa bjargað, eða hvort þær fleiri hefðu látist ef þær hefðu verið vægari. Það er enginn hliðarveruleiki sem slíkt er mælt í.
Við vitum að spádómar um fimm hundruð þúsund dauðsföll í Bretlandi hefur ekki raungerst.
Hvað hafa margir látist vegna hræðslu við Covid, eða eiga styttra líf fyrir höndu vegna hennar, er heldur ekki vitað.
Það er heldur ekki vitað hver langtímaáhrif vegna atvinnuleysis og versnandi geðheilsu eiga eftir að verða. Ef til vill mun það aldrei koma í ljós.
En það er alveg rétt hjá þér að það er rétt að setja fram spurningarnar, jafnvel þó að svörin séu vandfundin.
En SPI-B , en höfundurinn virðist hafa rætt við meðlimi þess hóps, er undirhópur í aðgerðahópum stjórnvalda. Þeir virðast, þ.e.a.s. sumir þeirra, hafa furðað sig að þeim aðgerðum sem stjórnvöld gripu til.
https://www.instituteforgovernment.org.uk/explainers/sage
Auðvitað er hægt að afskrifa allt með því að segja að það þurfi að "selja bækur", og á ég því ekki von á því að sjá nokkra tilvitnun frá þér í bækur í framtíðinni.
Það er tvennt ólíkt Kristján, að finna til ótta eða að láta óttann stjórna lífi sínu.
Ég held að þeir "óttaslegnu" hafi verið það sem skilaði mannkyninu áfram, þvert á móti. En það að vera varkár er oft misskilið sem hræðsla.
@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Hef ekki keypt bókina enn þá, hef enda lítinn tíma fyrir lestur akkúrat núna. Reikna þó með að kaupa hana fljótlega.
G. Tómas Gunnarsson, 19.5.2021 kl. 18:15
Hvenær verður hræðsla að fóbíu? Þegar hún fer að hafa "lífsgæðaskerðandi" áhrif. Sjúkdómafóbía (bæði ímyndunarveiki og "alarmism") er vísast mjög útbreidd en mismunandi alvarleg þó. Spurningin er hvort óttaútbreiðsla stjórnvalda varð lífsgæðaskerðandi eða lífsbjörg. Vísast mismunandi frá einum til annars.
En hvað vakti fyrir stjórnvöldum? Ef það var að fækka dauðsföllum eftir sinni bestu getu þá má segja að þetta hafi verið réttlætanlegt. Eða vakti eitthvað annað fyrir þeim?
Mig minnir að það hafi verið ítalskur heimspekingur, Antonio Gambo-eitthvað, sem hélt fram svipaðri gagnrýni í byrjun faraldursins á Ítalíu. Hann sagði stjórnvöld svipta fólk frelsi frammi fyrir flensufaraldri. Hann reyndist hafa afskaplega rangt fyrir sér því að ég held að flestir fallist á það núorðið að þetta var/er skæðara en venjuleg flensa.
En hvað á að gera við allar þessar ósvaranlegu spurningar? Allar þessar ósannanlegu fullyrðingar? Allt þetta tal undir rós?
Ef ég má spyrja aftur: hvað vakti fyrir stjórnvöldum með þessum "óttahernaði"? Að fækka dauðsföllum eftir sinni bestu getu? Eða vakti eitthvað annað fyrir þeim? Bara svipta pöpulinn frelsi af því að tækifæri gafst til?
Kristján G. Arngrímsson, 19.5.2021 kl. 19:41
Ég set kannski eitthvað inn á bloggið þegar ég hef lokið við bókina. Og þakka þér kærlega fyrir að vekja athygli á henni. Ég sé á Amazon að hún er að fá mjög góðar viðtökur. Það er ákaflega áhugavert að kynna sér greiningu á þessu ástandi út frá sálfræðilega vinklinum, það hefur ekki verið skrifað mikið um hann af neinni dýpt, en mér sýnist að hér sé kærkomin umfjöllun um hann.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.5.2021 kl. 19:41
Ítalski heimspekingurinn er Giorgio Agamben. Hann var raunar fremur sannspár um alvarleika pestarinnar þarna alveg í blábyrjun, enda komið í ljós fyrir löngu að dánarlíkurnar eru 0,15% en ekki 3,4% eins og trúað var í upphafi, og varð til þess að farið var út í aðgerðir sem eiga eftir að verða milljónatugum, jafnvel hundruðum að fjörtjóni.
Toby Green, sem var einmitt um daginn að gefa út mjög góða bók um þetta efni, "The Covid Consensus", segir mér að Agamben sé að vinna að nýrri bók þar sem hann setur þetta í samhengi við kenningar sínar um undantekningarástand og útilokun. Agamben er raunar einn almerkasti meginlandsheimspekingur nútímans og verk hans, "Homo Sacer" og "State of Exception" eru mikilvæg grundvallarrit. Steinar Örn Atlason hefur þýtt smávegis og skrifað um Agamben í tímaritið Hug.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.5.2021 kl. 22:13
Eru þetta dánarlíkur með eða án sóttvarna?
Eru áreiðanlegar tölur um andlát af völdum Covid fyrirliggjandi t.d. í Indlandi?
Gat Agamben (afsakaðu að ég klúðraði nafninu hans) reiknað þessar líkur út þarna í blábyrjun eða sá hann þetta bara sisona í hendi sér?
Kristján G. Arngrímsson, 19.5.2021 kl. 22:29
Dánarlíkur með eða án sóttvarna? Hvað áttu við? Þetta hlutfall þeirra sem deyja af þeim sem smitast. Þetta hlutfall er hærra á Vesturlöndum en lægra í þróunarlöndum. Sóttvarnir koma því út af fyrir sig ekki mikið við.
Indland og áreiðanlegar tölur er svolítið eins og olía og vatn. Á síðasta ári virðist þó pestin hafa verið mjög væg þar, en það hefur heldur betur breyst því miður.
Agamben skrifaði fyrst um þetta í febrúar þegar afar lítið var vitað og byggði bara á því litla sem þá lá fyrir. Væntanlega hefur hann verið að nota tölur frá skemmtiferðaskipunum, og þær virðast hafa verið frekar góð vísbending. Það að hann hafi hitt bærilega á rétt hlutfall var samt örugglega frekar heppni en nokkuð annað. En, amk. þá reyndist hann sannspár.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.5.2021 kl. 23:02
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég held að flestir líti og hafi litið á Covid sem eitthvað hættulegra fyrirbæri en "árlegu flensuna". Það þýðir reyndar ekki að "flensan" hafi ekki átt hættuleg ár. Jafnvel hættulegri en þau sem við erum að upplifa nú.
Árið 1957 kom upp flensa. Talið er að allt að 4. milljónir hafi látist. Enginn veitt það þó fullkomlega, lægstu tölur eru nefndar í kringum milljón. Það var ekki verið að "stressa" sig um á þessu.
Árið 1968, kom "Maóflensan", aftur er talið að allt að 4 milljónir hafi látist, en lægri talan er í kringum milljón. Hljómar eins og endurtekið efni, ekki sagt.
Þá var talið að allt að helmingi vinnufærra Frakka hefði lagst í rúmið og líkin hrönnuðust upp svo ört í Berlín að þeim var staflað í neðanjarðarlestagöng þar.
Þó er almennt talið að dauðsföll hafi orðið mun færri en útlit hefði verið fyrir 1968, vegna þess hve hratt bóluefni komu til sögunnar.
Það tók ekki nema u.þ.b. 4. mánuði að koma bóluefni á markað.
Árið 1977 var svo Rússneska flensan (sem er talin hafa byrja í Norður-Kína). Það voru ekki nema 700.000, sem talin eru hafa látist.
En 1978, kom "Rússneska flensan" til Bandaríkjanna, herjaði þar fyrst og fremst í framhaldsskólum og var dánartíðnin (á meðal þeirra sem veiktust) fyrst í kringum 70%. En svo gott sem enginn yfir 26 ára aldri veiktist, líklega vegna þess að þeir höfðu að mótefni gegn flensustofninum.
Merkilegt nokk, man ég aldrei eftir að hafa heyrt um þessa flensu fyrr en núna nýlega, eftir að Covid umræðan komst á flug.
Þegar rætt er um "sálfræðihernað" og önnur viðbrögð gegn "veirunni" er ég alls ekki að segja að um "malicious intend" hafi verið að ræða.
Ég er ekki að segja að vísindamaðurinn sem spáði fyrir um 500.000 dauðsföll í Bretlandi hafi haft það að markmiði að valda eins miklu tjóni og hann gæti.
En það sýnir einnig að það getur verið varhugavert að spyrja: "Hve hátt", þegar vísindamenn segja "jump".
En hversu auðvelt er að "bakka"? Hversu auðvelt er að taka "nýjan kúrs"?
Hversu auðvelt er að segja, "Ég tók líklega ranga ákvörðun og jók á efnahagslega erfiðleika okkar, en ég vona að þið erfið það ekki við mig í næstu kosningum"?
Daglega eru birtar tölur um þá sem hafa sýkst og þá sem hafa látist (það er reyndar deilt um tölur eins og oft áður, t.d. muninn á því að látast af völdum Covid og með Covid).
En aðrar tölur t.d. um lokanir fyritækja, ásókn í sálfræðiþjónustu, gjaldþrot, geðheilsu skólakrakka, skuldaaukningu ríkisins o.s.frv. eru vissulega ekki leyndarmál, en fá langt í frá sömu athygli.
Skyldi það mynda "freistnivanda" fyrir stjórnmálamenn?
Þegar þú spyrð um hvort að "sóttvarnir" séu reiknaðar inn í dánarlíkur verður þú að segja hvaða sóttvarnir.
Svíþjóð er t.d. með í kringum 50% fleiri Covid tilfelli en Bretland, miðað við höfðatöluna sem við Íslendingar þekkjum svo vel. En miðað við höfðatöluna hafa mun færri látist í Svíþjóð.
Samt held ég að enginn haldi því fram að sóttvarnaraðgerðir hafi verið vægari í Svíþjóð.
Svo halda sumir því fram að dauðsföll í Bretlandi séu ofmetin um allt að 25%.
Harka sóttvarnaraðgerða og hlutfallsleg dauðsföll fara heldur ekki saman á milli ríkja í Bandaríkjunum.
Ef til vill eru einhverjir aðrir kraftar að verki?
@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Hefði gaman að lesa um álit þitt á bókinni. Persónulega finnst mér "sálfræðivinkillinn" á Covid áhugaverðari en margir aðrir.
Kemur líklega meira inn í söguna eftir því sem á líður.
G. Tómas Gunnarsson, 19.5.2021 kl. 23:30
En hvernig er hægt að vita dánarlíkur þegar ekki liggur fyrir hversu margir hafa smitast og hversu margir hafa dáið úr Covid eða með Covid? Hvað er að marka tölfræði sem byggist á mjög ónákvæmum tölum?
Án sóttvarna væru þessar tölur ennþá óljósari því að stór hluti sóttvarna er jú að fylgjast með því hverjir smitast og hverjir smita.
Talandi um Covid-ótta þá held ég að hann birtist ekki síst í óraunhæfum staðhæfingum um meinleysi veirunnar, staðhæfingum sem byggjast oftar en ekki á óraunhæfri tölfræði. Þessar staðhæfingar eru til þess gerðar að komast undan óvissunni sem yfirþyrmandi og því ógnvekjandi þannig að fólk lýgur að sjálfu sér og öðrum til að fá smá öryggistilfinningu. Það er jú vel þekkt að sjálfsblekking er oftar en ekki til þess gerð að róa hugann. Segja við sjálfan sig: þú þarft ekki að óttast, þetta verður allt í lagi. (sjáðu bara tölurnar)
Kristján G. Arngrímsson, 20.5.2021 kl. 00:13
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það er engan veginn hægt að fullyrða um hvert dánarhlutfall þeirra sem smitast er, því 100% vitneskja um fjölda smitaðra er vissulega ekki til staðar.
Eins og í mörgum öðrum tilfellum er notast við það sem er til staðar, því hinn endanlegi sannleikur (hvað margir hafa smitast) verður aldrei til staðar.
En með því að notast við þekktan fjölda smita má segja að nokkurn veginn hæsta mögulega hlutfall fáist, því þó að möguleiki sé á að einhver dauðsföll fari "undir radarinn", eru þau almennt talin fá (á Vesturlöndum) og margir vilja meina að þau séu oftalin.
En margir sem smitast "sleppa" líklega við talningu.
Nákvæmlega eins og það er engin vissa um hve margir smitast af flensu á hverju ári.
Engan hef ég séð halda fram meinleysi veirunnar.
Út af hverju eru hlutfallslegar smittölur (miðað við fólksfjölda) í Svíþjóð mun hærri en í Bretlandi? Út af hverju eru hlutfallsegar dánartölur (miðað við íbúafjölda) hærri í Bretlandi en Svíþjóð?
Þú meinar að fólk vilji draga úr sóttvarnaraðgerðum til þess að fullvissa sig um að það sé ekkert að óttast? Örlítið skrýtin röksemdafærsla, en athyglisvert að sjá hana setta fram.
En auðvitað er það staðreynd að t.d. flensurnar 1957 og 1968 voru jafn illvígar og Covid ef ekki illvígari.
Það þarf að hafa í huga að íbúafjöldi jarðar var undir 50% af því sem hann er nú.
Hvað skyldu nú stórt hlutfall Svía (þar sem vægar sóttvarnaraðgerðir voru viðhafðar) hafa smitast af þessari "drepsótt" sem hefur "geysað" í u.þ.b. 15 mánuði? Opinberar tölur segja rétt undir 10%.
Sjálfsagt má hugsa sér að smitin séu fleiri.
Hlutfallslega er Svíþjóð á top 10 yfir flest smit. Í 9. sæti með Bandaríkin í því 10 (opinberar tölur).
Hlutfallsleg dauðsföll af íbúum skila Bandaríkjunum í 18 sæti og Svíþjóð í 33. Það er varhugavert að draga stórar ályktanir af þvi, en þó er freistandi að halda því fram að heilbrigðiskerfi landanna hafi staðið sig þokkalega.
Það má alltaf óttast það að deyja, en staðreyndin er sú að fyrir miðaldra kall sem þykir rautt kjöt gott, fílar rauðvín og bjór, hreyfir sig of lítið og er heldur í yfirvigt, eru miklu meiri líkur á því að deyja úr hjartavandræðum en Covid.
En hræðslan við slíkan dauðdaga (ef hún er til staðar) fær þó fæsta okkar til að breyta um mataræði, drekka minna vín og bjór, hreyfa sig meira eða losa okkur við aukakílóin.
En jafnvel þeir sem eru hræddir við þetta allt saman lifa í raun ekkert lengur.
G. Tómas Gunnarsson, 20.5.2021 kl. 00:56
Enn einn óvissuþátturinn sem hafa verður í huga er að sóttvarnaaðgerðir af hálfu hins opinbera eru eitt, hvað almenningur gerir með þær er svo annað. Þannig að það er sosum ekki neitt afgerandi uppúr því að hafa að bera saman virkni sóttvarnaaðgerða í tveim löndum því að þótt yfirvöld þar hafi gert eitthvað svipað er alls ekki víst að "hlýðnin" hafi verið svipuð.
Að ég sé að meina að fólk vilji draga úr sóttvarnaraðgerðum til að fullvissa sig um að ekkert sé að óttast er misskilningur hjá þér. Kannski var eitthvað óljóst það sem ég skrifaði (eða þú last það ekki vel). Ég meina auðvitað að fólk noti tölfræði til að benda á að veiran sé meinlausari en almennt er talið og að sóttvarnaraðgerðir séu því óþarflega strangar.
Til að slá á eigin ótta notar fólk vafasama tölfræði sem hentar þess eigin sjálfsblekkingu. En það eina sem rauverulega er hægt að fullyrða í ljósi staðreynda er hvað óvissan um þessa "flensu" er alger. Og það er þessi óvissa sem fólk er að forðast vegna þess að óttinn er við óvissuna. Fólk notar því tölfræði til að forðast óvissuna sem það á erfitt með að höndla, en þar með ýtir það frá sér raunveruleika faraldursins, sem einkennist fyrst og fremst af óvissu.
Talandi um sálfræði þá er til sálfræðihugtakið "óvissuþol" og það er hægt að mæla. Ég á við að fólk fullvissi sig um að það sé ekkert að óttast af því að það hefur lítið óvissuþol.
Þú nefnir hræðslu, ég held að það sé nefnilega alrangt hjá þér að hræðslan við að deyja úr hjartasjúkdómum fái fæsta til að breyta mataræði, hún hefur áhrif á mjög marga. Og hitt er líka rangt að þeir sem eru hræddir lifi ekki lengur. Eða hefur ekkert dregið úr dauðsföllum af þessum völdum?
Athyglisverð líka framsetningin hjá þér með að hættan á að deyja úr Covid sé minni hjá miðaldra körlum en að deyja úr hjartasjúkdómum - þarna ertu svo sannarlega að fylgja ráðum Megasar um að "svo megi böl bæta að benda á annað verra."
Það er líka virkilega mikið notuð "rökræðuaðferð" í bardaganum við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda.
PS: Er ekkert til í þeirri tilfinningu sem ég hef að bardaginn gegn sóttvarnaraðgerðum eigi sér fyrst og fremst pólitískar rætur og að fólk sem beitir sér gegn þeim telji yfirvöld einfaldlega vera að nýta sér ástandið til að stjórna lýðnum?
Kristján G. Arngrímsson, 20.5.2021 kl. 09:40
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Persónulegar sóttvarnir eru líklega það mikilvægasta í þessu samhengi. Margir hafa bent á það, oft við lítinn fögnuð.
En víða um lönd, s.s. í Bretlandi sem er það sem þessi umræða hófst um, hafa verið í gildi "drakónískar" sektir og hótanir um refsingar. Það er eitt af því sem gagnrýnt hefur verið.
Þar var hægt að sekta einstaklinga fyrir það eitt að vera á götunum.
https://www.bbc.com/news/explainers-52106843
https://www.reuters.com/world/uk/follow-lockdown-rules-or-face-punishment-says-uk-interior-minister-2021-01-21/
https://www.theguardian.com/world/2021/feb/25/covid-fines-surge-in-england-and-wales-as-police-adopt-hardline-approach
Það má segja að það sé rökrétt, því hver er tilgangurinn með öllum þessum lagasetningum ef ekki á að framfylgja þeim?
Ég hef séð ýmsa nota samanburðartölfræði hvað varðar Covid og aðrar pestir. Alltaf hefur það verið til þess að benda á að að of langt hafi verið gengið í boðum og bönnum hvað varðar sóttvarnir.
Finnst þér það benda til þess að það sé vegna hræðslu? Eru þeir ef til vill fullvissir um að ekkert verði gert með það sem þeir segja?
Mér skilst að lækningin við lágu óvissuþoli sé m.a. að fara í tvíræðar og óútreiknanlegar aðstæður. Er það ekki sem boðið er upp á "í dag"? Engin veit neitt fyrr en yfirvöld koma fram með tilskipanir sínar?
https://kms.is/almenn-kvidharoeskun/
Ég ætla ekki að segja til um hvað margir breyta um mataræði út af hræðslu við hjarta og æðarsjúkdóma.
En það hefur lítið dregið úr þeim og öðrum "lífstílssjúkdómum", ef það hefur ekki frekar verið í hina áttina. Einhver sagði að við deyjum orðið flest úr velmegun (í hinum Vestræna heimi).
En ef til vill verður settur upp sjónvarpsþáttur í framtíðinni þar sem ábúðarmikið fólk (þú sérð hvað ég er að verða WOKE) segir frá hvað margir hafi greinst með hjarta og æðarsjúkdóma þann daginn og hvað margir hafi látist.
Þeir verða sektaðir sem ekki borða hafragrautinn sinn (sem er óæti - persónuleg skoðun), eða klárað hlaupakvótann.
Ekki viljum við sliga heilbrigðiskerfið? (Í bókstaflegri merkingu).
Líklega vakna ég sveittur upp í nótt eftir að þessi martröð yfirtekur drauma mína.
En hjarta og æðasjúkdómar smitast ekki, nema hugsanlega með mataræði. Samanburður þar á milli er því ekki fyllilega sanngjarn.
En það er ótrúlegt hve margir halda að Covid hafi tekið yfir sem helsta orsök dauðsfalla í heiminum.
Enda sífellt verið að "hamra á hugum fólks" með háum tölum.
Ég veit ekki með pólítísku ræturnar, mér sýnist það nú vera alla vegna. En hitt er ekki ólíklegt að margir þeir sem almennt vilja minni ríkisafskipti óttist að "ísinn" hafi verið brotinn og minna og minna þurfi til að gripið verði til "neyðarráðstafana". Svo sýnir það sig víða að hið opinbera virðist tregt að gefa frá sér valdið á ný.
Á Íslandi hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt hvað þingið hefur lítið komið að málum. Ég get tekið undir þá gagnrýni. Ekki vegna þess að stjórnarandstaðan hafi eitthvað merkilegt fram að færa, heldur hitt að Alþingi er Alþingi og tilskipunarvald framkvæmdavaldsins ekki æskilegt.
Í Bandaríkjunum, svo annað dæmi sé tekið, óttast margir að "veiran" og Biden í sameiningu muni valda valda"ráni" "Alríkisins" á kostnað ríkjanna.
En þú mannst ef til vill eftir því að þegar Trump fór að loka á flug, varð allt og "allir" brjálaðir. Þetta var heimska, kynþáttahatur, valdníðsla o.s.frv.
Áður en yfir lauk var hann gagnrýndur fyrir að hafa í þessum efnum gert "of lítið of seint".
"Veiran" og "faraldurinn" eru í eðli sínu ekki pólítísk, en það þýðir ekki að margir reyni og nái að nota þau í pólítískum tilgangi.
Nú ríkir "kínverski skólinn" í sóttvarnarfræðum. "Lockdown og lokanir" voru ekki til í "Vestrænum handbókum" áður fyrr. En svo "sáum við að þetta var hægt"; eins og einhver orðaði það.
Annars tók ég eftir því að yfirvöld á Íslandi hikuðu ekki við að taka upp "svæðislokanir" aftur sem höfðu verið taldar gagnlitlar af "troikunni", þegar það var komið út á land.
G. Tómas Gunnarsson, 20.5.2021 kl. 12:45
Já mig grunar að þeir sem berjast harðast gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda séu kannski fyrst og fremst að berjast gegn yfirvöldum, ekki sóttvörnum. Kannski þess vegna sem ég á frekar erfitt með að skilja málflutning þessara baráttusinna. Það er einhver tvíræðni í honum sem ég hef ekki áttað mig á kannski fyrr en núna. Þú útskýrir þetta ágætlega í síðasta svari.
Og já, til að auka manni óvissuþol er best að nota gagnreynda aðferð atferlisfræðinnar, sk. ónæmingu. Eins og þegar ótti barna við dýr er fjarlægður með því að láta börnin smám saman kynnast dýrunum. Mjög fræg tilraun um þetta er til í sálfræði. Og það er svo sannarlega þetta sem við erum að fá að kynnast núna en masse. Hvort þessu fylgir svo "óæskileg" ónæming fyrir hörðum boðum og bönnum yfirvalda er önnur saga. Kína er að yfirtaka heiminn bæði í efnhagslegum og sálrænum skilningi!
Það er ekki lengur "Rússarnir koma!" heldur "Kínverjarnir koma!" En hin skynjaða ógn er sú sama. Vondir menn ógna okkur.
Annað: Mér datt í hug að það megi kannski segja að andstæðingar opinberra sóttvarnarðagerða séu á svipuðum slóðum og þeir sem vildu semja við Hitler voru á sínum tíma. Þeir telja ógnina ýkta og benda á að margir munu deyja og ótaldar hörmungar dynja yfir ef farið verður í "bardaga" við "óvininn".
Tek fram að ég er alls ekki með þessu að líkja veirunni við Hitler. Ég er hvorki að tala um veiruna né Hitler. Ég er að tala um mótívasjón þeirra sem berjast hart gegn opinberum sóttvörnum. Þannig að ég er ekki heldur að tala um persónulegar sóttvarnir. Held að þetta sé orðið nokkuð vel útskýrt hvað ég er að meina og hvað ekki!
Kristján G. Arngrímsson, 20.5.2021 kl. 13:00
PS: það er kannski bráðabirgðaniðurstaða í þessum pælingum að andstæðingar opinberra sóttvarna óttast meira "kínversk áhrif" en "covid-áhrif".
Kristján G. Arngrímsson, 20.5.2021 kl. 13:16
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég held að í þessu eins og öðru séu ástæðurnar margíslegar. Mörgum sem kunna að vera fylgjandi margvíslegum ríkisafskiptum, kann að finnast aðgerðir stjórnvalda "lykta" af fasmisma.
Þeir finnast jú víða sem eru ekkert á móti "sovétinu", þeir vilja eingungis "sovét" sniðið eftir þeirra skoðunum.
Mörgum fannst alltof langt gengið í Bretlandi þegar mátti sekta einstaklinga fyrir að vera á götunum. Mótmæli gegn slíku eru vissulega mótmæli gegn yfirvöldum, en það þarf ekki "grenjandi Laizzes faire" sinna til að vera á móti slíku.
Svipað gerðist í Ontario, þegar yfirvöld gáfu lögreglu heimild til að stöðva alla, hvort sem er gangandi eða akandi. Krefjast skilríkja og útskýringa ferðum viðkomandi.
Þessu var mótmælt, m.a. af lögreglunni sem sagðist ekki kæra sig um slíkar heimildir og myndi ekki nota þær. En fjöldi annara mótmælti.
Auðvitað beinist slík andstaða að stjórnvöldum en ég myndi frekar orða það sem svo að mótmælendur standi með mannréttindum og gegn brotum stjórnvalda á þeim, en þeir séu á móti stjórnvöldum.
Svo geta almennt séð fylgjendur stjórnvalda verið mótfallnir einstaka aðgerðum þeirra.
Þú ert alltof gjarn á að vilja búa til kassa. Í þennan kassa fara þessir, í annan þessir, o.s.frv. Þannig blasir mannlífið ekki við mér.
En heldur þú að óvissuástandið sem ríkt hefur undanfarin misseri hafi almennt stuðlað að bættri geðheilsu og auknu "óvissuþoli"?
Það virðist ótrúlega algengt að vilja "kaupa" viðurkennda "leið" að utan. Sænsku leiðirnar, Finnska leiðin, Portúgalska leiðin, Ástralska og Nýsjálenska leiðin o.s.frv.
Líklega fara einhverjir að tala um "Kínversku leiðina" í efnahags og mannréttindamálum, gengur þeim ekki svo vel? Er er barátta þeirra við "veiruna" til fyrirmyndar?
Þetta dæmi þitt er nú ekki ýkja gott, enda aldrei æskilegt að blanda Hitler í mál.
En ég myndi frekar telja að "landamæralokunarsinnarnir" (er þetta ekki frábært orð?), væru þá "friðþægingarsinnarnir". Tryggjum okkur frið, lokum okkur af, hvað kemur umheimurinn okkur við.
G. Tómas Gunnarsson, 20.5.2021 kl. 15:02
Má til með að bæta örlittlu hér við:
"The perceived level of personal threat needs to be increased among those who are complacent,using hard-hitting emotional messaging."
https://assets.publishing.service.gov.uk/government/uploads/system/uploads/attachment_data/file/882722/25-options-for-increasing-adherence-to-social-distancing-measures-22032020.pdf
G. Tómas Gunnarsson, 20.5.2021 kl. 16:23
Ég er ekki að búa til kassa. Ég er að greina í sundur - analísera - til að reyna að auðvelda mér skilning. Ekki algildan og endanlegan skilning, bara svona aðeins að lýsa í gegnum þokuna eins og með ratsjá.
Ég hef lengi haft á tilfinningunni að þessar deilur um opinberar sóttvarnir (taktu eftir að ég segi opinberar) séu fyrst og fremst af pólitískum rótum runnar, og núna er ég farinn að átta mig á því. Ég ætla alls ekki öðrum sama skilning á þessu.
Mannlífið í öllum sínum fjölbreytileika er eitt, flokkun og greining (í kassa) er annað. Þótt maður flokki og greini felur það alls ekki í sér blindu á fjölbreytileika mannlífsins.
(Ég held að þessi ratsjárlíking sé bara helvíti góð hjá mér, hah! Ratsjáin gerir manni kleift að átta sig þótt hún sýni ekki veröldina nema alveg í grófustu dráttum. Gagnleg engu að síður.)
Kristján G. Arngrímsson, 20.5.2021 kl. 16:26
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Sjálfsagt má segja að andstaða gegn stjórnvöldum sé pólítísk á einn eða annan máta og rúmist því í einum kassa.
En undirhólfin í kassanum eru svo mörg, svona svipað og þegar 24 flöskum/dósum er raðað í einn kassa.
Sbr. Þessa frétt: https://www.mbl.is/frettir/taekni/2021/05/20/fylgjast_med_borgurum_an_heimildar/
Eru þeir sem mótmæla og eru andstæðir þessu á móti stjórnvöldum? Líklega í þessu máli.
Eru þeir sem finnst þetta ekki góð framþróun á móti þessu á pólítískum forsendum? Já, það má færa fyrir því rök, enda eftirlit á vegum hins opinbera (sem og einkaaðila) stór pólítískt mál.
En ég hugsa að pólítískar skoðanir þeirra sem eru á móti miklu eftirliti, nái því sem næst yfir allt pólítíska "litrófið". Rétt eins og í svo mörgum öðrum málum.
Svo eru líka þeir mörgu sem setja sig upp á móti hörðum sóttvarnaraðgerðum og benda á að það sé ekki fylgni á milli harðra sóttvarnaraðgerða og árangurs í baráttu við "veiruna".
Er einhver sérstök pólítík í því? Séu ríki Bandaríkjanna skoðuð er erfitt að finna fylgni á milli aðgerða og árangurs.
Sama á við um ýmis ríki í Evrópu.
G. Tómas Gunnarsson, 20.5.2021 kl. 18:26
Mat á dánarlíkum snýst um að mótefnamælingar eru gerðar til að áætla fjölda smitaðra og deilt upp í hann með fjölda látinna. Auðvitað er óvissa um fjölda látinna, en þetta er eina leiðin til að meta þetta.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.5.2021 kl. 20:50
Og hvað varðar gagnrýni á harðar sóttvarnaraðgerðir þá er þetta í rauninni mjög einfalt. Ef maður er ekki heltekinn af ótta við þennan tiltekna sjúkdóm, þá gerir maður sér grein fyrir því að þegar lífsviðurværið er hirt af fólki, þá leiðir það til andláta, að þegar fólk er lokað inni mánuðum saman leiðir það til andláta, að þegar börnum er bannað að mæta í skóla leiðir það einnig til andláta. Fram til ársins 2020 tóku allar áætlanir um viðbrögð við farsóttum mið af þessum einföldu staðreyndum.
Þegar fólk er hins vegar búið að láta telja sér trú um að þessi tiltekni sjúkdómur sé einhvers konar "óvinur", sem yfirskyggi allar aðrar dánarorsakir og verði að berjast gegn með öllum tiltækum ráðum, að staðreyndir um raunverulega dánartíðni skipti engu máli, að afleiðingar viðbragðanna skipti engu máli, þá missir fólk algerlega tökin á veruleikanum, missir sjónar á heildarmynd hlutanna. Og það er það sem hefur gerst. Rétt eins og á 17. öld þegar galdrar urðu undirrót alls ills og öllu var fórnandi til að berjast gegn þeim.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.5.2021 kl. 20:56
Þorsteinn:
Að þetta sé "eina leiðin til að meta þetta" gerir ekki niðurstöðuna rétta. Eina staðreyndin sem er einföld þarna er að tala sem svona er fengin er gagnslaus til að byggja röksemdir á. Talan 0,15% er því að miklu leyti úr lausu lofti.
Að segja þetta "í rauninni mjög einfalt" er vægast sagt einföldun á flóknu máli og aftur er röksemdafærsla sem byggir á svona einföldun einskis virði.
Svo þegar þú segir að fólk sé "búið að láta telja sér trú um" finnst mér þú gera lítið úr skynsemi fólks og segja það heimskt. Það finnst mér ómerkilegur málflutningur og enn á ný ekkert til að byggja röksemdir á.
Kristján G. Arngrímsson, 21.5.2021 kl. 06:00
Eitt enn Þorsteinn: Ef "fólk er ... búið að láta telja sér trú um" tóma vitleysu þá getur þetta sama fólk bara sjálfu sér um kennt, og heimsku sinni, og þá er ekki við neinn annan að sakast. Ekki yfirvöld, sem ég held þó að þú ætlir að beina spjótum þínum að.
Er ekki soldið kalt og einmanalegt þarna á tindinum hjá þér, öðlingur?
Kristján G. Arngrímsson, 21.5.2021 kl. 06:06
@Þorsteinn og Kristján, þakka ykkur fyrir þetta. Staðreyndin er líklega sú að "naglfastar" staðreyndir um "veiruna" eru ekki margar.
Við höfum ekki 100% tölur um hvað margir hafa smitast, né hve margir hafa látist.
Við vitum í raun ekki einu sinni hvað margir búa á hnettinum. Í raun er ekki hægt að fullyrða um hvað margir búa á Íslandi, þó að ég eigi von á því að í því tilfelli séu skekkjumörkin lág.
Ekki eru til neinar "naglfastar" mælingar á virkni sóttvarnaraðgerða, hvað þá einstakra hluta þeirra s.s. grímunotkunar.
Allt þetta gerir það ekki að verkum að ekki sé eðlilegt að ræða þessi mál eða velta þeim fyrir sér.
Það er óhjákvæmilegt að þegar dánartíðni hjá þeim sem smitast er reiknaður, séu um all nokkur skekkjumörk að ræða, slíkt þekkist á mörgum sviðum. Líklegra en hitt verður að teljast að tíðnin sé of-, frekar en vanmetin, því víða er ólíklegra að dauðsföll fari undir "radarinn" en smit.
Hins vegar er ekkert óalgengt að skynsamt fólk láti blekkjast af hinu og þessu og "múgæsing" er ekki bundin greindarvísitölu að ég tel.
Hvort að það á við í þessu tilfelli er sjálfsögðu umdeilanlegt og verður líklega seint (jafnvel aldrei) til lykta leitt.
Að lokum set ég hér inn tilvitnun í jöfurinn Kára: "Það er niðurstaða mælinga að hnötturinn er að hitna. Þess vegna er hnattræn hlýnun ekki kenning heldur staðreynd. Það er ósönnuð kenning að maðurinn leggi af mörkun til hlýnunarinnar með lífsháttum sínum.".
Þarf þá ekki að ræða það neitt frekar, vegna þess að sönnunin er ekki til staðar? Ekkert "naglfast".
G. Tómas Gunnarsson, 21.5.2021 kl. 15:23
Veit nú ekki alveg hvað þú ert að fara Kristján minn. Finnst þér sumsé að vegna þess að einhver óvissa er um gögn eigum við bara alls ekki að nota þau til að taka ákvarðanir? Og hvað þá? Eigum við bara að trúa því sem við viljum trúa alveg án tillits til staðreynda? Eða hver önnur ætti ályktunun að vera?
Fólk þarf ekki að vera heimskt þótt það sé móttækilegt fyrir áróðri. Þetta á nú ekki að þurfa að útskýra neitt finnst mér.
Þorsteinn Siglaugsson, 21.5.2021 kl. 17:40
Einmitt þegar "sönnun" (hvað sosum það merkir) er ekki til staðar er ástæða til að ræða málin og forðast einföldun og að gefa sér staðreyndir. Eina sem dugir er að tileinka sér óvissuþol og vera opinn fyrir nýjum upplýsingum.
Varðandi tölur um andlát þá kom þessi frétt í dag þar sem WHO kveðst telja andlát af völdum Covid "allt að þrisvar sinnum fleiri" en hingað til hefur verið talið. Munar um minna og við búið að þetta breyti tölfræðinni eitthvað.
Svo má ekki gleyma gömlu vísdómsorðunum um "lygi, helvítis lygi og tölfræði."
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/05/21/daudsfoll_af_voldum_veirunnar_mun_fleiri_en_talid_v/
Kristján G. Arngrímsson, 21.5.2021 kl. 19:55
Hvað áttu við með að gefa sér staðreyndir? Það að álykta á grundvelli gagna er ekki að "gefa sér staðreyndir".
Svo er nú svolítið sniðugt að lesa fyrst fréttirnar sem maður er að vísa í. Þarna er verið að fjalla um andlát, ekki aðeins úr veirunni, heldur einnig vegna aðgerðanna gegn henni. Það kemur alls ekki á óvart að aðgerðirnar valdi umtalsvert fleiri andlátum en veiran sjálf. Þetta er nú einmitt það sem ýmsir hafa varað við, en flestir lokað eyrum og augum fyrir.
Þorsteinn Siglaugsson, 21.5.2021 kl. 20:06
Stutt leit á netinu gaf mér 2 rannsóknir þar sem dánartíðni er mæld út frá mælingum á mótefnum. Önnur frá Spáni og hin frá NY. Báðar gefa dánartíðni yfir 1%. Sem er mun hærra en ég reiknaði með. En þetta eru tölurnar. Það er einnig ljóst að dánartíðnin er ekki lægri en 0.31% (amk í Ungverjalandi) sem er það hlutfall íbúa Ungverjalands sem hafa látist á þessari stundu.
https://www.worldometers.info/coronavirus/coronavirus-death-rate/?fbclid=IwAR26hCMKGKHO8_OVqgF7ySvczGxzmVlEcxLVaxwLPAdjwy6hXtRZIvjrdTw
https://www.vox.com/2020/5/16/21259492/covid-antibodies-spain-serology-study-coronavirus-immunity
Sverð (IP-tala skráð) 21.5.2021 kl. 23:11
@Kristján og Þorsteinn, þakka ykkur fyrir þetta. Það er engin ástæða til að gefa sér staðreyndir, hvorki hvað varðar t.d. Covid eða loftlagsmál. En auðvitað hljóta málin fyrst og fremst að vera rædd út frá þeim gögnum sem eru þó til
Þeim þarf auðvitað að taka með fyrirvara, rétt eins og flestum gögnum.
En á meðan önnur betri koma ekki fram, er yfirleitt reynt að notast við þau sem eru þó til.
Það getur varla talist óeðlilegt, rétt eins og skoðanakannanir eru oft ræddar, þó að allir bíði eftir kosningum.
Lykilsetning í fréttinni sem Kristján vísar til er ef til vill: "Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur nú að mun fleiri hafi látist vegna faraldursins, ýmist af Covid-19 eða af öðrum veikindum sem ekki fékkst meðferð við vegna faraldursins."
Persónulega þekki ég ýmis dæmi um hve heilbrigðisþjónustu hefur hrakað, jafnvel í "þróuðustu" ríkjum heims, sem betur fer ekki dauðsföll þó.
Einstaklingum er ekki hleypt inn á sjúkrahús og þegar reynt er að ná sambandi við heimilislækni kemur svarið: Læknir mun hringja í þig í á fimmtudaginn í næstu viku.
Fæstir vilja sjá sjúklinga, þó að fyrirfram hefði ég haldið að ef einhverjir ættu að geta viðhaft "sóttvarnir" væru það læknar.
@Sverð, þakka þér fyrir þetta. Heildar dánartíðni fyrir heiminn, er að ég best veit talin vera ca. 0.043%.
Það er hins vegar alveg rétt hjá þér að dánartíðnin í Ungverjalandi er u.þ.b. 0.31.
Ungverjaland er það land heims sem hefur farið verst út úr faraldrinum. Fast á hæla þess koma nokkur Evrópulönd.
Bandríkin, svo annað dæmi sé tekið, er síðast þegar ég gæði í 18. sæti á þessum leiðinlega lista.
En þegar ríki þeirra eru sundurliðuð, eru mörg þeirra á svipuðum slóðum og Ungverjaland. Verst hefur "veiran" verið í New Jersey og New York ríkjum.
Áberandi verst hefur ástandið verið á A-ströndinni, þó ekkert ríki Bandaríkjanna toppi Ungverjaland.
Hvað veldur þessum mikla mun á milli landa, eða ríkja hafa fáar vísbendingar komið fram um.
Það er ekki hægt að sjá fylgni á milli harðra sóttvarnaraðgerða og færri dauðsfalla.
Svo er líka hægt að velta fyrir sér áreiðanleika mælinga, því jafnvel þeir sem hafa veikst hafa mælst mótefnalausir og fyrir einherju síðan las ég frétt um Íslenska konu sem mældist loks með mótefni við þriðju mælingu.
En það er eins og svo margt sem hefur verið sagt og "mælt" í kringum þessa veiru, að það er síbreytilegt.
G. Tómas Gunnarsson, 22.5.2021 kl. 00:35
Dánartíðni fyrir heiminn segir ekkert marktækt um dánartíðni þeirra sem smitast af Covid-19. Það eru engar áræðanlegar upplýsingar um hve margir hafa dáið, og enn síður um hve margir hafa smitast.
Einfaldasta og augljósasta skýringin á misháum dánartölum milli landa, þ.e landa þar sem tölur eru marktækar (vestræn lönd fyrst og fremst), er að mishátt hlutfall íbúa hafi smitast. Svíar eru varla svo ólíkir Norðmönnum að það skýri muninn milli landanna, svo dæmi sé tekið.
Helstu ástæður þess að Ungverjar eru með þessa háu tíðni eru sennilega þær að þar eru dánarorsakir almennt rannsakaðar (menn deyja á spítala) og svo að í Ungverjalandi hafi einfaldlega flestir smitast.
Sverð (IP-tala skráð) 22.5.2021 kl. 02:14
@Sverð, þakka þér fyrir þetta. Dánartíðni heimsins gefur visbendingar eins og margt annað.
Þú segir að Svíar séu ekki svo ólíkir Norðmönnum. Er einhver megin munur á milli t.d. Svíum og Bretum?
Skyldi vera einhver marktækur munur á íbúasamsetningu Svíþjóðar og Noregs?
Er einhver marktækur munur á heilbrigðiskerfi Svíþjóðar og Bretlands?
Það er vissulega deilt um margt, en almennt talið er t.d. talað um að meiri einkarekstur sé í heilbrigðiskerfinu í Svíþjóð en í Bretlandi og jafnframt sveigjanlegra.
Út af hverju er Belgía að fara svona illa út úr "veirunni"?
Er einhver ástæða til að ætla að heilbrigðiskerfi Ungverjalands sé betra að höndla tölfræðilega hlið sjúkdómsins en önnur Vestræn heilbrigðiskerfi?
Hefur þú trú á því að öll þessi ríki noti sömu meginreglur til að skrá andlát vegna Covid?
Hvað skyldi valda því að misjafnt hlutfall íbúa hafi smitast? Nú er til dæmis almennt talið að Svíar hafi farið vægar í "sóttvarnaraðgerðir" en önnur ríki.
Hvað skyldi þá valda því að færri hafi smitast þar en í mörgum öðrum ríkjum, sem hafa viðhaft harðari aðgerðir?
G. Tómas Gunnarsson, 22.5.2021 kl. 02:55
Það er einn mikilvægur munur á Noregi og Svíþjóð þegar kemur að smitum og hann er sá að þéttbýli er meira í Svíþjóð en Noregi. Hvort þetta hefur raunverulega haft áhrif veit ég auðvitað ekki.
https://unherd.com/thepost/why-sweden-and-norway-are-more-different-than-you-think/
Þéttbýli er meira í New York en mörgum öðrum ríkjum USA. Þetta gæti verið einn áhrifaþáttur.
Svo er rétt að hafa í huga að því þróðra sem heilbrigðiskerfið er því líklegra er að dauðsföll séu skráð. Munurinn milli landa gæti að einhverju leyti skýrst af mismunandi "bókhaldi".
Punkturinn í fréttinni sem ég vísaði í fannst mér nú aðallega bara vera sá að væntanlega hafa dauðsföll af völdum Covid verið stórlega vantalin og þar með er öll tölfræði um sjúkdóminn væntanlega óáreiðanleg og ekki hægt að byggja mjög öruggar ályktanir á henni. Þótt að sjálfsögðu sé rétt að byggja á þeim gögnum sem fyrir liggja hverju sinni.
En það sem maður "tekur heim" úr fréttinni er einmitt vitneskjan um að ályktanir manns séu byggðar á takmarkaðri vitneskju og þess vegna sé tal um "einfaldar staðreyndir" á sandi byggt.
Kristján G. Arngrímsson, 22.5.2021 kl. 07:39
Nýjasta rannsóknin á dánartíðni vegna covid er hér: https://onlinelibrary.wiley.com/doi/epdf/10.1111/eci.13554
Þessi rannsókn byggir á miklum fjölda mótefnarannsókna víðsvegar um heiminn. Þetta er ábyggilegasta vitneskjan sem við höfum nú.
Ég hef aldrei sagt að um þetta ríkti engin óvissa eða að einfalt væri að komast að nákvæmri niðurstöðu um þetta.
Ég hef hins vegar sagt að það sé einfalt að gera sér grein fyrir því að lokanir og ferðabönn hafi neikvæð áhrif á líf og heilsu fólks. Það er að segja, þetta er einfalt fyrir fólk sem ekki kýs að loka augunum fyrir veruleikanum, og sem er fært um einhverja sjálfstæða hugsun.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.5.2021 kl. 11:08
Mer sýnist menn flækja málin allt of mikið fyrir sér.
Ástæða mishárra dauðsfalla milli landa eins og t.d. Svíþjóðar og Noregs er nokkuð augljóslega mismikill fjöldi smitaðra. Hver ástæðan er fyrir því er svo annað mál.
Það er merkilegt að samkv. rannsókn (rannsókn þekkts sóttvarnarandstæðings) sem bent er á hér að ofan þá hafa 0.31% Ungverja dáið úr sjúkdómi sem eingöngu 0.15% deyja úr.
Sverð (IP-tala skráð) 22.5.2021 kl. 17:36
0,15% deyja úr þessum sjúkdómi á heimsvísu. Hlutfallið er mismunandi milli landa. Mér finnst sjálfsögð krafa að fólk sem kýs að tjá sig um þessi mál kynni sér staðreyndir. Annars verður það sem það lætur frá sér bara tóm vitleysa eins og þessi athugasemd sýnir.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.5.2021 kl. 21:47
@Kristján, @ þorsteinn, @Sverð, þakka ykkur fyrir þetta. Sjálfsagt er mun meiri munur á Noregi og Svíþjóð en okkur oft finnst. Ef farið væri í að greina allar breytur.
Ef sjúkdómur er "loftborinn" er mjög freistandi að álíta að þéttleiki byggðar skipti máli. Samgöngumáti er annað sem margir hafa nefnt. Yfirfullar neðanjarðarlestir o.s.frv. (Ekki seinna vænna að herða á þéttingu byggðar og koma "línunni" af stað) :-), nú eða flytja í Kópavog og kaupa sér nýjan rafmagnsbíl :-)
Annað sem oft hefur verið nefnt er að sambýli margra kynslóða auki útbreiðsluna, það er sambýli þeirra sem eru mest "hreyfanlegir" og svo þeirra sem eru viðkvæmastir.
Og hvað eru t.d. hjúkrunarheimili annað en slíkt "sambýli", þó um óskylda einstaklinga sé að ræða.
Hvað Ungverjaland varðar þá hefur ótrúlega lítið verið fjallað um hvað "veiran" hefur valdið miklum usla þar, hvað þá hvers vegna hafi verið krufið til mergjar.
Sumir vilja meina að heilsufar Ungverja hafi verið ákaflega slakt fyrir, heilbrigðiskerfið vanmáttugt o.s.frv. Nágrannar eins og t.d. Tékkar hafa sömuleiðis farið ákaflega illa.
En hvað veldur, hvers vegna fara nágrannar s.s. Hollendingar, Belgar og Frakkar svo misjafnlega út úr faraldrinum?
Út af hverju eru Belgar með ca 2000/milljón andlát, Frakkar með ca 1600/milljón andlát og Hollendingar með ca 1000/milljón andlát.
Þetta eru nágrannar, Vestræn lönd, þekkt fyrir býsna góð félags og heilbrigðiskerfi. Öll þéttbýl, Frakkland þó með stærstu borgirnar. Öll löndin hafa staðið sig þokkalega hvað varðar skimanir. Þar er Frakkland í fyrsta sæti, Belgía í öðru og Holland í þriðja (af þessum löndum).
Í öllum löndunum hefur verið gripið til frekar harðra sóttvarnaraðgerða.
Margar þjóðir hafa skimað margfalldan íbúafjölda sinn, það er því erfitt að trúa að margir smitaðir hafi "ekki verið taldir". Í mörgum þeim löndum er smithlutfallið býsna hátt. Andlát fylgja ekki eftir í sama mæli. Það er því (að mínu mati) ekki hægt að segja að fjöldi andláta tengis fjölda smita.
Í raun er Ísland akkúrat dæmi um slíkt.
Eru aðrir kraftar að verki?
The Globe and Mail hefur verið með athyglisverðar greinar um "veiruna" í Brampton, en það hefur verið hvað verst ástandið í Ontario, ásamt svæðum í Toronto.
Inside L6P: Why The Globe asked this Brampton community to share its COVID-19 stories - The Globe and Mail
‘As I write, our house is in mourning’: Brampton journalist Gundeep Singh writes on life with COVID-19 - The Globe and Mail
Impossible choices: How this Brampton community explains Canada’s COVID-19 crisis like no other - The Globe and Mail
Hins vegar er í mínum huga algerlega ljóst að "veiran" hefur haft gríðarleg áhrif á heilsu almennings og heilbrigðisþjónustu.
Það mun halda áfram að hafa áhrif um langt skeið.
G. Tómas Gunnarsson, 23.5.2021 kl. 00:12
Trúlega er mikið þéttbýli og mikil notkun almenningsamganga mikilvægar breytur þegar kemur að smitum. Þetta er sennilega helsta ástæða þess að hágt í 0.3% íbúa (ekki smitaðra) NY og NJ hafa látist.
Það er einkennilegt þegar menn kalla staðreyndir vitleysu. Það er staðreynd að 0.31% (samkv. opinberum tölum) hafa látist úr Covid-19 í Ungverjalandi og það er staðreynd að samkvæmt rannsókn þekkts sóttvarnarandstæðings, sem bent er á hér að ofan, látast eingöngu 0.15% af smituðum úr sama sjúkdómi. Það er hinsvegar allt annað mál að dánartíðni getur verið mismunandi milli landa. Þar hefur líklega aldursdreifing einna mest að segja. Hvað viðkemur Íslandi, þá er sennileg aldursdreifingin hér nær því sem er í Ungverjalandi en t.d. Zimbabwe.
Sverð (IP-tala skráð) 23.5.2021 kl. 13:05
@Sverð, þakka þér fyrir þetta. Það er næsta víst að þéttbýli og almenningsamgöngur hafa mikil áhrif, sérstaklega ef við tökum því sem staðreynd að "droplets", og "loftborinn" sjúkdómur er það sem er glímt við.
Almennt heilsufar íbúa kann einnig að spila þar inn í. Þéttari byggð þýðir almennt meiri mengun.
Í Evrópu hefur verið kastað fram spurningm um t.d. kolanotkun og hvað það þýðir fyrir öndunarfærasjúkdóma, og svo aftur tengingu þeirra við Covid.
Hvað Covid virðist oft á tíðum frekar herja í innflytjendur er svo önnur spurning sem oft hefur komið upp en ekki verið rædd í þaula.
Er það vegna t.d. bágra lífskilyrða(t.d. þéttbýlis, meiri mengunar í ákveðnum hverfum, meiri notkun almannasamgangna), vegna lakari lífskilyrða (t.d. heilsugæslu, eða mengunar) framan af lífinu, erfða (DNA) eða einhvers annars.
Þetta verður sjálfsagt og vonandi rannsakað frekar án allra fordóma.
Hitt er svo, að þó að dánartíðni, sé há í einstaka ríkjum, segir það ekki nauðsynlega til um meðtals dánartíðni af völdum sjúkdómsins.
Ekki frekar en dánartíðni einstakra ríkja Bandaríkjanna segir til um dánartíðni af völdm sjúkdómsins í Bandaríkunum.
Dánartíðni af völdum Covid er sennilega mun hærri í Reykjavík, en í flest öllum "héruðum"; bæjum, eða hreppum á Íslandi.
Ekkert óeðlilegt við það.
G. Tómas Gunnarsson, 24.5.2021 kl. 02:08
Svörin við þessum spurningum (sumum a.m.k.) fara svolítið eftir því hvað átt er við með dánartíðni. Er verið að tala um dánartíðni sem hlutfall af íbúafjölda eöa sem hlutfall af smituðum? Seinni skilgreiningin er náttúrulega sú sem átt er við þegar spurt er hve hátt hlutfall þeirra sem smitast deyja. Um þetta er hinsvegar erfitt að fá nákvæmar upplýsingar. Það er þá helst með mótefnamælingum sem hægt er að meta fjölda sýktra. Þær rannsóknir hafa verið gerðar á a.m.k. tveim stöðum, svo ég best viti , á Spáni og NY. Fyrri skilgreiningin gefur okkur hinsvegar fræðilegt lágmarkshlutfall þeirra sem deyja af þeim sem smitast. Svo dæmi sé tekið, út frá opinberum tölum í Ungverjalandi, þá er lágmarks dánartíðni þeirra sem smitast af völdum Covid-19 um 0.62% ef við gerum ráð fyrir að helmingur Ungverja hafa smitast. Sama tala er svo 0.93% ef við gerum ráð fyrir að þriðjungur hafi smitast. Það er eingöngu ef 100% Ungverja hafa smitast sem dánartíðnin er svo lág sem 0.31%. Nákvæmlega hve margir hafa smitast í Ungverjalndi veit enginn. En þess ber þó að geta að rúmlega 50% Ungverja hafa fengið a.m.k. eina bólusetningu. Það er því vonandi að þessari hrinu dauðsfalla þar í landi sé lokið og þessar tölur rjúki því ekki enn meira upp.
Sverð (IP-tala skráð) 24.5.2021 kl. 05:32
Afsakið, svo það komi skýrt fram, þessar tölur um dánartíðni í Ungverjalandi miðast við að sama hlutfall af ósýktum deyji við að fá Covid eins og það hlutfall sem nú þegar hefur dáið af þeim sem hafa sýkst.
Sverð (IP-tala skráð) 24.5.2021 kl. 06:02
Það er spurning hvort fyrrverandi "austantjaldsríki" (hver man eftir því orði?) í Evrópu, þar sem mengun frá kolabrennslu var hræðileg á árum áður (jafnvel enn?) hafa komið verr útúr faraldrinum en önnur, sbr. Ungverjaland og Tékkland.
Kristján G. Arngrímsson, 24.5.2021 kl. 07:06
Afsakið enn og aftur. Þessir útreikningar voru ekki alveg 100% hjá mér. Rétt reiknað m.v. sömu danartíðni áfram og hingað til þá fæst, t.d. ef miðað er við að helmingur sé smitaður i Ungverjalandi i dag, að danrtíðni er 0.31 + 0.31/2 = 0.465% og miðað við þriðjung smitaðra í dag fæst 0.31 + (2/3)*0.31 = 0.52%.
Sverð (IP-tala skráð) 24.5.2021 kl. 07:42
Þetta er orðin nokkuð góð æfing hjá mér. En rétt skal vera rétt, og skýrt.
Ef 1/2 Ungverja hefur smitast hingað til þá hefur dánartíðni smitaðra verið 0.31*2 = 0.64% og ef 1/3 hefur smitast þá er dánartíðnin 3*0.31 * 0.93%. Þetta er nokkuð augljóst.
Að reikna tíðnina út frá hlutfalli látinna af íbúafjölda, eins og gert er hér að ofan, er hinsvegar hæpnari forsenda.
Sverð (IP-tala skráð) 24.5.2021 kl. 13:40
@Sverð, þakka þér fyrir þetta. Ég var að tala um dánarhlutfall/milljón íbúa. Þá er dánarhlutfallið í Ungverjalandi ca. 0.31. Það segir ekkert um dánarhlutfall af sjúkdómnum heilt yfir, eða í öðrum löndum.
Þú gætir til dæmis næst reiknað út dánarhlutfallið fyrir Kína og Taiwans, svo við höldum okkur við þéttbýl, iðnvædd lönd.
Í Taiwan er það að mig minnie 1dauðsfall/milljón íbúa og 3dauðsföll/milljón íbúa í Kína.
Ef ég hef skilið málin rétt (en tölur breytast hratt) létust 6 af sjúkdómnum á Taiwan í gær og tala látinna því komin í sömu tölu og á Íslandi, eða 29.
Í Kína hafa fjögur þúsund og sexhundruð og eitthvað látist. Það er hins vegar gríðarlega hátt hlutfall af þeim ca. 90.000 sem hafa smitast. Ef við tökum þá tölu trúanlega. Gerum við það virðist margt benda til þess að sjúkdómurinn sé hreint ekki svo smitandi.
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Austantjaldslöndin mörg hver bjuggu og búa við mikla mengun. Ekki bara kolanotkun, heldur einnig námuvinnslu.
Líflíkur í þeim eru almennt lægri en í V-Evrópu. Svo hefur brottflutningur þar einnig verið mikill víða. Yfirleitt er það ekki gamla og veikburða fólkið sem flyst á brott.
Þannig að í þessum samanburði, eins og svo mörgum öðrum eru breyturnar fjölmargar og oftast fleiri en blasa við á augabragði.
G. Tómas Gunnarsson, 24.5.2021 kl. 14:24
Mismunandi dánartíðni milli landa (eða fylkja) sem hlutfall af íbúatölu má skýra út með fjölda smita, séu löndin sambærileg varðandi t.d. aldursdreifingu og heilbrigðiskerfi. Reikna með að svo sé með t.d. Noreg og Svíþjóð. Bæði löndin hafa nútímaleg heilbrigðiskerfi og svipaða aldursdreifingu. Ég hef minni trú á að t.d. kolareykur skýri út þennan mun.
Talan 0.31% frá Ungverjalandi segir að fræðilega getur dánarhlutfall þeirra sem sýkjast af Covid ekki verið minni en 0.31% þar í landi. Raunverulegt dánarhlutfall getur svo eingöngu verið svo lágt sem 0.31% ef 100% íbúa hafa sýkst.
Sverð (IP-tala skráð) 24.5.2021 kl. 21:14
@Sverð, þakka þér fyrir þetta. Það sem ég var einfaldlega að benda á, er að það þýðir lítið að taka eitt land út úr og tala um "veiruna" út frá þvi.
Hvort sem það væri Taiwan, Ungverjaland eða Kína, hefur það lítinn tilgang.
Ég held að mengun sé líklega meiri í Svíþjóð, það er að segja að því marki sem hún fylgir þéttbýli. Persónulega er ég þeirra skoðunar að mjög algengt sé að ýkja það hvað Norrænu þjóðirnar séu svipaðar.
Þéttbýli er meira í Svíþjóð, end þjóðin tvfallt fjölmennari. Meðalaldur Svía er einnig hærri, þjóðartekjur á mann eru líklega um 20% hærri í Noregi. Eyði þjóðirnar svipuðu hlutfalli af þjóðartekjum í heilbrigðisþjónustu, er líklega um verulega hærri upphæð í Noregi á hverj persónu.
Hvernig er staðið að "hjúkrunarheimilum" í löndunum tveimur? Þekki það ekki til hlýtar, en þar hlýtur fjármagn að spila stóra rullu. Mikið var t.d. fjallað um fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í upphafi faraldurs í Svíþjóð, en ég minnist ekki þess að hafa heyrt svipað frá Noregi, þó þykir mér ekki ólíklegt að þar hafi orðið einhver andlát.
Það að dánarhlutfall geti ekki verið lægra en 0.31% (ef við tökum þessum tölum sem staðreynd) segir ekkert um að heildardánartíðni af völdum sjúkdómsins, í Evrópu eða á hnettinum geti ekki verið mikið lægri.
G. Tómas Gunnarsson, 25.5.2021 kl. 12:16
Það er langsótt, að mínu mati, að telja að fjöldi dauðsfalla af völdum smitsjúkdóms hafi lítið að gera með fjölda smita.
Svo, ef við tölum um muninn á heilbrigðiskerfum t.d. Svíþjóðar og Noregs, þá er líka langsótt að það skýri muninn. Læknisfræði er alþjóðleg visindagrein og læknar notast við þær aðferðir sem eru taldar duga best á hverjum tíma. Það væri t.d. stórfurðulegt og nánast glæpsamlegt, ef sænskir læknar hafi ekki notast við sömu aðferðir og Norðmenn ef þær reyndust mun betur. Að Svíar hafi ekki búið yfir sama tækjakosti og Norðmenn held ég líka ólíklegt. Svo dæmi sé tekið, þá eru sennilega öndunarvélar mikilvægustu tækin. Held það hafi örugglega komið fram, í viðtali við Björn Zoega, að aldrei hafi verið skortur á öndunarvélum í Svíþjóð.
Þéttbýli hefur örugglegs áhrif á fjölda smita ásamt öðru. Hættan á að veiran komist inn á hjúkrunarheimili eykst svo sennilega í réttu hlutfalli við fjölda samfélagssmita, að öðru óbreyttu. Margfalt fleiri smit í Svíþjóð þýddi þá margfalt meiri líkur á smitum á hjúkrunarheimilum.
Sverð (IP-tala skráð) 25.5.2021 kl. 18:07
@Sverð þakka þér fyrir þetta. Þegar ég talaði um að munur á eyðslu í heilbrigðiskerfi gæti skipt máli, var ég ekki að tala um öndunarvélar, eða annan tækjabúnað á sjúkrahúsum sem meginmál, heldur minntist ég á að t.d. fjármagn til hjúkrunarheimila skipti miklu máli.
Það er reyndar sorgleg staðreynd að íbúar hjúkrunarheimila hafa farið hræðilega út úr sjúkdómnum víða um lönd og víða er talað um að hefja sérstaka rannsókn á því.
Það er einmitt gott dæmi um það að dauðsföll fara ekki eftir fjölda smita, heldur getur hvar þau verða skipt meginmáli.
Ég hef t.d. ekki nýjustu tölur frá Ontario, en í mars á þessu ári var talað um að u.þ.b. 70% af öllum andlátum af völdum Covid í Kanada væri á hjúkrunarheimilum. https://www.cbc.ca/news/canada/ottawa/canada-record-covid-19-deaths-wealthy-countries-cihi-1.5968749
Lengi vel stóð þessi prósenta í 80 í Ontario.
Þar þurfti enda að kveðja til herinn til að ná valdi á ástandinu á hjúkrunarheimilum, sem virðist hafa verið skelfilegt.
Þetta þarf ekki að segja neitt um útbreiðslu smita. Enda marg oft hamrað á því að það þurfi ekki marga. Hins vegar má t.d. velta því fyrir sér að víða er talað um að smit sé algengara í hverfum innflytjenda og tekjulægri.
Ég póstaði hér að ofan umfjöllun um slíkt frá Globe and Mail. Hvaða hópar skyldu t.d. oft vinna á lágum launum á hjúkrunarheimilum?
Þetta er hugsanlega ein breyta af ótal mörgum, en það er svo langt í frá að hægt sé að flytja tölfræði og ástæður "hráar" á milli landa. En allar vísbendingar geta komið að gagni.
G. Tómas Gunnarsson, 26.5.2021 kl. 00:04
Er þetta eitthvað óvænt með tölurnar frá Ontario? Held það almennt viðurkennt að elstu hóparnir fara verst út úr þessu. Ef hlutföllin eru eitthvað mikið öðruvísi annarstaðar í Kanada, skýrist það þá af hlutfallslega færri íbúum hjúkrunarheimila á þeim stöðum? Meiri heimaþjónustu o.s.frv..?
Auðvitað skiptir máli hvar veiruna ber niður upp á dánartíðni. Þar eru hjúkrunarheimili gott dæmi. Líkurnar á að veiran berist, t.d. inn á hjúkrunarheimili, aukast með fjölda smita, að öðru óbreyttu.
Takk fyrir umræðuna.
Sverð (IP-tala skráð) 26.5.2021 kl. 22:08
@Sverð, þakka þér fyrir þetta. Ég held að það að 80% af dauðsföllum af völdum Covid sé á hjúkrunarheimilum (í það minnsta á ákveðnum punkti) sé það hæsta sem ég hef heyrt af.
En jú, elstu hóparnir fara almennt verst út úr faraldrinum, en líklega sínu verr, þar sem þéttleikinn og samgangurinn er mikill.
En í Kandada var talað um 70% en á heimsvísu ríflega 40%. En smit og dauðsföll í Kanada eru lægri ven víða annars staðar.
Hvað ætti þá að skýra svo hátt hlutfalla á hjúkrunurheimilum? En ég viðurkenni fúslega að ég þekki ekki hlutfallið t.d. í Ungverjalandi, eða Belgíu.
En hér er enn eitt dæmi um hvað þjóðfélögin í Svíþjóð og Noregi eru orðin ólík.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/05/26/flest_banaskot_i_svithjod/
G. Tómas Gunnarsson, 26.5.2021 kl. 22:19
Aldursdreifing á heimsvísu er allt önnur en aldursdreifing í Kanada. Eldri hóparnir eru hlutfallslega mun fjölmennari í Kanada.
Sverð (IP-tala skráð) 27.5.2021 kl. 00:04
@Sverð, þakka þér fyrir þetta. Ég man nú ekki allar tölur, en ef ég man rétt er meðaldur Kanadabúa lægri en í Svíþjóð, en hærri en í Noregi.
Meðalaldur Kanadabúa er líka hærri en USA.
En vissulega eru Kanadabúar langt frá því að vera með þeim þjóðum sem hafa hæsta meðalaldurinn (mikill fjöldi innflytjenda sér um það) og langt frá þjóðum s.s. Japan (þar sem fá Covid dauðsföll eru) og t.d. Ítalíu (með mjög há dauðsföll af völdum Covid) en ef ég man rétt eru þau að meðaltali "elstu lönd" heims.
Síðan raða Evrópulöndin sér þar á eftir ef mig misminnir ekki.
Ef ég man rétt eru ca. 3 eða 4 lönd á top 25 yfir "elstu löndin" utan Evrópu, en Japan er nr. 1.
Ef til vill ekki tilviljun hvað Covid hefur leikið Evrópulönd illa?
G. Tómas Gunnarsson, 27.5.2021 kl. 00:12
Já nákvæmlega, það getur varla verið tilviljun. Munur á milli landa í Evrópu fer svo sennilega mest eftir smittíðni (og kannski eitthvað eftir heilbrigðiskerfum). Að baki þessu eru svo líklegast menningarlegir og stjórnmálalegir þættir, auk hluta eins og t.d. mismikils þettbýlis og almenningssamganga.
Sverð (IP-tala skráð) 27.5.2021 kl. 23:39
@Sverð, þakka þér fyrir þetta. Það er margt sem vert er að hugsa um og velta fyrir sér. Japan er með hæsta meðalaldur í heimi, gríðarlegt þéttbýli og frægt fyrir almenningssamgöngur sem eru "þéttari en hrísgrjónapoki".
En þar hafa dauðsföll verið fá, og smit sömuleiðis. Aðgerðir nokkuð harðar, en t.d. innflytjendur eru þar hlutfallslega færri en í líklega flestum (ef ekki öllum) iðnvæddum þjóðum.
Eru þeir undantekningin sem sannar regluna, eða er eitthvað annað í gangi? Þeir lifa reyndar öðrum þjóðum lengur.
Það er reyndar athyglisvert að í mörgum löndum (ég þori nú ekki að fullyrða hvað mörgum á heimsvísu) er meðalaldur þeirra sem látist hafa af Covid, hærri en lífslíkur í viðkomandi landi.
En breyturnar eru margar og ef til vill það sem stendur upp úr hvað lítið er vitað, svo óvefengjanlega sé.
G. Tómas Gunnarsson, 28.5.2021 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.