11.7.2019 | 19:02
Hetjuleg framganga eða óþarfa brambolt?
Persónulega er ég nokkuð sáttur af framgöngu Íslendinga í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Það er alltaf þarft að vekja athygli á alvarlegum mannréttindabrotum.
En, og það er alltaf eitthvað en, til að meta það hvort að framgangan er hetjuleg eður ei, verðum við að bíða og sjá hvort að mannréttindabaráttan haldi sínu striki og taki til allra
Það er einfallt að leggja til atlögu við "smáríki", en mannréttindabrot eru auðvitað langt í frá bundin við þau.
Á Ísland eftir að leggja til sambærilegar aðgerðir í Kína, Rússlandi, Íran, bara svo örfá dæmi séu nefnd?
Skyldi Ísland leggja til að SÞ sendi sendinefnd til Spánar (eitt af þeim ríkjum sem styður ályktunina gegn Filipseyjum) til að rannsaka meðferð þarlendra yfirvalda á þeim sem hafa barist fyrir sjálfstæði Katalóníu?
Því mannréttindabarátta á "munnlegum" vettvangi eins og Sameinuðu þjóðunum er því aðeins trúverðug að hún geri sömu kröfu til allra.
Ég sé það reyndar ekki fyrir mér að þessi niðurstaða komi til með að breyta neinu á Filipseyjum, því Sameinuðu þjóðirnar eru, rétt eins og flestar al- og fjölþjóðlegar stofnanir, "tannlaus tígur".
Enda hafa þjóðir heims áratuga reynslu af því að taka aðeins mark á því sem Sameinuðu þjóðirnar hafa að segja, svona eins og hentar hverjum og einum.
Það er ekki nema að eitt eða fleiri "stórveldana" beiti sér að eitthvað gerist.
Persónulega tel ég meiri líkur á því en breytingum, að einhver "Íslenskur fíkniefnasali" verði gripinn á Filipseyjum innan skamms, því þannig er það sem svona stjórnkerfi "virka" oft á tíðum. Það væri nú ekki slæmt að halda "réttarhöld" yfir "slíkum glæpamanni".
Ég hvet því alla Íslendinga til að halda sig frá Filipseyjum.
Stundum flýgur mér í hug að utanríkisþjónusta (ekki bara Íslands) ætti að tileinka sér "alkabænina", þetta um að að gera greinarmun á því verður ekki breytt þess sem er mögulegt og að greina þar á milli.
Evrópuráðið tók þann pól í hæðina gegn Rússlandi, þar á meðal fulltrúar Íslendinga.
Misvísandi skilaboð?
En vissulega er baráttan göfug, jafnvel þegar hún er við "vindmyllur".
Við munum ekkert hvika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:21 | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þeir sem eru að gagnrýna Filippseyinga ættu að kynna sér almenningsálytið á Filippseyjum áður en þeir gagnrýna forseta Filippseyja fyrir gjörðir hanns. Almenningur þar stendur með forseta sínum.
Björn Jónsson, 12.7.2019 kl. 13:34
@Björn, þakka þér fyrir þetta. Sjálfur hef ég aldrei komið til Filipseyja, en þeir af þeim sem ég þekki og hafa dvalið þar eða eiga ættir þangað segja mér að sannleikurinn sé ekki augljós.
Vissulega styðja fáir fíkniefnasala, en ef gefið er "grænt ljós" á að drepa fíkniefnasala (eða nokkra aðra) án dóms og laga, er þess yfirleitt ekki langt að bíða að t.d. andstæðingar yfirvalda (stjórnvalda, lögreglu eða annara) séu drepnir og fíkniefnum komið fyrir í vösum þeirra.
Með þeim hætti er hægt að drepa hvern sem er án nokkurra eftirmála.
Þegar réttarríkinu er vikið til hliðar opnast ýmsar gáttir, flestar miður geðslegar.
Það er ennfremur varasamt í slíku stjórnarfari að treysta "almenningsálitinu", enda oft varasamt að tjá skoðanir sínar.
Hver veit á hverjum fíkniefni finnast á næst?
Gagnrýnin á stjórnvöld Filipseyja á að mínu mati fyllilega rétt á sér, hvort að það er svo ástæða til að herja frekar á þau en önnur er svo umdeilanlegt, enda víða pottur brotinn.
Og hvort að Sameinuðu þjóðirnar hafi einhver tilgang sem vettvangur til slíks, er svo einnig umdeilanlegt, enda aðeins "munnlegur vettangur".
En stundum verða orð til alls fyrst.
Svo bíður auðvitað langur listi ríkja þar sem mannréttindi eru í molum.
G. Tómas Gunnarsson, 12.7.2019 kl. 14:07
Þetta snýst um eitthvað meira en bara fíkniefni.
Dóp er miklu minna vandamál hjá þeim en hjá okkur (ef eitthvað er að marka WHO,) vandinn er miklu meira hvers eðlis dílerarnir eru.
Ásgrímur Hartmannsson, 13.7.2019 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.