Er alltaf best að skriffinnar ráði ferðinni í tækniframþróun?

Árátta Evrópusambandsins að "staðla" allt til "hagsbóta" fyrir neytendur er velþekkt.  Persónunlega er ég þó þeirrar skoðunar að athygli þeirra hafi oft á tíðum farið á ranga staði og "staðlarnir" hafi náð yfirhöndinni þar sem það er ekki nauðsynlegt, en ef til vil síður þar sem þörf væri á, það er ef til vill önnur saga.

En deilur á milli Apple og "Sambandsins" hafa verið nokkuð til umfjöllunar upp á síðkastið.

Það verður ekki á móti því mælt að það er ákveðin hagræðing sem fellst í í því að aðeins megi nota eitt tengi til þess að hlaða farsíma og ákveðin tæki.

Eins og "Marteinn Mosdal" hefði komist að orði:  Eitt ríkistengi, fyrir alla, ekkert markaðskjaftæði.

Og það mun sjálfsagt spara neytendum örlítið fé, samkeppni í sölu á snúrum mun aukast og svo kallaðir "3ju aðilar" eiga greiðari leið að markaðnum. Þeir sem lítið þekkja til tækninnar munu síður eiga á hættu að kaupa ranga snúru.

En hvað ef svo er fundin upp mikið betri tenging?

Þá þarf auðvitað að bíða eftir því að "Marteinar" Evrópusambandsins samþykki þá tengingu og geri hana að "hinni einu réttu tengingu".

En ef svo er fundin upp enn betri tenging?  Hvað gere "Mosdalir" Evrópusambandsins þá?

Þannig er auðvelt að sjá að rök Apple um að slíkar samþykktir hefti framþróun eigi við rök að styðjast.

Ætli það sé algengt að kaupendur Apple síma og "padda" geri sér ekki grein fyrir því að "tengin" á þeim eru öðruvísi?

Það er ef til vill ekki tilviljun að flest öll stærri tæknifyrirtæki samtímans eru ekki staðsett í "Sambandinu".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband