Þekkir lögreglan ekki reglugerðina, eða hefur blaðamaður rangt eftir henni?

Í fréttinni segir:  "„Við erum að skoða þetta. Það mega ekki fleiri koma sam­an en 10 nema í mat­vöru­búðum. Ef þetta er veit­inga­hús, þá verður að hólfa­skipta,“ seg­ir Jó­hann. Bæt­ir hann við að hver þurfi að dæma fyr­ir sig, út frá reglu­gerð heil­brigðisráðherra."

Það er rangt að ekki megi koma fleiri en 10 saman nema í matvöruverslunum.

Í reglugerð frá 10 des segir:

"Lyfja- og matvöru- og aðrar verslanir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns svo lengi sem hægt sé að tryggja að minnsta kosti 2 metra á milli þeirra sem eru ekki í nánum tengslum.".

Tekið héðan.

Það verður því að öllum líkindum skilgreiningaratriði hvers kyns rekstur er í Ásmundarsal.  Er það verslun með listmuni, eða eitthvað allt annað?

En það er eiginlega eðlilegt að gera þá lágmarkskröfu að lögregla geti vitnað rétt í reglugerðir sem hún hyggst beita vegna hugsanlegra brota.

Það hlýtur líka að vekja spurning hvað lögregla ætli að gera varðandi brot "Sóttvarnartroikunnar" við skipulagningu á blaðamannafundi?

Ekki ætti að vanta ljósmyndir sem sönnunargögn þar.

En líklega er "troikan" sorgmædd yfir því að hafa ekki farið að eigin tilmælum.

 


mbl.is Tilkynna hvort Ásmundarsalur verði sektaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Þríeykið er forstokkað og hefur enga afsökunarbeiðni birt vegna mistaka sinna við fylgd eigin sóttvarnarreglna við móttöku genehvatanna frá Pfizer-BioNTech.  Nú hefur verið tilkynnt um rannsókn á sölusýningunni í Ásmundarsal.  Þar mun vonandi naflaskoðun lögreglunnar fara fram, því að framferði hennar, skýrslugjöf og upplýsingagjöf er með þeim hætti, að vantraust í hennar garð hefur vaxið.  Þar sem Ásmundarsalur er á tveimur hæðum, kann fjöldinn að hafa verið innan marka.

Bjarni Jónsson, 30.12.2020 kl. 13:44

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Bjarni, þakka þér fyrir þetta. Það er í raun merkilegt að fylgjast með "sóttvarnartroikunni" eftir þennan "skandal" sem blaðamannafundurinn er í raun.

Að benda að "staðarlögreglu", eins og aðstoðaryfirlögregluþjónn gerði, er í raun eitthvað það furðulegasta og aumasta afsökun sem ég hef heyrt.

Eins og ég orðaði það í umræðum við aðra færslu hér, hefur "sóttvarnartroikan", löngu misst "salinn" og brýtur sjálf sóttvarnarlögin á "sviðinu".

Það er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér hvort að "ábúðarmiklir" stjórnmálaforingjar muni ekki stíga fram og kasta fram þeirri spurningu að "sóttvarnartroikan" þurfi að íhuga stöðu sína.

Því miður er þetta að mestu leyti orðið grátbroslegt.

G. Tómas Gunnarsson, 30.12.2020 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband