Svona var lífið í San Fransisco þann 25. febrúar síðastliðinn. Hver sagði þann 2. mars að New York hefði besta heilbrigðiskerfi í heimi?

Það hefur mikið verið fjallað um mismunandi viðbrögð stjórnmálaleiðtoga við útbreiðslu Kórónavírussins.

Hér er myndband þar sem sjá má Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í Fulltrúadeildinni Bandarísku.

Hún er að spóka sig um í Kínahverfinu í San Fransisco, þann 25. febrúar síðastliðinn.

Til að setja þetta í tímalegt samhengi minnir mig að fyrsti Almannavarnarfundurinn í beinni útsendingu á Íslandi hafi verið daginn eftir. 

Alls staðar mátti skella sér á fjölsótta tónleika.  Ég hefði aldrei farið á tónleika með Celine Dion í endan febrúar í New York.  En þeir voru velsóttir.  Þar mátti heyra frú Dion taka gamla John Farnham lagið "You´are the Voice".  Þar segir m.a. í textanum:

"We´re not gonna ist in silence

We´re are not gonna live with fear."

Ekki það að ég ætli að halda því fram að frú Dion hafi ætlað að senda skilaboð tengd (þá) komandi faraldri.  En "skemmtileg" tilviljun.

 

Skömmu síðar, eða 2. mars mátti heyar Andrew Cuomo ríkisstjóra lýsa því yfir að það væri lítið að óttast, enda hefði New York (líklega ríkið frekar en borgin) besta heilbrigðiskerfi í heimi.

 

 

Internetið gleymir engu er stundum sagt. Auðvitað er ekki alfarið sanngjarnt að taka eldri fullyrðingar stjórnmálamanna og skoða þær með tilliti til þess sem við vitum nú.

En það er samt gríðarlega "vinsælt" og er notað í pólítískri baráttu og lítið við því að gera.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er nú líklega ekki fjarri sanni að heilbrigðiskerfið í NY sé það besta í heimi - það er að segja fyrir þá skjólstæðinga sem eiga nóg af peningum. Þeir geta þar áreiðanlega keypt sér bestu heilsugæslu sem finnst í heiminum.

Eitt af því sem á eftir að koma í ljós í sambandi við þennan faraldur er hvort hann hafi komið verr niður á fátækum en efnafólki.

Kristján G. Arngrímsson, 4.5.2020 kl. 22:08

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér finnst það óhófleg bjartsýni að gefa sér að þetta eigi eftir að koma í ljós Kristján, þ.e. að það sé möguleiki á því að faraldurinn og viðbrögð við honum komi ekki verr niður á fátækum. Við vitum að víða um heim fer aðgangur að heilbrigðisþjónustu eftir efnahag, og að fátækt fólk hefur oft ekki efni á henni. Við vitum líka að Alþjóða vinnumálastofnunin reiknar með að mörg hundruð milljónir fátækustu íbúa heimsins missi vinnuna vegna aðgerða gegn þessari veiru. Og þetta er fólk sem notar það sem það vann sér inn í gær til að afla sér matar í dag.

Mig grunar að þegar öll kurl koma til grafar muni sá napri sannleikur koma í ljós að þessi veira og eftirköst hennar hafi varpað óhugnanlega skýru ljósi á hið algera siðrof sem felst í því hvernig stjórnvöld í fyrsta heiminum, með dyggum stuðningi almennings, forgangsraða eigin þegnum af fullkomnu miskunnarleysi á kostnað hinna fátæku í þriðja heiminum. Og hið kaldhæðnislega er að siðrofið er réttlæt með skírskotun til siðferðis. Ekki ósvipað því þegar Evrópumenn fóru fram gegn "frumstæðum" þjóðum með biblíuna í annarri hendi og byssuna í hinni.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.5.2020 kl. 22:39

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Hvergi minnist ég þess að hafa séð heilbrigðiskerfi New York (ríkis eða borgar) mælt á meðal þeirra bestu.  Hvorki í alþjóðlegum samanburði, eða meðal ríkja Bandaríkjanna.

Hitt er svo líklegt að þeir megi finna spítala á heimsmælikvarða, en slíkt gildir um fjölmörg önnur lönd.

Hins vegar hefur New York ríki yfirleitt komið vel út í samanburði ríkja Bandaríkjanna hvað varðar hvað lágt hlutfall íbúa er ótryggður.

Heldurðu að það gæti verið að Cuomo sé bara "bullari"?

Ég hef ekki séð neina afgerandi niðurstöðu á hve margir veikjast eða deyja miðað við tekjur.

En fjölmargar vísbendingar hafa komið fram um að sjúkdómurinn bitni harðast á tekjulægri hópum, ekki bara í Bandaríkjunum heldur ekki síður í Evrópu.

Efnaminna fólk býr þéttar, notar almenningssamgöngur meira og oftar, o.s.frv.

Það er sömuleiðis síður vel efnaðir eldri borgarar sem eru á þétt setnum dvalarheimilum, hvort sem er í Evrópu eða Bandaríkjunum.  En þar, ef marka má fréttir, er hvað mesti vandinn og flestu dauðsföllin.

Hinir efnaminni eru sömuleiðis gjarna með minni sparnað, ef nokkurn, þannig að komandi atvinnuleysistímabil mun mjög líklega koma harðast niður á þeim, heilsufarslega sem efnahagslega.  Ólíklegt er að það verði bundið við Bandaríkin.

En við vitum að lönd heimsins fóru misjafnlega stödd efnahagslega inn í faraldurinn.  Sá munur mun ef að líkum lætur aukast.

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Margt til í því sem þú segir.  Ég veit ekki með það að ríki heims eigi að taka þegna annarra landa fram yfir sína eigin.

Í fljótu bragði man ég ekki eftir nema hugsanlega einu ríki sem hefur gert það, í það minnsta að einhverju leiti.  Það er að segja skert lífskjör eigin þegna verulega en haldið uppi lífskjörum í öðrum löndum.

Það voru Sovétríkin. En þar var eitthvað annað en bíbían í hendinni.

G. Tómas Gunnarsson, 5.5.2020 kl. 05:19

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já, Þorsteinn, þetta er líklega rétt hjá þér og ég verð að viðurkenna að ég var nú eiginlega bara að tala út frá bandarísku samhengi.

Tommi, það eru fleiri en eitt heilbrigðiskerfi í NY eins og annarstaðar í USA, og við vitum (ef við viljum vera hreinskilin) að efnameira fólk færi betri heilbrigðisþjónustu en aðrir, af því að það getur borgað. (Tryggingafélög reyna alltaf að komast hjá því að borga, ef þau mögulega geta, þannig að þótt maður sé tryggður er það engin trygging (!) fyrir því að maður fái þjónustuna.)

Hitt sem þú segir um aðstæður efnaminna fólks, þéttbýli osfrv. er líka alveg rétt.

Þótt sjálfsagt megi álykta væri betra að sjá einhverjar tölur, þær koma kannski ekki strax, enda myndi það litlu breyta. Það virðist líka augljóst að þetta komi verr niður á svörtu fólki. (Hafiði séð skýringar á því?)

Kristján G. Arngrímsson, 5.5.2020 kl. 06:53

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það eru fleiri en eitt heilbrigðiskerfi í flestum löndum. Nýlega mátti lesa fréttir um reiði, vegna þess að á Rivierunni Frönsku var "privat" skimun fyrir frægt og ríkt fólk, á meða almúginn átti enga möguleika á slíku.  Ég tek það fram að þetta var ekki skipulagt af ríkinu.

Efnað fólk í Evrópu hefur í gegnum tíðina allt af getað keypt sér betri heilbrigðisþjónustu en almúginn.  Fyrr á árum fór það gjarna til Sviss (auðvelt að skreppa, enda vegalengdir ekki miklar)til þess, en nú eru "einkasjúkrahús" í flestum löndum.  T.d. Svíþjóð, en Íslendingar fara nú þangað að mér skilst í vaxandi mæli, þó að megnið af aðgerðunum sé greitt of hinu opinbera.

Þú hefur ef til vill einnig heyrt sögur af Íslendingum sem t.d. hafa "villst" inn á einkasjúkrahús á Spáni.

Ég hugsa að við eigum eftir að sjá einhverjar tölur síðar, en það er líklega ekki forgangsatriði akkúrat núna, sem eðlilegt er.

En það hefur komið víða fram að svartir séu mjög hátt hlutfall þeirra sem látast.  Ég hef séð tölur allt upp í 70% á ákveðnum svæðum, þar sem sagt er að þeir séu 30% af íbúunum.

En ástæðurnar eru líklega flóknar. Allt frá áhrifum gena og svo að sjálfsögðu búsetuaðstæður, efni, heilbrigðisþjónusta, o.s.frv.

Þetta gildir um "hispanics" líka en ekki jafnt og svarta ef ég skil rétt.

En svartir eru líklegri til að vera með sykursýki, vera í alvarlegri ofþyngd, fá lungnasjúkdóma, fá "slag",  búa á svæðum þar sem mengun er mikil, búa á mannmörgum heimilum, búa þröngt, nota almenningssamgöngur, hafa notið lakari heilbrigðisþjónustu, nota skýli fyrir heimilislausa, svo ég nefni nokkur af þeim atriðum sem ég hef séð nefnd.

En þetta eru tilgátur, eða kenningar, ekki niðurstaða. Ég reikna með að þetta verði rannsakað eins og svo margir aðrir þættir varðandi þennan faraldur.

Eins og minnst hefur verið á áður verður líklega langt þangað til einhverjar "skýrar" niðurstöður fást.  Ef það verður einhverntíma.

G. Tómas Gunnarsson, 5.5.2020 kl. 07:27

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þakka ykkur. Ég vil hins vegar taka aftur orðið "siðrof" í fyrri athugasemd minni. Siðrof er haft um það þegar siðferðileg gildi hverfa eða veiklast. En ég held að það sé nákvæmara hér að tala um siðferðisbrest. Það var nefnilega að öllum líkindum ekkert sem breyttist. Við urðum ekki skúrkar "overnight" - vorum það alltaf, bara kemur óhugnanlega vel í ljós núna.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.5.2020 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband