Fylgir ábyrgð eftirliti?

Þegar eitthvað á bjátar eru koma gjarnan fram upphrópanir um að "hér" þurfi að efla og stórauka eftirlit.

Það þurfi að fylgjast betur með og tryggja "hagsmuni" almennings.

Margir virðast trúa því að með nægum lagasetningum og reglulerðum megi koma í veg fyrir flest, ef ekki allt, sem óæskilegt sé.

Það er þó borin von.

En það er eðlilegt líka að velta upp spurningu á við þá hvort að ábyrgð fylgi eftirliti?  Sérstaklega ef ætla má að eftirlitinu hafi verið ábótavant.

Ef að gott og virkt eftirlit er til staðar er "allt í sómanum", eða hvað?

Ef flugfélag hefur rekstrarleyfi á Íslandi þá er rekstur þess tryggur í það minnsta þrjá mánuði, eða er það ekki?

Er það ekki það sem eftirlitið á að tryggja?

Fylgir því einhver ábyrgð að senda slík skilaboð út í "kosmósið"?

Eða virkar eftirlitið bara þegar "allt er í góðu"?

Auðvitað er þessi mál erfið viðfangs og ákvörðunum fylgja afleiðingar, stundum alvarlegar.

En það er ekki til lítils að setja lög og reglugerðir ef þeim er vísvitandi ekki fylgt.

Aukið eftirlit breytir engu, að farið sé eftir lögum og reglugerðum getur hins vegar gert það.

 


mbl.is Seldu miða allt til hins síðasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eitt þekktasta dæmið um það þegar eftirlit klikkaði er þegar Maddoff hafði ótölulegan fjölda dollara af fjölda manns. Lagði margan fjárfestinn í rúst. En kannski hefðu þessir fjárfestar bara betur haft varann á sér, eða hvað?

Margir virðast trúa því að ef eftirliti reynist ábótavant í ýmsum tilvikum sé það til marks um að eftirlit sé bara óarfa penginasóun. Að ekki sé nú minnst á þann átrúnað í aðdraganda hruns fjármálakerfis heimsins að eftirlit væri orðið "íþyngjandi" fyrir duglega menn - sem reyndust síðan vera "duglegir" í að svíkja og pretta.

Hruni fjármálakerfis heimsins var forðað af opnberum stofnunum, hinu hataða ríki - með sínar eftirlitsstofnanir. Án hins hataða ríkis hefðu flestir einkareknir bankar heimsins farið á hausinn.

Kristján G. Arngrímsson, 29.3.2019 kl. 16:48

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Annað dæmi um skort á eftirliti varðar Boeing MAX þoturnar. Þar virðist sem bandaríska loftferðaeftirlitið hafi látið Boeing sjá sjálft um að hafa eftirlit með sjálfu sér.

Það fór svona. Boeing seldi öryggisbúnað sem "optional extra". Er hægt að gera sig verr sekan um græðgi? Enda er allt útlit fyrir að þetta komi mjög illa niður á Boeing. Þeir hefðu betur látið loftferðaeftirlitið hafa vit fyrir sér.

Kristján G. Arngrímsson, 29.3.2019 kl. 17:12

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það sem ég er að benda á er að það eru tvær eða fleiri hliðar á þessum pening.

Meðal annars þeim hvort að eftirlit skapi falskt öryggi og hvers virði er eftirlit ef það fer ekki eftir lögum og reglum?

Hvers vegna gómaði engin Maddoff?  Hver átti að hafa eftirlit með honum? Og já, það hefði vissulega verið betra fyrir fjárfesta að hafa varann á sér, því þegar eitthvað hljómar of gott til að vera satt, reynist það æði oft raunin.

Ég hugsa að það hefði verið gott fyrir fjármálakerfi heimsins að fleiri bankar hefðu farið á höfuðið.

Og eftirlitsstofnanirnar gerðu ótrúlega lítið til þess að koma í veg fyrir að  svo færi.  Það voru aðrar stofnanir sem dældu svo peningum í bankana til að halda þeim á lífi, og enn er deilt um hversu skynsamlegt það var. 

Engin gerði meira heldur en Bandaríski seðlabankinn, stóð sig býsna vel í Bandaríkjunum og bjargaði fjölda Evrópskra banka einnig, vegna þess að ríkisstjórnir og seðlabanki "Sambandsins" réðu ekki við verkið.

Hvað varðar Boing viðurkenni ég fúslega að ég þekki ekki það mikið til málsins að ég ætli að fullyrða um málið.  Mér sýnist nú reyndar að hluti vandans sé að það er látið eins og ekki sé um nýja vél að ræða og lítið sem ekkert mál sé að svissa frá eldri gerðum yfir þá þessa þó að um umfangsmiklar breytingar sé að ræða.  En þetta segi ég án allrar ábyrgðar og án þess að hafa á nokkurn hátt farið í saumana á þessu máli.

En tökum bara það sem þú segir.  Hvers virði er það eftirlit sem framselur vald sitt til fyrirtækisins? 

En gefur það ekki almenningi til kynna að allt sé í himnalagi fyrst að eftirlitið hefur gefið samþykki sitt?

Gæddi það þá almenning falskri öryggistilfinningu?  Fylgir því einhver ábyrgð?  (Með því er ég alls ekki að meina að ábyrgðin liggi ekki hjá Boing).

Er það ekki ljóst að samkvæmt lögum eða reglugerðum þá hafa flugfélög með Íslenskt flugrekstrarleyfi fjármagn til ca. 3ja mánaða reksturs?

Er það ekki það sem eftirlitið á að tryggja?

G. Tómas Gunnarsson, 29.3.2019 kl. 17:50

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Jú, og ef eftirlitið tryggir það ekki, þá er eftirlitinu ábótavant, ekki satt? Þá þarf að bæta eftirlitið. Styrkja það, liggur það ekki í augum úti?

Vegna þess að eins og dæmin um Madoff og Boeing sýna þá er fyrirtækjum ekki treystandi til að fara að lögum og reglum. Það þarf að hafa ítarlegt eftirlit með þeim.

(Sérstaklega er reyndar ástæða til að hafa eftirlit með þeim sem starfa í fjármálageiranum vegna þess að það er vitað að siðblinda er hlutfallslega mun algengari í þeim gera en öðrum).

Kristján G. Arngrímsson, 29.3.2019 kl. 18:06

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Styrkja það á hvaða hátt?  Lögin og reglugerðirnar eru til staðar, "stofan" er til staðar, starfsfólkið er til staðar, sagt er í fréttum að það hafi verið alla daga á skrifstofu WOW.

Hvað er þá að styrkja?

Það er líklega fæstum treystandi til að fara að lögum og reglum ef út í það er farið.

Víða er farin sú leið að hafa nógu háar sektir til að byggja upp fælingarmætt, en til þess að hann virki þarf auðvitað að fylgja því eftir.

Sem dæmi þá sé ég eiginlega aldrei hér að bílum sé lagt í stæði fatlaðra án leyfis, þó að ég sé nú ekki að fylgjast sérstaklega með því.  En við þau stendur að hámarkssekt fyrir að leggja í þau án heimildar sé u.þ.b. 450.000 Íslenskar.

Virðist duga vel. (Bara svona smá jákvætt dæmi).

Mér þykir líka líklegt að sú staðreynd að hart var gengið fram gegn mörgum bankamanninum á Íslandi hafi haft sín áhrif. Það má vel vera að í einhverjum tilfellum hafi verið gengið fram með offorsi, en ég ætla ekki að dæma um það.

En, það kemur enn og aftur að því að það er þýðingarlítið að þruma út lögum og reglugerðum og koma á fót eftirliti, ef ekki er farið eftir þeim.

Slík lög og reglugerðir þarf ekki að auka eða herða, það þarf einfaldlega að sjá um að farið sé eftir þeim.

G. Tómas Gunnarsson, 29.3.2019 kl. 18:36

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ja ég verð víst að viðurkenna að ég skil ekki hvað þú ert að meina. Sjá um að farið sé eftir lögum og reglugerðum, segirðu. En hvernig á að sjá um það, ef ekki með eftirliti? 

Ég eiginlega botna ekki í því hvað þú ert að fara.

Kristján G. Arngrímsson, 29.3.2019 kl. 20:50

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ef til vill er þetta örlítið ruglandi, en það er raunveruleikinn líka.

Ef lögin og reglugerðirnar eru til staðar, eftirlitið er til staðar og hefur verið innandyra svo "vikum skiptir", mun þá aukið eða hert eftirlit breyta einhverju?

Munu hertar reglugerðir breyta einhverju?

Skapar eftirlit ábyrgð, eða falskt öryggi?

G. Tómas Gunnarsson, 29.3.2019 kl. 21:02

8 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já, ok. Ja ætli það sé ekki misjafnt frá einu tilviki til annars. Ekki hægt að alhæfa og svara þessari spurningu þinni með jái eða neii, eins og oft er með flókin mál. Þannig að ég gerði ráð fyrir að þetta væri retorísk spurning hjá þér og þú værir að meina að opinbert eftirlit væri peningasóun.

En það er auðvitað hægt að styrkja og bæta eftirlit, t.d. með því að hafa það ekki í höndum þeirra sem á að hafa eftirlitið með. Sbr. Boeing, og einnig með því að þeir sem eru undir eftirlitinu borgi ekki kaup eftirlitsmannanna, eins og var tilvikið með bandaríska banka og Standard og Poors ratings. En ef menn eru einbeittir í því að koma sér undan eftirliti er vísast lítið hægt að gera í því, og þessi umræða þá "moot".

En hvers vegna skyldi maður ekki vilja eftirlit? Það gæti forðað manni frá stórslysi, forðað manni frá álitshnekki og glötuðum bisniss, sbr. Boeing núna. Þeir hefðu betur gætt þess að eftirlit væri haft með sér. En nei, samkeppnin við Airbus var svo hörð að öll varkárni var látin út í veður og vind:

https://www.nytimes.com/2019/03/23/business/boeing-737-max-crash.html?fbclid=IwAR1S_rNScSO0-YvxlLrEDq9cYw-kyMeQJs0037Tpr9HDANN2WXzGeUgy-Jw

Svona getur samkeppni verið óæskileg og vond. Hefur í þessu tilviki kostað hundruð mannslífa og jafvel farið með orðspor Boeing. En náttúrulega fínt fyrir Evrópu, þ.e. Airbus.

Kristján G. Arngrímsson, 30.3.2019 kl. 06:56

9 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Bendi á þessa málsgrein í NYT greininni:

The competitive pressure to build the jet — which permeated the entire design and development — now threatens the reputation and profits of Boeing, after two deadly crashes of the 737 Max in less than five months. Prosecutors and regulators are investigating whether the effort to design, produce and certify the Max was rushed, leading Boeing to miss crucial safety risks and to underplay the need for pilot training.

Kristján G. Arngrímsson, 30.3.2019 kl. 07:01

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kritján, þakka þér fyrir þetta.  Ég hef aldrei verið þeirrar skoðunar að allt opinbert eftirlit sé peningasóun. Það kemur ekki í veg fyrir að sum lög og reglugerðir geti stuðlað að peningasóun.

En ég hef nú líklega frekar verið ásakaður um ákveðna "lagahyggju", þ.e.a.s. að ef lög séu í gildi eigi að framfylgja þeim.  Það er hins vegar eðlilegt að berjast gegn lögum (og reglugerðum) sem menn telja slæmar og annað hvort breyta þeim eða fella niður.

En það verður alltaf hættulegt þegar eftirlitsaðilar fara að túlka, teygja og beygja það sem þeim er ætlað að hafa eftirlit með.  Þá er hætta á stórum mistökum og því að einstaklingar og fyrirtæki hafi ekki sömu stöðu gagnvart lögunum (og reglugerðum).

Vissulega er "innra eftirlit" af hinu góða, en raunverulegt eftirlit á að vera í utanaðkomandi höndum.  (Þetta er nú til dæmis eitt af því borgarstjórnarmeirihlutinn á erfitt með að skilja).

Og það er nauðsynlegt að eftirlit sé virkt. Þannig hafa til dæmis flestir sem ég hef talað við fullyrt í mín eyru að matvælalöggjöfin sé strangari í "Sambandinu" en í Bandaríkjunum, en eftirlitið sé miklu betra fyrir "Westan", vegna þess að það er "virkt".

Þessi málsgrein frá NYT, rímar að hluta til við það sem ég hafði lesið og sagði hér ofar, að þjálfun hefði verið vanmetin, og látið eins og flugmenn af eldri 737, gætu næstum því hoppað beint yfir, með lágmarks "stúdíu".

En FAA harðneitar því að nokkuð óeðlilegt hafi átt sér stað, en Fulltrúadeildin mun rannsaka málið.

Það veitir ekki af stundum að hafa eftirlit með eftilitsmönnunum, en hver fylgjist með því eftirliti?

G. Tómas Gunnarsson, 30.3.2019 kl. 12:03

11 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Og ástæðan fyrir þessari slökun á eftirliti og prófunum? Hörð samkeppni. Það er ein leiðin til þess að bæta eftirlit - eða að koma í veg fyrir að það slakni - að draga úr samkeppnismaníunni. 

Ég veit að vísu að það er guðlast að segja svona - svipað og að segja trúuðum að orð guðs geti verið rangt.

Kristján G. Arngrímsson, 30.3.2019 kl. 13:25

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Mér vitanlega stendur FAA ekki í neinni samkeppni, svo að það hlýtur í raun að vera einhver önnur ástæða fyrir slöku eftirliti af þeirra hálfu, ef það er raunin.

En ég ætla ekki að fullyrða neitt um hvað veldur ef svo er, en það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr rannsókn málsins.

G. Tómas Gunnarsson, 30.3.2019 kl. 13:35

13 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þetta er nú útúrsnúningur, og hann frekar kjánalegur. 

Kristján G. Arngrímsson, 30.3.2019 kl. 18:36

14 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Nei, þetta er ekki útúrsnúningur. Að ýmsu leyti er þetta kjarni málsins.

Valdið er hjá FAA. Flugvélin flýgur ekki án þess "stimpils". Hafi FAA að einhverju marki framselt vald sitt til Boing (sem ég hef ekki hugmynd um), þá leyfi ég mér að efast um að það standist lög.

Því má svo bæta við að afþví þú minnist á S&P, hér að ofan, þá eru þeir ekki eftirlitsaðili, þeir hafa ekkert vald.  Það mætti kalla þá "umsagnaraðila".

Sama gildir um Moody´s og Fitch. Þetta eru þjónustufyriræki í fjármálageiranum.  Valdið er hjá fjármála- og verðbréfaeftirlitum. 

G. Tómas Gunnarsson, 30.3.2019 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband