3.4.2019 | 01:53
Meira en helmingur nýskráðra bíla í Noregi í mars eru rafmagnsknúnir
Þegar ég var að þvælast um netið, rakst ég á þessa athygliverðu frétt.
Meira en helmingur af þeim bílum sem seldust í Noregi í mars voru rafmagnsbílar. Mest munaði þar um gríðarlega sölu á Tesla model 3, en 5315 eintök voru seld í Noregi í mars.
29% af nýjum bílum í mánuðinum voru Tesla model 3, ótrúleg sala. Rúmlega 58% af nýjum bílum voru rafmagnsbílar.
Noregur, þessi mikla olíuþjóð, hefur tekið forystu sem rafmagnsbílaland. Á síðasta ári voru rúmlega 30% af nýjum bílum í Noregi rafmagnsbílar.
Óneitanlega vel af sér vikið.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Samgöngur, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Það er ósköp eðlilegt að mikið seljist af Tesla model 3 bílum. Þeir sem vilja aka þeim bílum þurfa að kaupa a.m.k. tvo, annan til að nota meðan hinn er á verkstæði. Þessir bílar flokkast með Alfa Rómeó og Land Rover varðandi bilanatíðni, hjá erlendum bílablöðum. Lægra verður vart komist.
Gunnar Heiðarsson, 3.4.2019 kl. 10:52
@Gunnar, þakka þér fyrir þetta. Hef aldrei keyrt Teslu, model 3 eða önnur. Hef vissulega séð eitthvað á netinu um kvartanir, ekki hvað síst um lakk og annað slíkt, og einhverjar eletrónískar raunir.
En eigendur model 3 virðast býsna hamingjusamir, en model 3 toppar þennan lista: https://www.consumerreports.org/car-reliability-owner-satisfaction/10-most-satisfying-cars-owner-satisfaction/ Þannig að eitthvað eru skiptar skoðanir á þessu eins og mörgu öðru, en vissulega hef ég séð misjafnar sögur.
G. Tómas Gunnarsson, 3.4.2019 kl. 12:26
Framleiðsla á bensín- og díselknúnum fólksbílum mun hætta eftir 5 - 10 ár.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 3.4.2019 kl. 14:32
@Hörður, þakka þér fyrir þetta. Ég veit ekki hvort að það nát á 5 til 10 árum, en klukkan er byrjuð að telja niður.
Perónluega, þó ég hafi nú ekki mikið vit á þessu, held ég að framleiðslan muni skiptast í tvennt.
Rafmagnsbíla og vetnisbíla.
Báðar leiðirnar hafa mikið til síns ágætis. Rafmagnsbílar þurfa ekki umfangsmikið dreifikerfi, þar sem orkugjafinn er allt í kringum okkur, leiddur í hvert hús, sem er ótrúlegur kostur.
Vetnið kann að aftur að vera betri kostur fyrir stærri bíla og þá sem ferðast lengra.
En þetta er þörf breyting.
G. Tómas Gunnarsson, 5.4.2019 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.