Risa heima húspartý á föstudaginn langa frá hádegi

Líklega er málsháttur þessarar páskaeggjatíðar, "Hollur er heimafengin baggi".  Honum má líklega breyta í t.d. "Holl er heimaskemmtun", "Hollast er heimaferðalagið", eða "Hollast er sér heima að skemmta", nú eða jafnvel "Heima er heilsan vernduð".  Síðan má velta fyrir sér málsháttum eins og "Skipað gæti ég væri ég Víðir".

En hefur verið skemmtilegt að fylgjast með allri þeirri afþreyingu sem boðið hefur verið upp á á netinu, ekki bara á Íslandi, heldur um allan heim.

Þannig er hægt að "ferðast" víða um heiminn á netinu, njóta menningar og lista og alls kyns afþreyingar.

Söfn, athyglisverðir staðir, plötusnúðar, skemmtikraftar og tónlistarmenn, hafa verið að streyma alls kyns fróðlegu og skemmtilegu efni.

Á morgun, föstudaginn langa stendur hljómplötufyrirtækið Defected fyrir sínu þriðja "sýndarveruleika festivali".  Hin fyrstu 2. voru stórkostleg og ég á von á því að hið þriðja gefi þeim ekkert eftir.

Ég hef hvergi séð staðfestan lista yfir þá sem munu spila, en talað er um að Calvin Harris muni spila undir dulnefninu "Love Generator" og síðan Claptone, Roger Sanches, Mike Dunn, Black Motion, Sam Divine, David Penn og The Mambo Brothers.  Ef til vill einhverjir fleiri.

Eftir því sem ég kemst næst byrjar fjörið kl. 12 á hádegi að Íslenskum tíma og stendur til í það minnsta 8.

Tilvalið fyrir þá sem vilja dansa "innanhúss" nú eða gera erobikk æfingar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband