2.6.2019 | 22:02
Réttar spurningar hjá Þorsteini
Það er lenska víða um lönd og ég undanskil Ísland þar ekki undan að setja lög um alla mögulega (og stundum ómögulega) hluti.
Stór hópur einstaklinga (og ég er ekki frá því að þeir taki frekar þátt í stjórnmálum en aðrir) virðist þeirra skoðunar að það að setja lög um eitthvað leysi allan vanda.
Oft er síðan að eftirfylgnin eftir lögunum er takmörkuð eða engin.
Ef til vill var svo í því tilfelli sem hér er nefnt, ef til vill ekki.
Ég get ekki dæmt um það með þeim upplýsingum sem eru mér innan handar, en það er ríki ástæða til þess að farið sé ofan í kjölin á málinu.
Ég bloggaði reyndar um það hér fyrir nokkrum vikum, undir titlinum "Fylgir ábyrgð eftirliti".
En lög sem ekki er fylgt eftir, geta verið verri en engin lög.
Þau skapa falskt öryggi og veikja trú og virðingu fyrir lögum.
Það er vert að hafa í huga - fyrir alla.
Segir þingnefnd sofa værum svefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.6.2019 kl. 10:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.