Ofmetin tollabandalög?

Það gengur mikið á varðandi "Brexit" en miðar lítið eða ekkert áfram. Alls kyns leiðir eru ræddar, en engin nýtur meirihluta í Breska þinginu.

Meðal þess sem haldið hefur verið á lofti er að nauðsynlegt sé fyrir Breta að vera í tollabandalagi með "Sambandinu".

En hve mikill ávinningur hefur verið af tollabandalaginu fyrir Breta?

Að sjálfsögðu er gott hvar sem er í heiminum að hafa enga tolla, enga kvóta, enga tollskoðun eða tollpappíra.

Ef Bretland er ekki í tollabandalagi með "Sambandinu" er það í sömu sporum og Bandaríkin, Kína eða Japan (og fjöldi annara ríkja).

En er það svo hræðilegt?  Hver hefur ávinningur Breta af tollabandalaginu verið síðast liðin 20 ár?

Skipta má útflutningi Breta í grófum dráttum í 4. flokka.

Útflutning á vörum til "Sambandsríkja", útflutning á þjónustu til "Sambandsríkja", útflutning á vörum til til annara ríkja og útflutning á þjónstu til annara ríkja.

Sé litið á þá staðreynd að tollabandalag á mestu leyti við útflutning á vörum til "Sambandsríkjanna", halda líklega margir að slíkt hafi vaxið hratt á undanförnum árum, en sú er ekki raunin, reyndar er það af flokkunm fjórum sá sem minnst hefur vaxið á undanförnum 2. áratugum.

Síðast liðna 2. áratugi hefur vöruútflutningur til "Sambandsríkja aðeins vaxið um 0.2% á ári að meðaltali.

Á sama tíma hefur vöruútflutningur til annara landa aukist um 3.3% á ári að meðaltali.

Útflutningur Breta á þjónustu hefur vaxið mun hraðar, en þar hafa "önnur lönd" einnig vinningin, en hann hefur aukist að meðaltali um 5.6% á ári, en þjónustu útflutningur til "Sambandsríkja" um 5.2% árlega.

Á áratugunum tveimur hefur vöruskiptahalli Breta gagnvart "Sambandinu" aukist úr u.þ.b. 6 milljörðum punda, í 95 milljarða punda árlega. Tveir stærstu vöruflokkarnir sem valda hallanum eru bílar og matvæli.

Miðað við íbúafjölda er þessi halli stærri en vöruskiptahalli Bandaríkjanna gagnvart Kína.

Reyndar er vert að nefna að vöruinnflutningur Kína, Bandaríkjanna, Indlands og Brasilíu til "Sambandsríkja" hefur á þessu tímabili aukist hraðar en Bretlands.  Þau njóta þó ekki tollabandalags.

En sé litið til þess að vöruskiptahalli Bretlands gagnvart "Sambandinu" kemur að stórum hluta frá matvælum og bílum, er hægt að draga þá ályktun að tollabandalagið komi að hvað bestum notum þar sem tollabandalagið beitir tollum til að vernda sinn "innri markað".

Það kemur sér vel fyrir stærsta bílaframleiðslulandið og stærsta landbúnaðarlandið, innan "Sambandsins"

Það er því líklegt að það kæmi sér vel fyrir Bretland að geta gert sína eigin viðskiptasamninga, því "Sambandið" er ekki mjög áfram um viðskiptasamninga sem gera þjónustuviðskipti frjálsari, en þar er styrkleiki Breta, en "Sambandið" stendur ekki jafn vel að vígi.

En það má líka líta á það svo að það sé ástand og gerð efnahagslífsins sem skiptir meira máli en tollabandalag.

Bretland er einfaldlega betri í útflutningi á þjónustu en vörum.  En þó að "innri markaðurinn" fyrir vörur hafi að mestu leyti komist í gagnið árið 1992, hefur það ekki náðst hvað varðar þjónustu.

Það er því ekki að undra að margir telji að Bretland stæði betur gæti það gert sína eigin viðskiptasamninga.

 

Þessi færsla og tölulegar staðreyndir í henni eruk að miklu leyti byggðar á þessari grein í The Guardian.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband