Um margt athyglisverð frétt

Þessi frétt sem þessi færsla er hengd við er að mörgu leyti athyglisverð.  Þar er fjallað um Dúbaí, þar sem ákaflega littlar takmarkanir hafa verið viðhafðar vegna Kórónuveirufaraldursins.

Jafnfram segir að ferðamenn hafi flykkst þangað, sérstaklega í lok síðasta árs.

Síðan kemur fram að smitfjöldi þar sé farin að aukast hratt.

En það er ýmislegt sem kemur ekki fram í fréttinni.

Ef miða er við WorldOMeters, er t.d. fjöldi látinna/milljón ibúa, í United Arab Emirates, þar sem Dúbaí er ju stærsta borgin, nokkuð áþekk og á Íslandi, þó að reyndar sé hún örlítið hærri í UAE.

Sé lítið til þess að í mörgum tilfellum virðast dauðsföll aukast eftir stærð (fólksfjölda) borga er þetta býsna merkilegt, enda Dúbai, með umtalsvert meiri fólksfjölda en Reykjavík eða Ísland.

Ég held að Dúbaí sé  u.þ.b 10 sinnum fjölmennari en Ísland og á mun minna svæði og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, ca. 30 sinnum.

En reyndar hafa næstum tvöfallt fleiri/milljón íbúa í UAE sýkst af kórónuveirunni en á Íslandi.

Þrátt fyrir það eru dauðsföll/milljón íbúa svipuð, þó UAE í óhag. Ef ég hef skilið rétt eru dauðsföll/milljón íbúa u.þ.b. 8% fleiri í UEA en á Íslandi.  Það myndi þýða að á Íslandi hefðu ca. 32, látist, en ekki 29 eins og raunin er.

En það er rétt að hafa í huga að faraldrinum er ekki lokið og engin veit hverjar lokatölurnar verða á Íslandi né Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.

En það er engin leið að segja hvers vegna þessi mismunur er.  Ef til vill eru fjöldi sólarstunda og umtalsvert lægri meðalaldur í UAE það sem skiptir máli, en það er engin leið að fullyrða um slíkt.

En ef skoðað er hvernig löndin hafa staðið sig við bólusetningu, er svo enn önnur mynd sem kemur upp.

Sameinuðu Arabísku Furstadæmin hafa gefið ríflega "40 sprautur" á hverja 100 íbúa (ekki er tekið fram hvað margir hafa fengið fyrstu og hvað margir aðra sprautu).

Ísland hefur hins vegar gefið tæplega 5 á hverja 100 íbúa (samanlagt 1. og 2. sprautu, 3.5, fyrri og 1.4 aðra).

En ef Sameinuðu Arabísku Furstadæmin ná að halda dampi í bólusetningum er líklega að þau fari býsna vel út úr faraldrinum, án þess að grípa til verulega harðra aðgerða.

En það er of snemmt að fara í tölfræðilegan samanburð á milli einstakra landa.

Það eru ótal breytur sem þarf að taka tillit til og það er ekki víst að við sjáum þær allar nú.

Síðan koma til sögunnar dauðsföll af afleiðingum aðgerða, og líklega verður heildarmyndin ekki ljós fyrr en að all nokkrum árum liðnum, ef nokkurn tíma.

Enda líklegt að um misnunandi skoðanir/útreikninga verði að ræða.


mbl.is Greiða fyrir opnun landsins með smitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þeir sem hafa ahuga á borgaralaunum eiga að líta til UAE. Þar eru allir karlmenn  á borgaralaunum sem hækka í hvert sinn sem þeir barna. Þeir þurfa ekki að gera handtak nema að erlend fyrirtæki eru skylduð til að hafa einn innfæddan  í stjórninni og borga honum kaup. 

Halldór Jónsson, 8.2.2021 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband