"Síðasta veiðiferðin", eða "nýjasta áfengisauglýsingin"?

Ég fékk þessa ábendingu frá kunningja mínum, enda mér ekki boðið á frumsýningu nýjustu Íslensku kvikmyndarinnar.

Síðasta veiðiferðinEn nýjasta Íslenska kvikmyndin ku heita "Síðasta veiðiferðin". "Auglýsingaplakat" hennar má sjá hér í færslunni.

Ég vil hvetja alla til að sjá hana, því mér er sagt að hún sé góð og meinfyndin.  Það er alltaf eitthvað sem ég kann að meta.

Það eru aldrei of margar gamanmyndir að mínu mati.

En það sem vakti athygli mína við "plakatið" (hvað er nú aftur Íslenska orðið yfir slíkt), er hin skammlausa áfengisauglýsing sem þar er á ferðinni.

Fjöldi vörumerkja bæði bjór og áfengistegunda vel sjáanlegur, í bland við ýmsa af bestu Íslensku leikurum.

Ekkert út á það að setja, nema auðvitað að áfengisauglýsingar í eru bannaðar í Íslenskum fjölmiðlum og á Íslandi. (Ef til vill ætti ég að taka það fram að ég skrifa þessa færslu í landi þar sem áfengisauglýsingar eru löglegar).

Hvers vegna?

Á hverjum degi sjá Íslendingar áfengisauglýsingar í erlendum fjölmiðlum, og oft á tíðum í Íslenskum, jafnvel Ríkissjónvarpinu sjálfu í beinum útsendingum.

Það er í lagi?

Ríkissjónvarpið sjálft getur birt auglýsingar fyrir áfengisframleiðendur og veðmálafyrirtæki, svo lengi sem þeir hafa keypt auglýsingaþjónustuna í þeim löndum sem það er löglegt.

Ríkissjónvarpið sýnir áfengisvörumerki í sinni útsendingu, en aðeins ef framleiðendur hafa borgað erlendum aðilum til að setja vöru þeirra eða vörumerki í kvikmynd eða sjónvarpsþátt.

Mun "Sjónvarpið" sýna "Síðustu veiðiferðina", þrátt fyrir að líklega sé áfengi auglýst þar? (Ég hef ekki séð myndina, þannig að ég vil ekki fullyrða).

Er ekki tími til kominn að stíga inn í nútímann, jafna aðstöðu og rétt innlendra framleiðenda gagnvart erlendum, jafna rétt og tekjumöguleika innlendra fjölmiðla gagnvart erlendum og hætta "2.25%", eða "léttöl" feluleiknum"?

Leyfum áfengisauglýsingar í Íslenskum fjölmiðlum, það er sanngirnisatriði.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband