6.2.2021 | 01:38
Með "skömmtunarmiða" frá Framsókn í bjórkaupum?
Þó að ég fagni því að meira að segja í Framsóknarflokknum skuli vera komin hreyfing í frelsisátt á sölu á áfengi, þá get ég ekki finnst mér skrýtið að vilja setja svona gríðarleg takmörk á þann fjölda sem megi kaupa af bjór hjá framleiðendum.
Það er svona eins og að vera með skömmtunarmiða um hvað megi kaupa mikið áfengi.
Er eitthvað hættulegra að kaupa bjór hjá framleiðenda en hjá ÁTVR, eða er fyrst og fremst verið að hugsa um að tryggja hagsmuni ríkisfyrirtækisins ÁTVR?
Þó er t.d. alveg hugsanlegt að ölgerð sé í bæ þar sem engin verslun ÁTVR, er.
Er rétt að takmarka kaup til dæmis Akureyrings sem staddur er a Höfn í Hornafirði, við 6. bjóra? Hvers vegna ætti hann ekki að geta tekið með sér nokkra kassa ef honum líkar ölið?
Hið opinbera tapar engu, enda verða eftir sem áður allir skattar og álögur hins opinbera innheimtar.
Þó að vissulega sé þörf á stærri skrefum í frjálsræðisátt, er ástæða til að fagna þessu littla skrefi sem dómsmálaráðherra leggur fram, og engin ástæða til þess að setja þau magn takmörk sem Framsóknarfólk vill.
Hitt er svo að það er ástæða til þess að taka upp tillögu Framsóknarfólks um að smásöluheimild nái einnig til þeirra sem framleiða léttvín sem og sterk.
Þannig mætti gera betra frumvarp með því að taka það besta úr báðum.
En ég held að það sé varasamt að taka upp tillögu Framsóknarfólksins um að mismunandi áfengisskattur sé eftir þvi hvað mikið magn framleiðandi framleiðir.
Þó að ég skilji hugsunina að baki, þá er varasamt að skattur sem áfengisskattur sé mismunandi eftir framleiðslu, það eiginlega stríðir gegn tilgangi hans.
Það er að mínu mati skrýtin skattastefna að verðlauna óhagkvæmari framleiðslu.
Það má hins vegar velta því fyrir sér hvenær í söluferlinu áfengisskattur eigi að greiðast.
Það er eftirsjá af tillögu um innlenda netverslun með áfengi úr frumvarpi dónsmálaráðherra.
En ef engin stemmning er fyrir slíku á Alþngi, verður svo að vera.
Það væri þó gaman að sjá slíka breytingartillögu lagða fram, og í framhaldi af því atkvæðagreiðslu til að sjá hug þingheims.
En það er vert að hafa í huga að það verða 32. ár, þann 1. mars næstkomandi frá því að löglegt var að selja bjór á Íslandi.
Það er ekki lengra síðan að afturhaldið og forsjárhyggjan varð að láta undan hvað það varðar.
En það er gott að áfram er málum otað í frjálsræðisátt, jafnvel þó að hægt fari.
Ölsala handverksbruggara leyfð en ekki vefverslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.