23.3.2019 | 00:19
Ađ vera saklaus uns sekt er sönnuđ og ađ allir eigi rétt á verjanda, er ţađ á undanhaldi?
Eitt af skringilegustu málum sem ég hef lesiđ um undanfarnar vikur, og um leiđ ţađ sem minnkar trú mína á framtíđinni er krafan um ađ einn af "deildarforsetum" í lagadeild Harvard háskóla verđi vikiđ úr starfi, vegna ţess ađ hann tók ađ sér ađ verja Harvey Weinstein í komandi réttarhöldum.
Ţađ sem er uggvćnlegast er ađ krafan kemur frá nemendum háskólans og einhverjum kennurum, ekki veit ég hve margir ţeirra séu úr lagadeildinni, en viđ verđum ađ vona ađ ţađ séu fáir eđa enginn.
Ţeir virđast ţeirrar skođunar ađ setja skuli samasem merki á milli meints sakamamanns og verjenda hans.
Ţeir líta ekki á svo ađ veriđ sé ađ verja saklausan einstakling (uns sekt hans er sönnuđ), heldur eigi hann í raun ekki rétt á verjenda.
Ef til vill er ţó ţađ undarlegasta ađ háskólinn virđist ađ hluta til "dansa međ" mótmćlendum.
Ţó ađ vissulega megi ekki draga of miklar ályktanir af einstaka málum fćrir ţetta orđinu háskólasamfélag eiginlega ađra merkingu og setur ţađ niđur býsna mörg ţrep.
En ţađ má finna ýmislegt um máliđ á netinu, s.s. NYT, Boston Globe, HuffPost, og svo bregst Mr.Google auđvitađ sjaldnast.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Mannréttindi | Facebook
Athugasemdir
Á undanförnum áratugum hafa háskólar breyst mikiđ sem stofnanir og orđiđ sífellt meira einsog hverönnur fyrirtćki og nemendur eru "viđskiptavinir" ţeirra - og ţađ er samkeppni um ţessa viđskiptavini og ţess vegna verđur ađ hafa ţá góđa. Ţess vegna fara háskólar ađ dansa međ mótmćlendum.
Kristján G. Arngrímsson, 25.3.2019 kl. 22:13
@Kristján, ţakka ţér fyrir ţetta. Ađ hluta til er ţetta rétt, en ég hygg ađ mestu leyti rangt.
Breytingin er stjórnendum, kennurum og skođunum ţeirra og hrćđslu ađ ţakka/kenna.
Ég hygg ađ ţađ sé megin ástćđurnar.
Skólar eins og Harvard flestir af ţeim "stóru", ţurfa ekki ađ "dansa" eftir kröfum "viđskiptavina", enda vísa ţeir líklega fleiri frá en ţeir hleypa inn ár hvert.
Ţađ vćri líklega frekar ađ ţeir vćru ađ dansa međ ţeim sem koma međ stćrstu gjafirnar, en nemendum.
En ţađ er tilhneyging, sem kemur líklega ekki síst frá "háskólasamfélaginu" ađ ţetta sé allt hinum "hrćđilega markađi" ađ kenna.
G. Tómas Gunnarsson, 26.3.2019 kl. 20:09
Ţađ er rétt hjá ţér ađ stjórnendur skólanna hafa gengiđ ţarna fremsti í flokki, enda hefur viđskiptavinurinn (nemandinn) alltaf rétt fyrir sér, ekki satt? Reyndar eru ţađ alls ekki allir nemendur sem höggva í ţennan knérunn, og ţess vegna má heita undarlegt ađ skólayfirvöld fari í ţennan farveg.
Kristján G. Arngrímsson, 27.3.2019 kl. 20:54
@Kristján, ţakka ţér fyrir ţetta. Ég held ađ ţađ sé rétt ađ oft fari stjórnendur fremstir í flokki, jafnvel međ kennurum.
En krafa nemenda, sem oft eru í minnihluta, getur ekki skýrt ţetta. Sérstaklega ekki í ţeim skólum ţar sem ađsóknin er slík ađ hafna ţarf meirihluta umsćkjenda.
Ţađ gerir ţessa afstöđu skólayfirvalda enn undarlegri og bendir til ţess ađ ţetta sé eitthvađ sem sé í raun jafn mikiđ, eđa líklega meira skođun og vilji skólayfirvaldanna en nemenda
Sem aftur vekur upp spurninguna, hvers vegna?
G. Tómas Gunnarsson, 28.3.2019 kl. 01:36
Ađ einhverju leyti er ţetta ímyndarvörn - ţ.e. ađ verja ímynd skólans fyrir ásökunum sem erfitt getur veriđ ađ hreinsa sig af, t.d. um rasisma eđa ađ fara mildum höndum um kynferđisníđinga (sbr. Weinstein). Ţađ er í ţessum bisniss eins og svo mörgum öđrum ađ upplifun nemandans er ţađ sem máli skiptir. Sumir háskólar (hef ég heyrt) eru meirađsegja farnir ađ markađssetja sig međ ţví ađ bjóđa vćntanlegum nemendu upp á "upplifun" frekar en nám.
Ţađ er ekki í neinum skćtingi sem ég tala um háskóla (amk í USA) sem bisness, ţađ er almennt fariđ ađ líta á ţá ţannig og ţví fylgir einfaldlega ađ ţeir fara ađ lúta öđrum lögmálum en ef ţeir vćru "gamaldags" menntastofnanir. Ţessa er raunverulega fariđ ađ sjá stađ á Íslandi líka, trúđu mér - ég er ţar innanbúđar.
Og ţađ er til marks um hversu djúpstćđ ţessi markađsvćđing skólanna er, ađ jafnvel nemendur sem telja sig marxista koma fram eins og harđsvíruđustu neytendur. Kaldhćđnislegt, svo ekki sé meira sagt. En um leiđ glöggt merki um ađ kapítalisminn hefur gjörsigrađ.
Kristján G. Arngrímsson, 28.3.2019 kl. 07:21
@Kristján, ţakka ţér fyrir ţetta. Ímynd er alltaf viđkvćmt mál, en ćtti ekki ađ ţurfa ađ taka yfir almenna skynsemi.
Harvard er ekki á nokkurn hátt ađ fara mildum höndum um Weinstein, kemur í raun ekki nálćgt honum. En auđvitađ á hann sama rétt á góđri vörn og allir ađrir. Hann hefur ekki enn veriđ dćmdur sekur um neitt, alla vegna ekki eins langt og ég hef fylgst međ.
Auđvitađ ţurfa háskólar tekjur eins og ađrir, sama hvernig eignarformiđ er er.
Mér sýnist "snjókornamenningin" ekkert síđur vera til stađar ţar sem hiđ opinbera borgar megniđ af kostnađinum, t.d. á Íslandi eins og ţú nefnir.
En ţađ sem bisness eru ţađ ţó ađrir háskólar sem er jafnvel enn frekar ástćđa til ađ hafa áhyggjur af, sbr. ţessa frétt: http://www.ruv.is/frett/fjolmargir-plathjukrunarfraedingar-i-svithjod
G. Tómas Gunnarsson, 29.3.2019 kl. 21:33
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.