Hálfsagðar fréttir

Það eru víða sagðar fréttir í æsingastíl þessa dagana.  Sá atburður sem fjallað er um hér er ágætis dæmi um slíkt.  Fréttir af honum eru ekki falsfréttir í þeim skilningi að þær séu rangar, heldur eru þær frekar hálfsagðar.

Í mörgum fjölmiðlum er talað/skrifað eins og risafjöldagrafir séu hér og þar í New York.

Reyndar má hrósa mbl.is fyrir að fara hægar í sakirnar en margir aðrir fjölmiðlar gera.

Í raun má segja að fjöldagröfin sé ein og hafi verið til staðar í kringum 150 ár.  Hún er á Hart eyju.

Talið er (engin veit líklega með vissu) að þar séu grafnir ríflega milljón einstaklingar.

Það er stór tala þegar tekið er tillit til þess að eyjan er u.þ.b. 1.6km X 0.5km að stærð.

Það má því vera ljóst að þar er ekki um að ræða leiði eins og við flest þekkjum þau.

Þarna hefur New York borg grafið þá einstaklinga sem látast og enginn sækir líkið og ef aðstandendur lýsa því yfir að þeir hafi ekki efni á útför.

Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar hefur sagt að þær reglur hafi ekki breyst, né sjái hann fyrir sér að það verði gert.

Að jafnaði er talað um að þarna séu grafnir 25 einstaklingar í hverri viku. Það sveiflast eitthvað eftir árstíðum eins og margt annað.

Nú er talað um að sú tala sé 6 til 7 föld.

Það ætti í sjálfu sér ekki að koma á óvart í miðjum faraldri, en ef til vill segir það okkur eitthvað um þjóðfélagshóp sem fer illa út úr faraldrinum, en það er of snemmt að segja nokkuð til um það.  Líklega kemur það í ljós síðar.

En það segir sig sjálft að núna er sömuleiðis mikið álag hjá útfararþjónustum, líkbrennslum og öðrum sem sinna þjónustu í kringum jarðarfarir.

Besta umfjöllunin sem ég hef séð enn sem komið er um þetta mál er í The Independent. Hófstillt, full af staðreyndum og öll sagan sögð ef svo má að orði komast.

Það hefur þó nokkuð verið talað um að það sé nauðsynlegt að við höldum ró okkar.

Það er enn mikilvægara þegar kemur að fjölmiðlum.


mbl.is Nota fjöldagrafir í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband