27.11.2020 | 12:38
"Umhugsunarmatur"
Nú er mikið rætt um bóluefni og eðlilega eru miklar vonir bundnar við þau. Enn er þó ekki sopið kálið eins og stundum er sagt.
En ég hef mikla trú á því að bóluefni verði samþykkt innan tíðar. Ein af þeim stofnunum sem við setjum traust okkar á í þeim efnum er hin Bandaríska FDA (Food and Drug Administration) sem við myndum líklega þýða sem "Matvæla og lyfjastofnunin".
En er það ekki svolítið merkilegt að þegar kemur að því að sprauta bóluefni í vöðva virðast langflestir treysta vísindamönnum FDA til að vinna rannsóknir sínar einarðlega og af heiðarleika (sem ég tel þá gera).
Síðan þegar kemur að vísindarannsóknum þeirra á t.d. kjötræktun eða því hvort að óhætt sé að snæða "klórbaðaðan" kjúkling, er ótrúlega stór hópur sem telur vísindamenn sömu stofnunar á algerum villigötum og best sé að hundsa þær með öllu.
P.S. Rétt að taka það fram út frá "lesskilningssjónarhorni", að ég er ekki að segja að vísindamenn FDA muni ekki standa rétt að úttekt á bóluefni, heldur hitt að ég er að hvetja fólk til að velta því fyrir sér hvernig á þessu standi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.