Skynsamleg leið í "útflutningi" á skyri.

Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því hvernig skyrneysla breiðist út um heiminn.  Skyr hefur verið mér afar kært frá barnæsku og því ánægjulegt að geta keypt skyr án vandræða hér og þar um heiminn.

En það er líka ánægjulegt að sjá að skynssamleg leið var valinn við "útflutning" á skyri. 

Framleiðsla erlendra aðila undir sérleyfi er skynsamleg, getur tryggt hraðari útbreiðslu og er áhættuminni.

Alls kyns "spekúlantar", töluðu fyrir all nokkrum árum um að skyr gæti verið framleitt á Íslandi og flutt út um allan heim, og þannig þanið út Íslenskan landbúnað.

Slíkt var aldrei raunhæft.

Það er hægt að frameleiða skyr hvar sem er í heiminum, og það er nú þegar framleitt (án sérleyfis frá Íslandi) í fjölmörgum löndum.

Skyr er til frá ótal framleiðendum um víða veröld og þeir eiga það flestir sameiginlegt að hráefnisverð þeirra er mun lægra en Íslenskir framleiðendur geta boðið upp á.

Einnig héldu því ýmsir fram að hægt yrði að frá "upprunavernd" fyrir skyrið, þannig að bannað væri að framleiða það í öðrum löndum en Íslandi.

Það er að mínu mati ekki raunhæft. 

Camembert er framleiddur um allan heim, þar á meðal á Íslandi.  Það sama gildir um gouda, brie, jógúrt, cheddar, Napóli pizzu og jafnvel Viský, þó að það sé vissulega misjafnlega stafsett.

Það má reyndar geta þess, svona til gamans, að hér og þar hefur skyr verið markaðsett sem "Icelandic style yogurt".

En það er hins vegar eitt sem Íslendingar gætu staðið sig betur í hvað varðar skyrið.

Víða er það markaðssett sem "Icelandic Style Skyr" og í raun ekkert út á það að setja.  En á sumum umbúðum hef ég séð "Icelandic Skyr", og það á auðvitað ekki að líða, nema að varan sé framleidd á Íslandi.

Það þarf að passa upp á að upprunamerking sé rétt.

 

 

 

 

 


mbl.is Ísey Skyr í um 50.000 verslanir í Japan í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband