26.5.2019 | 23:16
Íhaldsflokkurinn mun ekki útmást
Persónulega hef ég ekki trú á því að Íhaldsflokkurinn Breski þurkist út í kosningunum til Evrópu(sambands)þingsins, en hann fær ekki marga þingmenn og mér kæmi það ekki á óvart að þá mætti telja á fingrunum, jafnvel í þeirra verstu niðurstöðu, annarar handar.
Þegar stjórnmálaflokkar verða viðskila við stóran hóp kjósenda sinna og megna ekki að fylgja eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, er ekki von á góðu.
Íhaldsflokkurinn fær það hluskipti sem hann á skilið.
Einhverjir hugga sig eflaust við það að helsti keppinautur hans í gegnum tíðina, Verkamannaflokkurinn þarf sömuleiðis að sætta sig við stórt tap, verandi í stjórnarandstöðu.
En þessar kosningar (þrátt fyrir að þátttakan hefi verið í daprari kantinum, eins og búast mátti við), sýna að hinir "hefðbundnu" stjórnmálaflokkar eiga undir högg að sækja, í Bretlandi eins og víða annars staðar.
Það eru hinir "hefðbundnu" stjórnmálaflokkar sem hafa skapað hina "popúlísku" flokka, með því að tapa tengingunni við "almenna kjósendu".
Það er þarft fyrir alla að fletta því upp hvað "popúlismi" þýðir í raun, ekki síst stjórnmálamenn.
Svona er að upplifa tortímingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Þeir flokkar sem eru kallaðir "hægriöfgaflokkar" og "popúlistaflokkar" eru í raun lýðræðissinnaðir flokkar, sem eru að berjast gegn ægivaldi og einræði ESB. Þar má telja Dansk folkeparti (DK), Brexit Party og UKIP (UK), AfD (DE), National Front (FR), Sveriesdemokraterna (SW) og Lega (IT). Að vísu hægriflokkar, en engir öfgaflokkar. Öfgaflokkarnir eru þeir sem aðhyllast ofríki ESB og er skítsama um sjálfstæði þjóðríkjanna, hvað þá um lýðræði. Flestir þeirra eru á vinstrikantinum.
Aztec, 27.5.2019 kl. 02:33
Íhaldsflokkurinn fékk bara tvo kjörna, tapaði ellefu. Sigurvegarinn Brexitflokkurinn fékk 21 þingsæti.
Íhaldsmenn geta kennt sjálfum sér um þetta afhroð. Þeir hefðu aldrei átt að setja Theresu May inn sem forsætisráðherfu. En hún hverfur á brott eftir tæpar tvær vikur eftir að hafa niðurlægt sjálfa sig, flokkinn og brezku þjóðina og eins og sagt er við herrétt: "Cowered before the enemy" (EU)
Aztec, 27.5.2019 kl. 02:45
@Aztec, þakka þér fyrir þetta. Eins og oft eru hugtök notuð frekar frjálslega og reynt að klína "stimplum" á pólítísks andstæðinga.
En þessir flokkar eru eins margvíslegir og þeir eru margir og misjafn sauður í því fé eins sagt er.
Persónulega hef ég til dæmis aldrei séð neitt hægri við Le Pen, og RN eins og flokkurinn hennar heitir nú. Þar er á ferðinni nokkuð klassísk Frönsk vinstristefna, með blöndu af kirkju og frönskum osti með.
Bara sem dæmi.
En ég held að engin muni sakna May, en hún hefur leikið flokkinn grátt og það mun líklega taka langan tíma fyrir hann að ná fyrri styrk.
G. Tómas Gunnarsson, 28.5.2019 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.