26.2.2020 | 23:36
Athyglisverðar tölur um áfengisverð
Ég verð að viðurkenna að þessi frétt kom mér all nokkuð á óvart. Einhvern veginn fæ ég þessar tölur ekki til þess að ganga upp í huga mér.
1. líters flaska af Chiva Regal 12 ára Skosku vískí kostar í ÁTVR 11,199kr. Í fréttinni segir að sama flaska kosti 6,660 kr. í Costco
Það er gríðarlegur verðmunur.
En nú er áfengi í "matarskatts" virðisaukaskatti með 11% álagningu. Það þýðir að við drögum ca. 10% af heildarverðinu.
Þá stendur eftir 5,994 kr í Costco og 10,079 í "Ríkinu".
Nú hafa áfengisskattar verið sífellt að hækka á Íslandi, síðast nú um áramótin. En ég veit ekki nákvæmlega hvað áfengisgjaldið er nú, en ég myndi þiggja upplýsingar um slíkt í athugasemdum.
Ég ímynda mér þó miðað við hvað ég hef heyrt að áfengisgjald af 1 líters flösku af 40% áfengi sé í það minnsta í kringum 5000 kr.
Þá virðist við fyrst sýn sem að ekki sé mikið eftir til að standa straum af innkaupum og flutningi hjá Costco.
En þessi gríðarlegi verðmunur hlýtur að vekja upp ýmsar spurningar.
Vissulega hefur Costco gríðarlega innkaupagetu og fær verð í samræmi við það. Ég fann ekki sambærilega flösku á vef Costco í Bretlandi, þeir bjóða eingöngu upp a´stærri eða "vandaðra" Chivas þar, en þeir sem áhuga hafa geta skoðað verð og úrval hér.
En það er líklegt að Costco sé með lægri álagningu en ÁTVR, svo ekki sé minnst á ÁTVR og heildsala til samans.
Innkaupaverð Costco er líklega töluvert lægra, flutningskostnaður einnig.
En eftir stendur að Íslensk lög standa í vegi fyrir því að Íslenskir neytendur njóti lægra verðlags.
Allt að 68% verðmunur á áfengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Breytt 29.2.2020 kl. 01:51 | Facebook
Athugasemdir
Annað er svo líka; aðeins útsöluaðilar áfengis geta verslað hjá Costco, þe veitingahús og barir. Skyldu viðkomandi bjóða uppá glasið á sama verði og þeir sem versla eingöngu við ÁTVR?
Kolbrún Hilmars, 27.2.2020 kl. 14:29
"...eftir stendur að Íslensk lög standa í vegi fyrir því að Íslenskir neytendur njóti lægra verðlags."
Það er ekkert nýtt. Og ekkert bundið við áfengi sérstaklega.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.2.2020 kl. 16:48
@Kolbrún, þakka þér fyrir þetta. Það veit enginn (eða að minnsta kosti ég) hverjir versla hjá Costco, hverjir versla hjá ÁTVR, eða hvað verð veitingamönnum býðst hjá öðrum heildsölum en Costco, því heildsalar mega selja beint til veitingamanna.
Hitt er ljóst að álagnins á veitingahúsum er frjáls, en verð mismunandi.
@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta.
Já og nei, vissulega hafa mörg lög á Íslandi hækkað vöruverð, en ég man þó ekki eftir öðru dæmi í svipinn, þar sem lög meina einstaklingum að eiga viðskipti við aðila sem sannarlega býður lægra verð.
En ég hefði gaman af því að heyra um slík dæmi.
G. Tómas Gunnarsson, 29.2.2020 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.